Innlent

Bifhjólamaður fluttur á slysadeild

Bifhjólamaður slasaðist á öðrum tímanum í dag á keppnismóti sem er nú í gangi við Vesturlandsveg. Sjúkrabíll er nú á leið með manninn á slysadeild Landspítla-háskólasjúkrahús en ekki er vitað um hvers kyns meiðsl hans eru. Maðurinn slasaðist þegar hann tók heljarstökk á hjóli sínu og lenti á bakinu. Hann var með fulla meðvitund þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn en maðurinn kenndi sér eymsla í baki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×