Erlent

30 hafa farist í aurskriðum í Kólumbíu

Mynd/AP

Óttast er að allt að þrjátíu manns hafi farist í aurskriðum í Kólumbíu í gær. Mikil úrkoma hefur verið í suðvesturhluta landsins að undanförnu og því hafa ár flætt yfir bakka sína svo um munar. Þorp í fjallahéruðum eru í sérstaklega mikilli hættu þar sem lítið þarf til að gegnsósa jarðvegurinn komist á hreyfingu. Þegar er búið að rýma fjölda heimila og flytja íbúa þeirra á brott. Náttúruhamfarir á borð við þessar eru algegnar í Kólumbíu en á síðasta ári fórust hundrað Kólumbíumenn í flóðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×