Fleiri fréttir

Samfylkingin ekki af baki dottin

Fylgi Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg hrynur samkvæmt nýrri skoðanakönnun NFS; fer úr rúmum 40 prósentum í rúm tuttugu. Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn ekki sigraðan þrátt fyrir þetta.

Nærri fimmtíu tilboð í þrjár lóðir í Norðlingaholti

Alls bárust 47 tilboð frá 20 aðilum í byggingarrétt í Norðlingaholti, en tilboðin voru opnuð hjá Framkvæmdasviði í gær. Boðinn var út byggingarréttur á tveimur lóðum fyrir atvinnuhúsnæði og á einni lóð fyrir 27 - 30 íbúða fjölbýlishús.

Rússar skora á Írana að láta af kjarnorkuvinnslu

Íranar hafa færst skrefi nær atómsprengjunni eftir að þeir tilkynntu í gær að þeim hefði tekist að auðga úran. Rússar skoruðu á Írana í morgun að láta af kjarnorkuvinnslu sinni.

AFA krefst þess að vandi öldrunarheimila verði leystur strax

Aðstandendafélag aldraðra krefst þess að vandi öldrunarheimila verði tafarlaust leystur með hækkun daggjalda og hækkun launa ófaglærðra starfsmanna heimilanna. Ef lausn finnst ekki á launadeilu starfsmanna hefst vikulangt setuverkfall eftir níu daga.

Myndar líklega ekki ríkisstjórn fyrr en um miðjan maí

Romando Prodi, leiðtogi mið- og vinstrimanna á Ítalíu, segist líklega ekki getað myndað nýja ríkisstjórn fyrr en um miðjan maí þegar nýr forseti landsins hefur verið kosinn. Hann hafnar algjörlega tillögu Silvios Berlusconi, forsætisráðherra og leiðtoga hægrimanna, um myndun samsteypustjórnar.

Verðmunur á bensínlítra allt að 13 krónur

Allt að sex hundruð króna verðmununur var á því í morgun að fylla bensíngeymi á meðal fólksbíl, eftir því hvar bensínið var keypt og verðmunur á lítra fór upp í þrettán krónur. Hækkandi bensínverð hefur lyft verðbólgunni yfir fimm prósent, samkvæmt nýrri vísitölu neysluverðs.

Áframhaldandi árásir í Bagdad

Þrír óbreyttir borgarar og einn lögreglumaður létust þegar sprengja sprakk nærri lögreglubíl í norðurhluta Bagdad-borgar í morgun. Þá særðust þrír lögreglumenn til viðbótar og einn vegfarandi.

Nagladekkin af, á með sumardekk

Á laugardag eiga allir bifreiðaeigendur að vera búnir að skipta nagladekkjunum út fyrir sumardekk. Frá og með 15. apríl er ólöglegt að keyra um á nagladekkjunum og geta þeir sem það gera átt von á að vera sektaðir fyrir en sekt vegna aksturs á negldum hjólbörðum er 5000 krónur. Nagladekkin má svo setja aftur undir bílana 31. október

Nýi Baldur ekki enn kominn til landsins

Nýi Baldur er ekki enn kominn til landsins en til stóð að hann hæfi siglingar yfir Breiðarfjörð í dag. Skipið hefur lent í vonsku veðri á heimleiðinni og verður ekki á móts við Færeyjar fyrr en undir kvöld. Hugsanlega verður dokað þar eitthvað við þar sem spáð er stormi á suðausuturmiðum.

Verðbólga orðin 5,5 prósent á ársgrundvelli

Verðbólga í landinu er nú 5,5 prósent ársgrundvelli samkvæmt tölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Vísitala neysluverðs mælist nú 255,2 stig og hækkaði um 1,14 prósent frá fyrra mánuði. Verðbólga hefur ekki mælst hærri í fjögur ár.

57 manns féllu í sjálfsmorðssprengjuárás

Að minnsta kosti fimmtíu og sjö manns féllu þegar tvær sjálfsmorðssprengjuárásir voru gerðar í suðurhluta Pakistans á mánudag. Fjöldi súnnía var saman kominn til bænastundar þegar árásirnar voru gerðar. Þá særðust fjölmargir í árásunum og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka. Hryðjuverkaárásum hefur fjölgað mikið í Pakistan síðan landið gerðist bandamaður Bandaríkjanna eftir árásirnar á New York og Washington þann 11. september árið 2001.

Ökumaður slasast í bílveltu

Ökumaður slasaðist og farþegi skrámaðist þegar bíll valt skammt frá Blönduósi í gærkvöld. Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hans. Hálka var á veginum og er slysið rakið til hennar. Víða um land er einhver hálka, sem ökumenn þurfa að gæta sín á þegar halda skal í ferðalög um páskana.

100 kvennakórskonur á leið til Kúbu

Um 100 söngkonur í Léttsveit Reykjavíkur munu leggja land undir fót eftir Páska og halda til Kúbu þar sem þær munu koma fram á alþjóðlegu kóramóti.

Vilja fella niður skatta af styrkjum

Fjórir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram lagafrumvarp um að styrkir úr sjúkra- og styrktarsjóðum stéttarfélaga verði ekki lengur skattskyldir. Fram hefur komið að nær ellefu þúsund einstaklingar greiddu rúmar tvöhundruð og sextíu milljónir króna í skatta af sjúkrastyrkjum árið 2004.

Prodi hafnar tillögu Berlusconis

Romano Prodi, leiðtogi mið- og vinstrimanna á Ítalíu, hafnaði í gær tillögu Silvios Berlusconis, forsætisráðherra og leiðtoga fylkingar hægrimanna, um myndun samsteypustjórnar. Berlusconi hefur neitað að játa sig sigraðan fyrr en atkvæði hafa verið endurtalin en vinstri fylking Prodis hlaut meirihluta í báðum deildum þingsins. Munurinn gæti þó ekki hafa verið minni í efri deildinni

Sjálfstæðisflokkur tvöfaldar fylgi sitt í Árborg

Sjálfstæðisflokkurinn tvöfaldar fylgi sitt í Árborg frá síðustu sveitarstjórnarkosningum og næði hreinum meirihluta samkvæmt nýrri skoðanakönnun NFS. Samfylkingin hrapar hinsvegar úr rúmum 40 prósentum niður í rúm tuttugu og fylgi Framsóknarflokksins lækkar úr 28 prósentum niður í 18 prósent. Vinstri grænir bæta heldur við sig, en næðu ekki inn manni og fylgi Frjálslynda flokksins er vart mælanlegt.

Íranar farnir að auðga úran

Íranar eru farnir að auðga úran til framleiðslu á kjarnorkueldsneyti fyrir raforkuver landsins. Forseti landsins staðfesti þetta í sjónvarpsávarpi í gær. Donald Rumsfeld, varnarmálráðherra Bandaríkjanna, sagði Írana vera á rangri leið og leitað yrði allra leiða til að stöðva þá í áætlunum sínum.

Kína gerir tilslakanir gagnvart Bandaríkjunum

Kína hefur gert nokkrar viðskiptatilslakanir gagnvart Bandaríkjunum nú skömmu áður en að forseti landsins, Hu Jintao, heimsækir Bandaríkin í næstu viku. Yfirvöld í Peking hafa afnumið innflutningsbann á bandarísku nautakjöti og gert bandarískum fyrirtækjum auðveldara að bjóða í samninga á vegum ríkissins.

Sýkti svanurinn ef til vill á leið til Íslands

Svanurinn, sem fannst dauður í Skotlandi á dögunum, og var síðar greindur með fuglaflensuveiru af gerðinni H5N1, var ef til vill á leið til Íslands að sögn Martins Fowlie, hjá breska fuglafræðifélaginu. Frá þessu greinir fréttastofan BBC. Um var að ræða álft en ekki hnúðsvan eins og haldið var fram í fyrstu.

Blúshátíð í Reykjavík sett

Blúshátíð í Reykjavík var sett í dag og var söngkonan Andrea Gylfadóttir heiðruð við það tilefnið fyrir framlag sitt til blústónlistar.

Stjórmálaflokkar koma til með að slá met í auglýsingum

Búist er við því að stjórnmálaflokkar hér á landi slái met í útgjöldum til auglýsinga fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þjóðahreyfingin hefur skorað á alla stjórnmálaflokka að auglýsa ekki í ljósvakamiðlum fyrir komandi kosningar til að knýja á um að lög eða samkomulag verði gert um auglýsingar stjórnmálaflokka.

Vilja sleppa skatti af sjúkrastyrkjum

Fjórir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram lagafrumvarp um að styrkir úr sjúkra- og styrktarsjóðum stéttarfélaga verði ekki lengur skattskyldir. Fram hefur komið að nær ellefu þúsund einstaklingar greiddu rúmar 260 milljónir króna í skatta af sjúkrastyrkjum árið 2004.

Öflugra og hagkvæmara fjölþjónustunet

Og Vodafone hefur tekið í notkun MetroNet; nýja kynslóð af fjölþjónustuneti sem sameinar flutning á tali, mynd og gögnum yfir eina tengingu til fjölda starfsstöðva fyrirtækja. MetroNetið, sem hentar öllum gerðum fyrirtækja, er ný kynslóð gagnatenginga sem er bæði tæknilega fullkomnari, hagkvæmari og einfaldari en hefðbundnar tengingar. Flutningshraði netsins er frá 512 kb/s og upp í 1.000 Mb/s.

Holtasóley verður þjóðarblóm

Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að holtasóley verði valin þjóðarblóm Íslendinga. Landbúnaðarnefnd Alþingis hefur mælt með því við þingheimur samþykki þingsályktunartillögu í þessa veru.

Byggja björgunarmiðstöð

Björgunarsveit Hafnarfjarðar og Slysavarnadeildin Hraunprýði gengu í gær frá viljayfirlýsingu við Hafnarfjarðarbæ um uppbyggingu björgunarmiðstöðvar í bænum.

Staðráðnir í halda áfram auðgun úrans

Íran hefur nú bæst í hóp þeirra þjóða sem hafa yfir kjarnorkutækni að ráða og Íranar eru staðráðnir í að halda áfram auðgun úrans. Þetta sagði Íransforseti í dag. Bandaríkjastjórn segir að ef fram fari sem horfi þurfi að ræða næstu skref í kjarnorkudeilunni í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Sjálfstæðisflokkurinn í stórsókn

Sjálfstæðisflokkurinn tvöfaldar fylgi sitt í Árborg og nær hreinum meirihluta samkvæmt nýrri skoðanakönnun NFS. Þrjátíu prósent kjósenda í Árborg hafa snúið baki við Samfylkingunni og Framsóknarflokknum samkvæmt könnuninni.

Dregur úr ferðatíðni á stofnleiðum í páskavikunni

Nokkrir farþegar Strætó bs. hafa haft samband við Fréttastofuna vegna þess að stætisvagnar á stofnleiðum aka ekki á tíu mínútna fresti yfir annamesta tíma dagsins nú í páskavikunni. Eins og gefur að skilja hefur þetta valdið sumum vanda sem ferðast með strætó til vinnu sinnar.

Samið um leigu á 800 fermetra húsnæði til 20 ára

Starsfemi höfuðstöðva Landbúnaðarstofnunar á Selfossi flyst í nýtt 800 fermetra húnsæði á haustdögum. Leigusamningur til næstu 20 ára var undirritaður við eignarhaldsfélagið Merkiland í dag. Jafnframt var undirritaður samstarfssamningur við ráðgjafafyrirtækið Hið íslenska ráðgjafahús um aðstoð við stefnumótun og rekstur nýrrar stofnunar.

Danska sendiráðið í Damaskus opnar á ný

Danska sendiráðið í Damaskus, höfuðborg Sýrlands hefur verið opnað á ný. Á heimasíðu danska ríkisútvarpsins segir að farið verði í að afgreiða umsóknir um dvalarleyfi í Sýrlandi sem fyrst. Starfsemi sendiráðsins hefur legið niðri síðan sendiráðinu var lokað í febrúar þegar deilan um múhamesðteikningarnar stóð sem hæst.

Erfitt að sanna ákæru um rangar sakargiftir

Jóhannes Jónsson í Bónus hefur kært Jón Gerald Sullenberger fyrir rangar sakargiftir, sem hann segir hafa orðið til þess að hann lenti í þriggja ára lögreglurannsókn. Verjandi Jóns Geralds segir að erfitt geti verið að sanna ákæru um rangar sakargiftir.

Hallar á konur í stjórnum stórfyrirtækja

Viðskiptaháskólinn á Bifröst ætlar að þróa jafnréttiskennitölu til að sýna svart á hvítu hvaða árangri íslensk stórfyrirtæki hafi náð í jafnréttismálum. Fyrstu niðurstöður benda til sá árangur sé snautlegur.

Ekki ríkisstjórnarinnar að grípa inn í

Fjármálaráðherra segir að það sé ekki ríkisstjórnarinnar að grípa inn í launadeilur til að leysa úr þeim vanda sem uppi er á dvalarheimilum aldraðra.

Berlusconi vill ríkisstjórn olívubandalags og hægri flokka

Romano Prodi lýsti í dag yfir sigri vinstrimanna í þingkosningunum á Ítalíu en Silvio Berlusconi forsætisráðherra fer fram á endurtalningu. Hann leggur einnig til að fylkingarnar tvær sameinist í stórri ríkisstjórn sem allir landsmenn geti sætt sig við. Miðað við fyrstu viðbrögð úr herbúðum Prodis verður að teljast ólíklegt að tillaga Berlusconis verði að veruleika.

ESSO hækkar bensínverð

Olíufélagið ESSO hækkaði í dag verð á bensínlítranum um kr. 3,60 og dísel- og gasolíu um kr. 2,40.

Hjördís Hákonardóttir skipuð hæstaréttardómari

Hjördís Hákonardóttir hefur verið skipuð hæstaréttardómari. Hún fagnar skipuninni og segir hana ákveðinn sigur, en sem kunnugt er braut Björn Bjarnason dómsmálaráðherra jafnréttislög þegar hann skipaði Hjördísi ekki dómara við Hæstarétt árið tvöþúsund og þrjú.

Hrýs hugur við hvalveiðum

Svæðisstjóri Icelandair á Bretlandseyjum hugsar með hryllingi til þess ef Íslendingar hefja hvalveiðar í atvinnuskyni og þeirra afleiðinga sem slíkt hefði fyrir ferðaþjónustuna. Icelandair hóf fyrir helgi áætlunarflug til Manchester, sem svæðisstjórinn segir vera sautján milljóna manna markað.

Íran í hóp með kjarnorkuvæddum ríkjum

Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, tilkynnti í dag að Íran hefði bæst í hóp þeirra þjóða sem hefðu yfir kjarnorkutækni að ráða. Hann sagði Írana staðráðna í að hefja auðgun úrans á sama stigi og þær þjóðir sem nýti sér kjarnorku. Talsmaður Bush Bandaríkjaforseta sagði málið ekki taka rétta stefnu og ef fram haldi sem horfi verið bandarísk yfirvöld að ræða næstu skref við þær þjóðir sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Berlusconi segir engan geta hrósað sigri

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi bandalags hægriflokka, segir engan flokk geta hrósað sigri í þingkosningunum sem fóru fram í gær og fyrradag. Hann segist aðeins sætta sig við sigur ólívubandalags Romanos Prodis eftir að búið verði að fara yfir atkvæðaseðla.

Vilja sérkjörin burt sem fyrst

Engar efndir hafa orðið á því að eftirlaunalögum yrði breytt þó ár sé síðan forsætisráðherra lofaði að það yrði gert. Þetta sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, á þingi í dag og deildi á forsætisráðherra sem sagði málið ekki stranda á sér.

Hæstiréttur staðfesti dóm vegna stórfellds gáleysis

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir íslenska ríkinu og fæðingarlækni vegna stófellds gáleysis þegar barn lést skömmu eftir að það fæddist. Bætur voru þó lækkaðar. Einn dómari skilaði séráliti og vildi hærri bætur.

Ýtir undir fordóma gegn holdafari

Edda Ýrr Einarsdóttir, formaður Formu, samtaka átröskunarsjúklinga á Íslandi, segir það ekki endilega jákvætt að stúlku hafi verið vísað úr fyrirsætukeppni á grundvelli þess að hún hafi verið of grönn. Hún segir það kynda undir fordómum gegn holdafari sem sem fari æ vaxandi á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir