Innlent

Sex ára fangelsi fyrir sveðjuárás

ÚR MYNDASAFNI Í Héraðsdómi Reykjaness
ÚR MYNDASAFNI Í Héraðsdómi Reykjaness MYND/Stefán

Átján ára gamall piltur, Tindur Jónsson, var dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðist að öðrum pilti með stórum hnífi eða sveðju og hjó ítrekað í höfuð hans og líkama. Fórnarlambið hlaut tvo djúpa skurði á höfði, sprungur í höfuðkúpu og blæðingu á yfirborði heilans, auk varanlegra áverka á hægri hendi. Í dóminum segir að hending hafi ráðið því að ekki hlaust bani af árásinni en hún átti sér stað í ágúst í fyrra. Tindur var einnig dæmdur fyrir fjórar aðrar líkamsárásir og brot á fíkniefna- og vopnalögum. Auk sex ára fangelsisvistar var hinum dæmda gert að greiða fórnarlömbum sínum 1,1 milljón króna í miskabætur og tæpar 2,2 milljónir króna í sakarkostnað.

Hér má sjá dóm Héraðsdómi Reykjaness í heild sinni.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×