Innlent

TF-LÍF í tilraunaflugi yfir höfuðborgarsvæðinu

TF-LÍF
TF-LÍF MYND/Pjetur

Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er nú á flugi yfir höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess til að athuga hvernig hún hefur komið út úr svo kallaðri þrjú þúsund tíma skoðun. Þyrlan hefur verið í slíkri skoðun frá því í febrúar en hún er framkvæmd á þrjú þúsund flugtíma fresti. Vonast er til að skoðuninni ljúki í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×