Innlent

Akureyrarbær flytur viðskipti sín til Glitnis

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á
Akureyri, Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, og Franz Árnason, forstjóri Norðurorku, undirrita samningana í Hlíðarfjalli í dag.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, og Franz Árnason, forstjóri Norðurorku, undirrita samningana í Hlíðarfjalli í dag. MYND/Vísir

Akureyrarbær hefur ákveðið að flytja öll bankaviðskipti sín til Glitnis og

tekur samningurinn til allra bankaviðskipta Akureyrarbæjar að undanskildum langtímalánum bæjarins. Glitnir mun hafa umsjón með útlána- og innlánaviðskiptum bæjarins, innheimtuþjónustu, greiðsluþjónustu og annarri almennri bankaþjónustu. Samningurinn gildir einnig fyrir stofnanir bæjarins og Norðurorku hf.

Á fundi Bæjarráðs Akureyrar þann 9. mars var samþykkt að ganga til viðræðna við Glitni um bankaviðskipti Akureyrarbæjar. Þetta var samþykkt í framhaldi af útboði á viðskiptunum sem í tóku þátt allir bankar og sparisjóðir á Eyjafjarðarsvæðinu. Tilboð Glitnis var metið hagstæðast og því var ákveðið að ganga til samninga við bankann. Þetta er í fyrsta skipti sem Akureyrarbær flytur bankaviðskipti sín milli viðskiptabanka frá árinu 1904.

Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á

Akureyri, og Franz Árnason, forstjóri Norðurorku, munu undirrita samninga

Glitnis við Akureyrarbæ og Norðurorku í Hlíðarfjalli miðvikudaginn 12.

apríl kl. 15:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×