Innlent

Aðhefst ekkert vegna kaupa Fons á Skeljungi

Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa eignarhaldsfélagsins Fons á olíufélaginu Skeljungi af Högum. Gengið var frá kaupunum í lok febrúar og verður Skeljungur dótturfélag Fons. Fram kemur í úrskurði Samkeppniseftirlitsins að nær engra samlegðaráhrifa gæti við samrunann því ekkert fyrirtæki í eigu Fons stundi viðskipti með olíuvörur. Því sé ljóst að samruninn muni ekki hafa skaðleg samkeppnisleg áhrif á sviði olíuviðskipta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×