Fleiri fréttir

Skálmöld í Írak

Átök stigmagnast í Bagdad, þar sem slegið hefur í brýnu milli sjía og súnnímúslima. Fjörutíu manns hafa látið lífið í bílasprengingum í dag við útimarkað í borgarhluta sjíamúslima. Tíu létu lífið í sprengju- og skotárásum í nótt og í morgun og er tala látinna því komin upp í fimmtíu síðasta sólarhringinn.

Sameining samþykkt í A-Húnavatnssýslu

Íbúar Húnavatnshrepps og Áshrepps í Austur- Húnavatnssýslu samþykktu í atkvæðagreiðslu í gær sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Húnavatnshreppur er ekki nema ársgamall en hann varð til þann 1. janúar 2006 þegar sameining Bólstaðarhlíðarhrepps, Svínavatnshrepps, Torfalækjarhrepps og Sveinsstaðahrepps tók gildi. Áshreppur bætist nú í þennan hóp.

Merkur fornleifafundur í Egyptalandi

Hópur egypskra og þýskra fornleifafræðinga rakst fyrir tilviljun á merkilegan fund. Þegar unnið var að viðgerðum á hofinu Amenhotep í borginni Luxor fundust sex líkneski af Sekhmet, fornri egypskri gyðju með ljónshöfuð og kvenmannslíkama.

Grímuklædd reiðsýning

Grímuklæddir knapar og hestar sýna glæsilega tilburði á fjölskylduhátíð sem haldin er í reiðhöllinni nú um helgina. Það eru sjö hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu sem standa að sýningunni í samvinnu við Landsbankann.

Grasalyf gegn fuglaflensu

Íslenskur vísindamaður er að þróa bóluefni gegn fuglaflensu úr plöntum. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Efnaverkfræðingurinn Örn Aðalsteinsson fer fyrir hópi vísindamanna, en hann er forstjóri InB:Biotechnologies í Bandaríkjunum.

Merki Glitnis hengt upp á Kirkjusandi

Í morgun var verið að setja nýtt nafn og merki fyrrum Íslandsbanka, nú Glitnis, við Kirkjusand. Glitnir er með 25 útibú víða um land og væntanlega verða þau merkt á næstu dögum. Heimasíða bankans er orðin rauð og þeir sem fara inn á heimabankann sem isb.is eru sendir beint á veffangið glitnir.is.

Serbar kenna stríðsglæpadómstólnum um dauða Mílósevits

Niðurstöður úr krufningu á líki Mílósevitsberast í kvöld eða fyrramálið, og og þar með verður dánarorsökin vætanlega ljós. Serbneskur réttarlæknir verður viðstaddur krufninguna að kröfu Serba, sem telja Stríðsglæpadómstólinn bera ábyrgð á dauða hans.

Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar

Flugvél frá flugfélaginu New Sealand var snúið til Keflavíkurflugvallar þegar uppgötvaðist að einhver ólestur var á kælingu tækja. Vélin var þá stödd 514 sjómílur í suðvestur af Íslandi og lenti vélin heilu og höldnu í Keflavík í morgun.

Opið í Bláfjöllum

Fannfergið í nótt dugði til svo að loks mætti opna aftur í Bláfjöllum eftir að lyfturnar höfðu staðið óhreyfðar í tæpa tvo mánuði. Það má því búast við löngum röðum í lyfturnar í dag enda margir óþreyjufullir að komast á skíði.

Bretar þróa nýja kjarnaodda

Blaðið Sunday Times hefur eftir leynilegum uppljóstrurum í utanríkisþjónustu Bretlands að Bretar séu að þróa nýja tegund kjarnaodda. Stefnt er að því að ekki þurfi að prófa kjarnaoddana með sprengingu, þar sem það myndi brjóta í bága við núgildandi bann við kjarnorkuprófunum, heldur vonast menn til að geta látið tilraunir á rannsóknastofum duga.

Sumarbústaður alelda

Gamall sumarbústaður í Norðlingaholti varð alelda í nótt. Bústaðurinn er í rjóðri rétt fyrir utan nýja hverfið. Slökkviliðið var kallað út klukkan rúmlega þrjú og stóð slökkvistarf í einn og hálfan klukkutíma. Fara þurfti aftur á staðinn í morgun til að slökkva í glóðum.

Fannfergi í Reykjavík

Blautum snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í nótt og margir hafa væntanlega komið að bílum sínum freðnum. Þá er bara að munda sköfurnar og muna að hreinsa ísinn almennilega af rúðunum. Frá Vegagerðinni berast þær upplýsingar að snjóþekja sé víða í Árnes- og Rangárvallasýslu, hálka og þoka á Hellisheiði og í Þrengslum, snjóþekja víða á Vesturlandi og hálka á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir og snjóþekja er víða á Austurlandi. Mokstur stendur yfir.

Giftingarhringar og farsímar í páskaeggjum

Ótrúlegust hlutir geta leynst í páskaeggjum en á síðustu árum hafa giftingarhringir og gsm símar verið meðal þess sem þar hefur mátt finna. Páskaeggin byrja að streyma í verslanir eftir helgi.

Íslandsbanki heitir nú Glitnir

Íslandsbanki, sem slíkur, er ekki lengur til. Glitnir er hið nýja nafn bankans. Forstjórinn segir að Íslandsbanki hafi verið eitt besta nafn sem hægt var að nota, en hið nýja henti betur fyrir starfsemina í dag.

Tævanir mótmæla vopnakaupum

Tugþúsundir Tævana gengu fylktu liði um götur Tæpei í dag til þess að mótmæla því að nefnd um sameiningu við Kína hafi verið lögð niður.

Tíu létust í Bagdad

Í það minnsta tíu létu lífið í árásum í Bagdad í nótt og morgun. Bílsprengja sprakk við erilsama götu í Vestur-Bagdad og varð sex manns að bana en tólf manns slösuðust. Sprengjunni var beint að lögreglubíl í hverfi súnnímúslima og létust þrír af lögreglumönnunum sem í honum voru.

Íslandsbanki verður Glitnir

Íslandsbanki veitir þjónustu sína héðan í frá undir nafninu Glitnir. Þetta var tilkynnt á fundi bankans í dag. Samhliða nýju nafni tekur bankinn upp nýtt merki og útlit. Dótturfélög bankans og skrifstofur í fimm löndum heita einnig framvegis Glitnir.

Valgerður sakar Styrmi um óvild í sinn garð

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra sakar ritstjóra Morgunblaðsins um óvild í sinn garð. Hún telur ritstjórann jafnvel eiga erfitt með að eiga eðlileg samskipti við konur án þess að tala niður til þeirra.

Vatnalög til iðnaðarnefndar

Iðnaðarnefnd Alþingis kemur saman til fundar á mánudag, meðal annars til að ræða hugsanlega réttaróvissu vegna Kárahnjúka í tengslum við vatnalög. Umræðu um frumvarpið umdeilda var frestað í dag. Iðnaðarráðherra segir þingmenn Vinstri grænna hafa reynt að falsa ummæli hennar um málið.

Mikill viðbúnaður vegna væntanlegs Kötlugoss

Ef Katla gýs gæti fylgt gosinu gríðarstórt jökulhlaup sem talið er geta verið nærri sjö sinnum stærra en hlaupið á Skeiðarársandi árið 1996. Undirbúningsvinna vegna væntanlegrar rýmingar stendur yfir en rýma gæti þurft svæðið frá Þykkvabæ og austur fyrir Meðalland.

07.07.07 vinsæll brúðkaupsdagur

Flestir laugardagar yfir sumartímann eru vinsælir til þess að ganga í það heilaga. Einn laugardagur virðist þó ætla að verða öðrum vinsælli en það er sjöundi júlí á næsta ári og eru dæmi um að kirkjur séu uppbókaðar á þessum tíma.

París á suðupunkti

Óttast er að upp úr sjóði í París í kvöld líkt og í gærkvöldi, þegar óeirðalögregla réðst gegn námsmönnum sem höfðu lagt undir sig Sorbonne-háskóla. Íslendingar í París segja að andrúmsloftið minni einna helst á stúdentaóeirðirnar 1968.

Umræðum um vatnalög frestað fram á mánudag

Umræðum á Alþingi um umdeild vatnalög var frestað laust fyrir klukkan fjögur. Það var gert að ósk Birkis Jóns Jónssonar formanns iðnaðarnefndar, en fundur í nefndinni um málið hefur verið boðaður á mánudag.

Símkerfið gaf sig undan álagi

Fullkomið brúðkaup, leikritið sem sló öll aðsóknarmet á Akureyri í vetur, er að endurtaka leikinn í Borgarleikhúsinu í Reykjavík. Símkerfi leikhússins sprakk í morgun og á fyrsta degi miðasölu í gær seldust fjögur þúsund miðar. Sýningar hefjast í lok apríl.

Marteinn leiðir í Mosfellsbæ

Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista framsóknarmanna til sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ var samþykktur einróma á fjölmennum félagsfundi í gær. Marteinn Magnússon, markaðsstjóri skipar fyrsta sæti listans.

Spólað í skíðabrekkunni

Óprúttinn ökumaður skemmdi gróður og skíðafæri fyrir börnum í Grafarvogi í morgun eða nótt með því að spóla í hringi í skíðabrekkunni við Dalshús.

Sól og þoka á alpamóti

Bikarmót í alpagreinum 15 ára og eldri fer fram í Tungudal á Ísafirði nú um helgina. Færi er með besta móti og veður stillt að sögn Jakobs Tryggvasonar hjá Skíðafélaginu. Um 60 þátttakendur taka þátt í mótinu.

Milosevic látinn

Slobodan Mílósevits, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, fannst látinn í fangaklefa sínum í Haag í morgun, þar sem réttað hefur verið yfir honum vegna stríðsglæpa síðan árið 2002.

Tvennar sameiningarkosningar

Tvennar kosningar um sameiningu sveitarfélaga fara fram í dag. Annars vegar í Strandasýslu þar sem kosið er um sameiningu Broddaneshrepps og Hólmavíkurhrepps og hins vegar í Austur- Húnavatnssýslu þar sem kosið verður um sameiningu Áshrepps og Húnavatnshrepps.

Getur hækkað verð fyrirtækja

Ný raforkulög sem tóku gildi um áramótin hafa töluverð áhrif á mörg iðnfyrirtæki. Verði hækkunum velt út í verðlagið geta þær numið yfir 20%.

Ungir og aldnir tefla til sigurs

Mona Khaled sigraði Lárus Ara Knútsson, sér langtum stigahærri skákmann, í fimmtu umferð Reykjavíkurskákmótsins í gær, en Mona er Arabameistari kvenna í skák, aðeins ellefu ára að aldri. Bjarni Magnússon, sem á níræðisaldri hefur sjaldan verið sterkari, gerði jafntefli við sterkan alþjóðlegan meistara frá Bandaríkjunum, Ylon Schwarz.

Ráðist inn í Sorbonne

Til óeirða kom í París í nótt þegar óeirðalögregla réðst gegn námsmönnum sem höfðu ráðist inn í Sorbonne-háskóla til að mótmæla frumvarpi um ný atvinnulög fyrir ungmenni.

Þrír fóru út af

Þrír ökumenn misstu stjórn á bílum sínum í hálku á Fífuhvammsvegi í Kópavogi rétt fyrir klukkan tólf í gærkvöldi. Bílarnir lentu ekki saman heldur fóru út af hver á eftir öðrum með mjög skömmu millibili. Engin slys urðu á fólki.

Friðarsinni skotinn

Bandarískur friðarsinni, Tom Fox, var skotinn til bana í haldi mannræningja í Írak. Lík hans fannst í fyrrinótt nálægt Bagdad. Það bar með sér að honum hefði verið misþyrmt.

Hafnaði á vegriði

Umferðarslys varð á Reykjanesbraut í Hvassahrauni rétt fyrir miðnætti í gær. Hálkan var mikil og missti ökumaður vald á bifreið sinni sem hafnaði á vegriði. Þrír farþegar sem voru í bifreiðinni kenndu ekki til eymsla en ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahús í Reykjavík, vegna eymsla í hálsi og baki. Bifreiðin var óökufær og var flutt með dráttarbifreið.

Skíðasvæði opin fyrir norðan

Skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu eru lokuð. Þó að snjó hafi kyngt niður í nótt þá er enn of lítill snjór í fjöllum til að hægt sé að opna. Hins vegar eru skíðasvæðin opin fyrir norðan.

Veist að lögreglumönnum

Veist var að lögreglumönnum við heimahús í Garðabæ um klukkan eitt í nótt og þeir slegnir. Samkvæmi var í húsinu og hafði lögregla upphaflega verið kölluð til vegna hávaða og fór hún á staðinn og bað húsráðendur að hafa lægra.

Kokteilsósubað og lundadiskódans

Sumar konur eru sjúkar í súrar gúrkur, aðrar hafa unun af því að fara í kokteilsósubað. Lundar geta líka dansað diskó og múmíur byggt sér kofa. Í Nýlistasafni Íslands í kvöld var hægt berja augum ýmislegt sem sjaldnast birtist almenningi. Það voru nemendur Listaháskóla Íslands sem buðu upp á gjörning í Nýlistasafninu og þar kenndi ýmissa grasa.

Skiptar skoðanir um heilbrigðismál

Skiptar skoðanir eru á álitum nefnda heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um endurskilgreiningu verksviða innan heilbrigðisþjónustunnar. Álitunum er ætlað að móta framtíðarumgjörð íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Haldinn var opinn kynningar- og umræðufundur um niðustöður tveggja nefnda sem báðar fjalla um þau grundvallaratriði og lagaramma sem íslensku heilbrigðiskerfi er ætlað að mótast af.

Fjögurra bíla árekstur í Grímsnesi

Fjórir bílar lentu í árekstri við Minniborg í Grímsnesi á níunda tímanum í kvöld. Enginn slasaðist alvarlega í árekstrinum en tveir voru þó fluttir á brott með sjúkrabíl. Ekki fengust upplýsingar um tildrög slyssins nú rétt fyrir tíu.

Boðað til helgarfundar um vatnalög

Þingheimur hefur verið boðaður saman til fundar á morgun til að ræða frumvarp til vatnalaga. Umræður um frumvarpið hafa þegar staðið yfir í rúman sólarhring og ganga ásakanirnar á víxl milli stjórnarliða og stjórnarandstæðinga.

Spá áframhaldandi hárri verðbólgu

Verðbólgan helst há næstu mánuði og mun ef eitthvað er aukast frá því sem nú er. Þetta er meðal þess sem má lesa úr umsögnum greiningardeilda bankanna um nýjustu verðbólgumælingar.

Sluppu lítið meiddir úr bílveltu

Þrír menn sluppu lítið meiddir þegar bíll þeirra valt og endaði á hvolfi rétt fyrir ofan Gullinbrú á leið í Grafarvog snemma í kvöld. Meiðsl mannanna virðast vera minniháttar en einn þeirra er nú til rannsóknar á slysadeild Landspítalans.

Stundum áhættustýringu, ekki spákaupmennsku

Prófessor í hagfræði segir Landsvirkjun stunda spákaupmennsku vegna sölu áls fram í tímann og tapið á þeim viðskiptum sé rúmir fimm milljarðar. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar segir þetta byggt á misskilningi. Um sé að ræða áhættustýringu sem eigi rætur sínar að rekja til þess að Landsvirkjun fái að hluta til greitt fyrir orku með áli.

Deilt um eignarrétt á vatni

Hver á vatnið? Það er spurning sem skekur Alþingi og veldur því að kalla þarf þing til fundar á morgun, laugardag.

Sjá næstu 50 fréttir