Erlent

Bretar þróa nýja kjarnaodda

MYND/AP

Blaðið Sunday Times hefur eftir leynilegum uppljóstrurum í utanríkisþjónustu Bretlands að Bretar séu að þróa nýja tegund kjarnaodda. Stefnt er að því að ekki þurfi að prófa kjarnaoddana með sprengingu, þar sem það myndi brjóta í bága við núgildandi bann við kjarnorkuprófunum, heldur vonast menn til að geta látið tilraunir á rannsóknastofum duga.

Nýja tæknin mun leysa af hólmi svokallaða Trident kjarnaodda og hermt er að Bandaríkjamenn vinni að svipuðum rannsóknum. Bretar eru hins vegar komnir lengra að sögn Sunday Times og hafa þeir unnið að rannsóknum síðan í maí, þegar Tony Blair náði endurkjöri sem forsætisráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×