Innlent

Giftingarhringar og farsímar í páskaeggjum

MYND/Gunnar

Ótrúlegust hlutir geta leynst í páskaeggjum en á síðustu árum hafa giftingarhringir og gsm símar verið meðal þess sem þar hefur mátt finna. Páskaeggin byrja að streyma í verslanir eftir helgi.

Þrjú íslensk fyrirtæki framleiða páskaegg Nói og Siríus, Góa og Móna. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjunum eru framleidd í kringum fjögurhundruð þúsund páskaegg í ár, meira eitt páskaegg á hvert mannsbarn. Þá er aðeins miðað við þau páskaegg sem eru seypt á fæti en ef minnstu eggjunum er bætt við þá rúmlega tvöfaldast talan. Flest fyrirtækin hófu framleiðslu sína í kringum áramótin.

Tugir starfsmanna vinna við framleiðsluna og vinsældir eggjanna virðast langt frá því dvínandi. Hjá fyrirtækjunum fengust þær upplýsingar að salan á páskaeggjum hafi verið að aukast á undanförnum árum. Þar getur að þeirra mati spilað inn í að páskaegg eru hlutfallslega ódýrari en áður og fólk er að kaupa sífellt stærri egg.

Séróskir um egg eru alltaf nokkrar og hefur ýmislegt verið sett í eggin í gegnum tíðina eins og gsm símar, giftingarhringir, skartgripir og bréf með bónorði. Ástæðurnar eru margar en allt er þetta gert til að koma þeim sem eggið fær á óvart og gleðja. Nokkuð víst má telja að nýgift kona hafi verið alsæl eftir að hafa opnað páskaegg sitt daginn eftir brúðkaupið og fundið þar flugfarseðla til Karabíahafsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×