Innlent

Ungir og aldnir tefla til sigurs

Bjarni Magnússon.
Bjarni Magnússon. MYND/ E. Ól.

Mona Khaled sigraði Lárus Ara Knútsson, sér langtum stigahærri skákmann, í fimmtu umferð Reykjavíkurskákmótsins í gær, en Mona er Arabameistari kvenna í skák, aðeins ellefu ára að aldri. Bjarni Magnússon, sem á níræðisaldri hefur sjaldan staðið sterkari, gerði jafntefli við sterkan alþjóðlegan meistara frá Bandaríkjunum, Ylon Schwarz.

Miklar sviptingar hafa átt sér stað á efstu borðum, en eftir 5 umferðir eru nú tveir efstir og jafnir, Gabriel Sargissian frá Armeníu og Hichem Hamdouchi frá Marokkó, með 4,5 vinninga. Mamedyarov, stigahæsti maður mótsins, og Harikrishna, stórmeistarinn indverski, koma í humátt á eftir þeim með 4 vinninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×