Innlent

Veist að lögreglumönnum

MYND/Róbert

Veist var að lögreglumönnum við heimahús í Garðabæ um klukkan eitt í nótt og þeir slegnir. Samkvæmi var í húsinu og hafði lögregla upphaflega verið kölluð til vegna hávaða og fór hún á staðinn og bað húsráðendur að hafa lægra.

Á leiðinni í bílinn aftur sáu þeir hvar unglingsstúlka lá ofurölvi í garðinum. Þegar lögreglumennirnir ætluðu að hjálpa henni á fætur og færa hana í lögreglubílinn réðust tveir menn úr samkvæminu á þá svo beita þurfti úðavopni. Á meðan liðsauki var á leiðinni höfðu mennirnir sig á brott og hafa þeir ekki enn verið yfirheyrðir en vitað er hverjir þarna voru á ferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×