Erlent

Skálmöld í Írak

Átök stigmagnast í Bagdad, þar sem slegið hefur í brýnu milli sjía og súnnímúslima. Fjörutíu manns hafa látið lífið í bílasprengingum í dag við útimarkað í borgarhluta sjíamúslima. Tíu létu lífið í sprengju- og skotárásum í nótt og í morgun og er tala látinna því komin upp í fimmtíu síðasta sólarhringinn.

Vitað er að sprengingarnar eru að einhverju leyti samhæfðar og á ábyrgð sömu manna en enginn hefur enn lýst sprengingunum á hendur sér. Sprengingarnar áttu sér stað í Sadr, þar sem róttæki sjíaklerkurinn Moqtada al Sadr á sér marga stuðningsmenn en hann stjórnar skæruliðaflokknum Mehdi Army.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×