Erlent

Tíu létust í Bagdad

MYND/AP

Í það minnsta tíu létu lífið í árásum í Bagdad í nótt og morgun. Bílsprengja sprakk við erilsama götu í Vestur-Bagdad og varð sex manns að bana en tólf manns slösuðust. Sprengjunni var beint að lögreglubíl í hverfi súnnímúslima og létust þrír af lögreglumönnunum sem í honum voru.

Þrír aðrir létust síðan í skotárás þar sem skotið var úr bíl sem ók fram hjá. Einn þeirra var að sögn félagi í stjórnmálaflokki Kúrda. Einnig lenti sperngja á drykkjaverksmiðju í Suður-Bagdad en þar slasaðist enginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×