Fleiri fréttir Bankaræningi í 19 ára fangelsi David Alexander Toska, höfuðpaurinn að baki bankaráninu í Stavangri í Noregi fyrir tveimur árum, var í hádeginu í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir þátt sinn í því. 12 aðrir voru einnig dæmdir í málinu í dag og voru þeir dæmdir í allt að 17 ára fangelsi. 10.3.2006 15:00 Árdegi kaupir DagGroup Árdegi ehf hefur keypt alla hluti félaga í eigu Róberts Melax í Degi Group og Nordex og á nú félögin 100%. Í byrjun febrúar sl. seldi Dagur Group Senu ehf. til Dagsbrúnar hf. Dagur Group á og rekur 9 BT verslanir, 3 Skífuverslanir, 2 verslanir undir nafni Hljóðfærahússins auk Sony Center í Kringlunni. 10.3.2006 14:47 Farþegum um Leifsstöð fjölgar Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um rúm 4% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmum 89 þúsund farþegum árið 2005 í tæplega 93 þúsund farþega nú. 10.3.2006 14:30 Ólafur F. Magnússon borgarstjóraefni Frjálslynda flokksins Ólafur F. Magnússon er borgarstjóraefni Frjálslynda flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Dóttir oddvitans er í fimmta sæti listans. 10.3.2006 14:00 Samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða Kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur verið samþykktur af miklum meirihluta félagsmanna eða með 91,4% atkvæða. 10.3.2006 13:50 Auðmenn kaupa upp jarðir Nokkrir hópar auðmanna eru að kaupa upp jarðir í stórum stíl vítt og breitt um landið og samþykkti Búnaðarþing í gær tillögu, um að kannað verði hvaða áhrif uppkaupin kunni að hafa á stöðu landbúnaðarins. 10.3.2006 13:45 Verð á brauði og kökum hækkar Verð á brauði og kökum hækkar um allt að fjórðung, ef hækkun á raforkuverði til bakaría vegna nýrra raforkulaga fer út í verðlagið. Þetta segir formaður Landssambands bakarameistara. Hingað til hafa bakarí fengið afslátt af raforku yfir hánóttina, þegar lítið álag er á orkuveitunni. Á móti hefur orkuveitan mátt skrúfa fyrir rafmagnsfrekustu tæki í bakaríum á þeim tímum dags þegar álagið er mest. En eftir að ný orkulög tóku gildi um áramótin segjast forsvarsmenn orkuveitunnar ekki lengur hafa forsendur til að semja á þennan hátt við bakarí. Það þýðir bara eitt..... kostnaður vegna raforku hefur rokið upp í bakaríum. Comment Reynir segist vonast til að þingmenn beiti sér í málinu, enda hafi margir þeirra barist fyrir lægra matvælaverði. Þá sé nefnd á vegum bakara í viðræðum við orkuveituna. Reynir óttast að ef ekkert gerist fljótt neyðist bakarar til að hækka verð og rjúfa þar með sátt. 10.3.2006 13:30 ÖBÍ mótmælir töfum hjá TR Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir þeim töfum sem fyrirsjáanlegar eru á svörum Tryggingastofnunar ríkisins við andmælum bótaþega vegna endurreikninga bóta ársins 2004. Í bréfi stofnunarinnar segir að því miður sé fyrirsjáanlegt að frekari dráttur verði á afgreiðslunni, einkum vegna manneklu og nauðsynlegrar forgangsröðunar verkefna. Því sé ekki ljóst hvernær mál verði tekið fyrir en vonandi verði hægt að ljúka þeim innan sex til átta mánaða. 10.3.2006 13:25 Stóru orðin ekki spöruð á Alþingi Stóru orðin voru ekki spöruð á Alþingi í morgun þegar umræðu um vatnalögin var haldið áfram. Iðnaðarráðherra sagði ekki stein standa yfir steini í málflutningi stjórnarandstöðunnar. Össur Skarphéðinsson var fyrstur í pontu til að ræða störf þingsins og sagði samkomulag EES ríkja um grunn vantatilskipunar ESB í höfn. 10.3.2006 13:15 Deilt um vatnalög Átök um frumvarp til vatnalaga harðna á Alþingi og ásakanir um valdbeitingu og málþóf ganga á víxl. Stjórnarþingmenn segja markmiðið að fá fram skýrt eignarhald á vatni og skynsamlega nýtingu þess, en stjórnarandstaðan segir að verið sé að einkavæða vatnsauðlindina. 10.3.2006 13:10 Björgólfur Thor ríkastur Íslendinga Björgólfur Thor Björgólfsson gæti staðið undir öllum opinberum rekstri á Íslandi í um það bil hálft ár. Hann er númer 350 á lista yfir ríkustu menn veraldar samkvæmt nýjum lista Forbes tímaritsins. 10.3.2006 13:06 Hald lagt á fíkniefni og góss Lögreglumenn, sem stöðvuðu ökumann í nótt og fanst hann grunsamlegur, fundu nokkur grömm af anfetamíni, eitthvað af hassi og maríjuana, þegar þeir leituðu á honum. 10.3.2006 09:45 Grillveisla en ekki eldsvoði Fjölmennt lið slökkviliðsmanna af höfuðborgarsvæðinu var sent á mörgum slökkvibílum að háhýsi við Engihjálla í Kópavogi á tíunda tímanum i gær eftir að tilkynningar bárust um að mikinn reyk legði frá húsinu, en tugir íbúða eru í því. 10.3.2006 09:30 Tók 20 manns í gíslingu Ofsóknarbrjálaður Frakki á fertugsaldri tók meira en 20 manns í gíslingu í skóla utan við Le Mans í gær. Maðurinn, sem kenndi áður við skólann, hélt fólkinu í um fjórar klukkustundir, en sleppti því svo og engan sakaði. 10.3.2006 09:15 Læknar segja meðferð fanga í Guantanamo ámælisverða Rúmlega 250 læknar hafa skrifað undir bréf þar sem meðferð á föngum Bandaríkjahers í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu er gagnrýnd. Sér í lagi gera læknarnir athugasemd við það að næring sé neydd ofan í þá fanga sem séu í mótmælasvelti. 10.3.2006 09:15 5000 milljarða aukalega vegna stríðsreksturs Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, hafa beðið Bandaríkjaþing um aukafjárveitingu upp á rösklega 5000 milljarða króna vegna aðgerða Bandaríkjahers í Írak og Afganistan. Hluti af fénu á þó að fara í neyðaraðstoð vegna fellibylsins Katrínar. 10.3.2006 09:00 Reynt að smygla 380 kartonum Tollgæslan og lögreglan í Borgarnesi fundu 380 karton af sígarettum um borð í flutningaskipinu Sunnu í Grundartangahöfn í gær. Sex skipverjar játuðu á sig að eiga smyglvarninginn. 10.3.2006 08:45 Skóflustunga tekin án byggingarleyfis Borgastjóri tók í gær fyrstu skóflustunguna að stórbyggingu sem á að rísa við Egilshöll í Grafarvogi, án þess að búið væri að sækja um byggingarleyfi hjá byggingafulltrúa. 10.3.2006 08:45 Miklar breytingar framundan Miklar breytingar eru framundan á nafni og ásýnd Íslandsbanka. Athygli hefur vakið að á undanförnum dögum hefur merki bankans verið fjarlægt af allflestum útibúum hans. 10.3.2006 08:30 Hraðfrystistöðvarhúsið við Mýrargötu horfið Gamla Hraðfrystistöðvarhúsið við Mýrargötu er nú endanlega horfið, þremur vikum eftir að byrjað var að rífa það. Framhlið hússins var felld í gærkvöld. 10.3.2006 08:30 Keops er víst í eigu Íslendinga Danska fasteignafyrirtækið Keops hefur keypt umferðarmiðstöðina í Helsingjaborg í Svíþjóð fyrir hátt í 4 milljarða íslenskra króna. Greint er frá þessu á viðskiptasíðu Jótlandspóstsins og segir þar í undirfyrirsögn, með nokkru stolti, að það séu ekki bara íslendingar, sem fjárfesti í útlöndum. Jótlandspóstinum hefur hinsvegar yfirsést að íslenska fyrirtækið Baugur á hvorki meira né minna en þriðjung í Keops. 10.3.2006 08:17 Áhrif jarðakaupa könnuð Búnaðarþing samþykkti í gær tillögu um að kannað verði hvaða áhrif uppkaup auðmanna á jörðum vítt og breitt um landið kunni að hafa á stöðu landbúnaðarins. 10.3.2006 08:15 Arabískt fyrirtæki tekur ekki við rekstir hafna í Bandaríkjunum Arabískt fyrirtæki hefur látið undan þrýstingi frá Bandaríkjaþingi og ákveðið að hætta við að taka yfir stjórn sex hafna í Bandaríkjunum. Fyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hefur keypt breskt fyrirtæki sem hefur séð um rekstur á höfnum í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna. 10.3.2006 08:00 15 ára og réttindalaus á bifhjóli 15 ára réttindalaus piltur á óskráðu bifhjóli, slasaðist þegar hann lenti í árekstri við bíl innanbæjar á Húsavík í gær og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 10.3.2006 07:45 Þyrlu ekki lent aftur á Kolbeinsey Þyrlu verður ekki aftur lent á Kolbeinsey eftir að í ljós kom í gær að liðlega þriðjungur pallsins hefur hrunið einhvern tíma á síðustu tveimur mánuðum. Það styttist því í að þessi fyrrverandi útvörður landsins í norðri hverfi alveg í sæ. 10.3.2006 07:39 Jarðsprengja fellir 26 26 manns féllu þegar jarðsprengja sprakk í suðvesturhluta Pakistans í morgun. Fólkið var á leið í brúðkaup, þegar bifreiðin sem það ferðaðist í keyrði á sprengjuna. 10.3.2006 07:30 Fangar fluttir úr Abu Ghraib Þúsundir fanga verða fluttir úr hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi í nýtt fangelsi á næstu þremur mánuðum. Bandaríski herinn tilkynnti þetta í gær og jafnframt að stjórnvöld í Írak tækju við stjórn fangelsisins á næstunni. Það verður síðan undir þeim komið hvort fangelsinsu verður áfram haldið opnu. 10.3.2006 07:15 Björgólfur Thor á lista yfir þá ríkustu Björgólfur Thor Björgólfsson er númer 350 á lista yfir ríkustu menn veraldar sem Forbes viðskiptatímaritið birtir. Eignir Björgólfs eru metnar á 2,2 milljarða bandaríkjadollara eða sem nemur tæpum 140 miljörðum króna. Hann færst upp um heil 138 sæti síðan á síðasta ári. 10.3.2006 07:00 Tillögur starfshóps ekki studdar lögum Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði, segir skorta lagalegan grundvöll fyrir hugmyndum starfhóps um hugsanleg áföll í efnahagslífinu. Guðjón Rúnarsson fagnar gerð viðbragðsáætlunar en segir mikilvægt að hún sé alþjóðamiðuð. 10.3.2006 04:30 Reynt að slá á efasemdir Mikill áhugi Dana á íslensku efnahagslífi kom berlega í ljós í gær þegar þúsund manns mættu til að hlýða á erindi fimm frammámanna úr íslensku viðskiptalífi í Kaupmannahöfn. En töluverð umfjöllun hefur verið um fjárfestingar íslenskra fyrirtækja í Danmörku síðastliðið ár og um stöðu íslensks efnahagskerfisins. 10.3.2006 04:00 Jóhannes og Gerður leiða listann Bæjarfulltrúarinri Jóhannes Gunnar Bjarnason og Gerður Jónsdóttir skipa tvö efstu sætin á lista Framsóknarflokksins á Akureyri fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Jakob Björnsson, leiðtogi flokksins til margra ára, skipar heiðurssæti listans, það síðasta, en hann hafði áður tilkynnt að hann væri á útleið úr bæjarmálum. 9.3.2006 22:45 Ungir, gamlir, konur, karlar tefla Konur, karlar, ungir, gamlir, múslimar, gyðingar og kristnir sitja nú þungt hugsi í Skákhöllinni í Faxafeni, á aljóðlega Reykjavíkurskákmótinu. Það skitpir engu hvaðan þú kemur eða hverra manna þú ert á Reykjavíkurskákmótinu. Það eina sem máli skiptir er hvort þú hafir áhuga á skák og kannt mannganginn. Á mótinu etja kappi stórmeistarar og minni spámenn, konur og karlar, ungir og gamlir, múslimar og kristnir. 9.3.2006 22:45 Breytingar á ásýnd Íslandsbanka Miklar breytingar eru fram undan á nafni og ásýnd Íslandsbanka. Athygli hefur vakið að á undanförnum dögum hefur merki bankans verið fjarlægt af allflestum útibúum hans. Forráðamenn bankans fara mjög leynt með þessar fyrirhuguðu breytingar og verjast allra fregna þegar innt er eftir þeim. 9.3.2006 22:30 Gamla Hraðfrystistöðvarhússið horfið Gamla Hraðfrystistöðvarhúsið við Mýrargötu er nú endanlega horfið, þremur vikum eftir að byrjað var að rífa það. Andlit hússins féll í kvöld. 9.3.2006 22:16 Mótmæla vinnubrögðum ríkisins Blindrafélagið mótmælir vinnubrögðum ríkisins við undirbúning frumvarps um sameiningu Sjónstöðvar Íslands og Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar. Félagsmenn eru afar óhressir með að ekki var haft samráð við hagsmunafélög sem málið varðar. Í kvöld hélt Blindrafélagið félagsfund sem var sá fjölsóttasti í áraraðir. Umræðuefnið var frumvarp ríkisstjórnarinnar um sameiningu Sjónstöðvar Íslands og Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og sat heilbrigðisráðherra fundinnn. 9.3.2006 22:09 Páfagaukur talinn hafa sýkt hjón Mögulegt er að sýking úr páfagauki hafi orðið til þess að hjón frá Akureyri veiktust alvarlega. Páfagaukaveiki er þekktur sjúkdómur sem hefur valdið fólki bana. 9.3.2006 22:00 Öryrki eftir störf á sjúkrahúsi Flestir fara á sjúkrahús til að fá bót meina sinna, en í tilfelli Hildar Stefánsdóttur, var það á sjúkrahúsi sem veikindi hennar hófust. Landspítalinn verður að greiða Hildi Stefánsdóttur tæpar sjö milljónir króna í bætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna meðhöndlunar skaðlegra efna þegar hún vann á spítalanum. 9.3.2006 21:53 Mikill viðbúnaður en lítil hætta Slökkvibílar frá öllum stöðvum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru kallaðar að Engihjalla 17 þar sem reykur stóð af svölum á fimmtu hæð fjölbýlishúss. Ekki reyndist þó mikil hætta á ferð því reykurinn var frá grilli sem stóð á svölunum. 9.3.2006 21:23 Innbrotum snarfækkar í Kópavogi Innbrotum í Kópavogsumdæmi fækkaði um 36% milli áranna 2005 og 2006, þjófnuðum fækkaði um 21% og eignaspjöllum um 28,5%, samkvæmt skýrslu sem Lögreglan í Kópavogi hefur gefið út. Smáralindin er vinsælasta skotmark búðarþjófa. 9.3.2006 20:18 Ísland er fimmta skuldugasta ríki í heimi Bankamenn fullyrða að skýrsla verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch sé óvönduð og full af rangfærslum, en skýrslan, ásamt uggvænlegum tölum um viðskiptahalla, hafa þrýst gengi krónunnar niður. Einungis fjögur ríki í heiminum, þar af þrjú í Afríku, skulda nú meira en Íslendingar. 9.3.2006 19:29 Tómt mál að ganga í EMU en vera utan ESB Bæði Evrópusinnar og andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu, segja tómt mál að tala um að taka upp evruna án þess að ganga í sambandið, eins og viðskiptaráðherra hefur reifað. 9.3.2006 19:14 Deilt um vatnalög Frumvarp um vatnalög er meingallað og hefur þegar sett störf þingsins úr skorðum, segir forysta stjórnarandstöðunnar, en frumvarpið hefur verið rætt í 25 klukkustundir samtals. Þingmenn stjórnarandstöðu eru æfir vegna ákvörðunar þingforseta um að kalla þingið saman á morgun og laugardag til að ljúka umræðunni. 9.3.2006 19:09 Evran á alþingi Ekki er einhugur innan ríkisstjórnarinnar um hvort skoða eigi aðild að Myntbandalagi Evrópu eins og viðskiptaráðherra vill. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á evrunni á alþingi í dag en hann segir viðskiptaráðherra hafa bilað á taugum vegna sviptinga í fjármálalífinu. 9.3.2006 19:04 Tónlistarhús fyrir 24 milljarða Ríki og borg skuldbundu sig í dag til að leggja fram tæpar sjö hundruð milljónir króna á ári í 35 ár , eða um 24 milljarðakróna, þegar samningur um nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús við Reykjavíkurhöfn var undirritaður með pompi og pragt. 9.3.2006 19:02 Átta mánaða fangelsi fyrir rán Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í átta mánaða fangelsi fyrir rán sem hann framdi í félagi við annan mann í verslun tíu-ellefu í Kópavogi í apríl í fyrra. Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa ógnað starfsstúlku verslunarinnar með skrúfjárni og skipað henni að opna peningakassanna en hann hafði 35 þúsund krónur upp úr krafsinu. 9.3.2006 18:45 Sjá næstu 50 fréttir
Bankaræningi í 19 ára fangelsi David Alexander Toska, höfuðpaurinn að baki bankaráninu í Stavangri í Noregi fyrir tveimur árum, var í hádeginu í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir þátt sinn í því. 12 aðrir voru einnig dæmdir í málinu í dag og voru þeir dæmdir í allt að 17 ára fangelsi. 10.3.2006 15:00
Árdegi kaupir DagGroup Árdegi ehf hefur keypt alla hluti félaga í eigu Róberts Melax í Degi Group og Nordex og á nú félögin 100%. Í byrjun febrúar sl. seldi Dagur Group Senu ehf. til Dagsbrúnar hf. Dagur Group á og rekur 9 BT verslanir, 3 Skífuverslanir, 2 verslanir undir nafni Hljóðfærahússins auk Sony Center í Kringlunni. 10.3.2006 14:47
Farþegum um Leifsstöð fjölgar Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um rúm 4% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmum 89 þúsund farþegum árið 2005 í tæplega 93 þúsund farþega nú. 10.3.2006 14:30
Ólafur F. Magnússon borgarstjóraefni Frjálslynda flokksins Ólafur F. Magnússon er borgarstjóraefni Frjálslynda flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Dóttir oddvitans er í fimmta sæti listans. 10.3.2006 14:00
Samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða Kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur verið samþykktur af miklum meirihluta félagsmanna eða með 91,4% atkvæða. 10.3.2006 13:50
Auðmenn kaupa upp jarðir Nokkrir hópar auðmanna eru að kaupa upp jarðir í stórum stíl vítt og breitt um landið og samþykkti Búnaðarþing í gær tillögu, um að kannað verði hvaða áhrif uppkaupin kunni að hafa á stöðu landbúnaðarins. 10.3.2006 13:45
Verð á brauði og kökum hækkar Verð á brauði og kökum hækkar um allt að fjórðung, ef hækkun á raforkuverði til bakaría vegna nýrra raforkulaga fer út í verðlagið. Þetta segir formaður Landssambands bakarameistara. Hingað til hafa bakarí fengið afslátt af raforku yfir hánóttina, þegar lítið álag er á orkuveitunni. Á móti hefur orkuveitan mátt skrúfa fyrir rafmagnsfrekustu tæki í bakaríum á þeim tímum dags þegar álagið er mest. En eftir að ný orkulög tóku gildi um áramótin segjast forsvarsmenn orkuveitunnar ekki lengur hafa forsendur til að semja á þennan hátt við bakarí. Það þýðir bara eitt..... kostnaður vegna raforku hefur rokið upp í bakaríum. Comment Reynir segist vonast til að þingmenn beiti sér í málinu, enda hafi margir þeirra barist fyrir lægra matvælaverði. Þá sé nefnd á vegum bakara í viðræðum við orkuveituna. Reynir óttast að ef ekkert gerist fljótt neyðist bakarar til að hækka verð og rjúfa þar með sátt. 10.3.2006 13:30
ÖBÍ mótmælir töfum hjá TR Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir þeim töfum sem fyrirsjáanlegar eru á svörum Tryggingastofnunar ríkisins við andmælum bótaþega vegna endurreikninga bóta ársins 2004. Í bréfi stofnunarinnar segir að því miður sé fyrirsjáanlegt að frekari dráttur verði á afgreiðslunni, einkum vegna manneklu og nauðsynlegrar forgangsröðunar verkefna. Því sé ekki ljóst hvernær mál verði tekið fyrir en vonandi verði hægt að ljúka þeim innan sex til átta mánaða. 10.3.2006 13:25
Stóru orðin ekki spöruð á Alþingi Stóru orðin voru ekki spöruð á Alþingi í morgun þegar umræðu um vatnalögin var haldið áfram. Iðnaðarráðherra sagði ekki stein standa yfir steini í málflutningi stjórnarandstöðunnar. Össur Skarphéðinsson var fyrstur í pontu til að ræða störf þingsins og sagði samkomulag EES ríkja um grunn vantatilskipunar ESB í höfn. 10.3.2006 13:15
Deilt um vatnalög Átök um frumvarp til vatnalaga harðna á Alþingi og ásakanir um valdbeitingu og málþóf ganga á víxl. Stjórnarþingmenn segja markmiðið að fá fram skýrt eignarhald á vatni og skynsamlega nýtingu þess, en stjórnarandstaðan segir að verið sé að einkavæða vatnsauðlindina. 10.3.2006 13:10
Björgólfur Thor ríkastur Íslendinga Björgólfur Thor Björgólfsson gæti staðið undir öllum opinberum rekstri á Íslandi í um það bil hálft ár. Hann er númer 350 á lista yfir ríkustu menn veraldar samkvæmt nýjum lista Forbes tímaritsins. 10.3.2006 13:06
Hald lagt á fíkniefni og góss Lögreglumenn, sem stöðvuðu ökumann í nótt og fanst hann grunsamlegur, fundu nokkur grömm af anfetamíni, eitthvað af hassi og maríjuana, þegar þeir leituðu á honum. 10.3.2006 09:45
Grillveisla en ekki eldsvoði Fjölmennt lið slökkviliðsmanna af höfuðborgarsvæðinu var sent á mörgum slökkvibílum að háhýsi við Engihjálla í Kópavogi á tíunda tímanum i gær eftir að tilkynningar bárust um að mikinn reyk legði frá húsinu, en tugir íbúða eru í því. 10.3.2006 09:30
Tók 20 manns í gíslingu Ofsóknarbrjálaður Frakki á fertugsaldri tók meira en 20 manns í gíslingu í skóla utan við Le Mans í gær. Maðurinn, sem kenndi áður við skólann, hélt fólkinu í um fjórar klukkustundir, en sleppti því svo og engan sakaði. 10.3.2006 09:15
Læknar segja meðferð fanga í Guantanamo ámælisverða Rúmlega 250 læknar hafa skrifað undir bréf þar sem meðferð á föngum Bandaríkjahers í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu er gagnrýnd. Sér í lagi gera læknarnir athugasemd við það að næring sé neydd ofan í þá fanga sem séu í mótmælasvelti. 10.3.2006 09:15
5000 milljarða aukalega vegna stríðsreksturs Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, hafa beðið Bandaríkjaþing um aukafjárveitingu upp á rösklega 5000 milljarða króna vegna aðgerða Bandaríkjahers í Írak og Afganistan. Hluti af fénu á þó að fara í neyðaraðstoð vegna fellibylsins Katrínar. 10.3.2006 09:00
Reynt að smygla 380 kartonum Tollgæslan og lögreglan í Borgarnesi fundu 380 karton af sígarettum um borð í flutningaskipinu Sunnu í Grundartangahöfn í gær. Sex skipverjar játuðu á sig að eiga smyglvarninginn. 10.3.2006 08:45
Skóflustunga tekin án byggingarleyfis Borgastjóri tók í gær fyrstu skóflustunguna að stórbyggingu sem á að rísa við Egilshöll í Grafarvogi, án þess að búið væri að sækja um byggingarleyfi hjá byggingafulltrúa. 10.3.2006 08:45
Miklar breytingar framundan Miklar breytingar eru framundan á nafni og ásýnd Íslandsbanka. Athygli hefur vakið að á undanförnum dögum hefur merki bankans verið fjarlægt af allflestum útibúum hans. 10.3.2006 08:30
Hraðfrystistöðvarhúsið við Mýrargötu horfið Gamla Hraðfrystistöðvarhúsið við Mýrargötu er nú endanlega horfið, þremur vikum eftir að byrjað var að rífa það. Framhlið hússins var felld í gærkvöld. 10.3.2006 08:30
Keops er víst í eigu Íslendinga Danska fasteignafyrirtækið Keops hefur keypt umferðarmiðstöðina í Helsingjaborg í Svíþjóð fyrir hátt í 4 milljarða íslenskra króna. Greint er frá þessu á viðskiptasíðu Jótlandspóstsins og segir þar í undirfyrirsögn, með nokkru stolti, að það séu ekki bara íslendingar, sem fjárfesti í útlöndum. Jótlandspóstinum hefur hinsvegar yfirsést að íslenska fyrirtækið Baugur á hvorki meira né minna en þriðjung í Keops. 10.3.2006 08:17
Áhrif jarðakaupa könnuð Búnaðarþing samþykkti í gær tillögu um að kannað verði hvaða áhrif uppkaup auðmanna á jörðum vítt og breitt um landið kunni að hafa á stöðu landbúnaðarins. 10.3.2006 08:15
Arabískt fyrirtæki tekur ekki við rekstir hafna í Bandaríkjunum Arabískt fyrirtæki hefur látið undan þrýstingi frá Bandaríkjaþingi og ákveðið að hætta við að taka yfir stjórn sex hafna í Bandaríkjunum. Fyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hefur keypt breskt fyrirtæki sem hefur séð um rekstur á höfnum í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna. 10.3.2006 08:00
15 ára og réttindalaus á bifhjóli 15 ára réttindalaus piltur á óskráðu bifhjóli, slasaðist þegar hann lenti í árekstri við bíl innanbæjar á Húsavík í gær og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 10.3.2006 07:45
Þyrlu ekki lent aftur á Kolbeinsey Þyrlu verður ekki aftur lent á Kolbeinsey eftir að í ljós kom í gær að liðlega þriðjungur pallsins hefur hrunið einhvern tíma á síðustu tveimur mánuðum. Það styttist því í að þessi fyrrverandi útvörður landsins í norðri hverfi alveg í sæ. 10.3.2006 07:39
Jarðsprengja fellir 26 26 manns féllu þegar jarðsprengja sprakk í suðvesturhluta Pakistans í morgun. Fólkið var á leið í brúðkaup, þegar bifreiðin sem það ferðaðist í keyrði á sprengjuna. 10.3.2006 07:30
Fangar fluttir úr Abu Ghraib Þúsundir fanga verða fluttir úr hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi í nýtt fangelsi á næstu þremur mánuðum. Bandaríski herinn tilkynnti þetta í gær og jafnframt að stjórnvöld í Írak tækju við stjórn fangelsisins á næstunni. Það verður síðan undir þeim komið hvort fangelsinsu verður áfram haldið opnu. 10.3.2006 07:15
Björgólfur Thor á lista yfir þá ríkustu Björgólfur Thor Björgólfsson er númer 350 á lista yfir ríkustu menn veraldar sem Forbes viðskiptatímaritið birtir. Eignir Björgólfs eru metnar á 2,2 milljarða bandaríkjadollara eða sem nemur tæpum 140 miljörðum króna. Hann færst upp um heil 138 sæti síðan á síðasta ári. 10.3.2006 07:00
Tillögur starfshóps ekki studdar lögum Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði, segir skorta lagalegan grundvöll fyrir hugmyndum starfhóps um hugsanleg áföll í efnahagslífinu. Guðjón Rúnarsson fagnar gerð viðbragðsáætlunar en segir mikilvægt að hún sé alþjóðamiðuð. 10.3.2006 04:30
Reynt að slá á efasemdir Mikill áhugi Dana á íslensku efnahagslífi kom berlega í ljós í gær þegar þúsund manns mættu til að hlýða á erindi fimm frammámanna úr íslensku viðskiptalífi í Kaupmannahöfn. En töluverð umfjöllun hefur verið um fjárfestingar íslenskra fyrirtækja í Danmörku síðastliðið ár og um stöðu íslensks efnahagskerfisins. 10.3.2006 04:00
Jóhannes og Gerður leiða listann Bæjarfulltrúarinri Jóhannes Gunnar Bjarnason og Gerður Jónsdóttir skipa tvö efstu sætin á lista Framsóknarflokksins á Akureyri fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Jakob Björnsson, leiðtogi flokksins til margra ára, skipar heiðurssæti listans, það síðasta, en hann hafði áður tilkynnt að hann væri á útleið úr bæjarmálum. 9.3.2006 22:45
Ungir, gamlir, konur, karlar tefla Konur, karlar, ungir, gamlir, múslimar, gyðingar og kristnir sitja nú þungt hugsi í Skákhöllinni í Faxafeni, á aljóðlega Reykjavíkurskákmótinu. Það skitpir engu hvaðan þú kemur eða hverra manna þú ert á Reykjavíkurskákmótinu. Það eina sem máli skiptir er hvort þú hafir áhuga á skák og kannt mannganginn. Á mótinu etja kappi stórmeistarar og minni spámenn, konur og karlar, ungir og gamlir, múslimar og kristnir. 9.3.2006 22:45
Breytingar á ásýnd Íslandsbanka Miklar breytingar eru fram undan á nafni og ásýnd Íslandsbanka. Athygli hefur vakið að á undanförnum dögum hefur merki bankans verið fjarlægt af allflestum útibúum hans. Forráðamenn bankans fara mjög leynt með þessar fyrirhuguðu breytingar og verjast allra fregna þegar innt er eftir þeim. 9.3.2006 22:30
Gamla Hraðfrystistöðvarhússið horfið Gamla Hraðfrystistöðvarhúsið við Mýrargötu er nú endanlega horfið, þremur vikum eftir að byrjað var að rífa það. Andlit hússins féll í kvöld. 9.3.2006 22:16
Mótmæla vinnubrögðum ríkisins Blindrafélagið mótmælir vinnubrögðum ríkisins við undirbúning frumvarps um sameiningu Sjónstöðvar Íslands og Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar. Félagsmenn eru afar óhressir með að ekki var haft samráð við hagsmunafélög sem málið varðar. Í kvöld hélt Blindrafélagið félagsfund sem var sá fjölsóttasti í áraraðir. Umræðuefnið var frumvarp ríkisstjórnarinnar um sameiningu Sjónstöðvar Íslands og Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og sat heilbrigðisráðherra fundinnn. 9.3.2006 22:09
Páfagaukur talinn hafa sýkt hjón Mögulegt er að sýking úr páfagauki hafi orðið til þess að hjón frá Akureyri veiktust alvarlega. Páfagaukaveiki er þekktur sjúkdómur sem hefur valdið fólki bana. 9.3.2006 22:00
Öryrki eftir störf á sjúkrahúsi Flestir fara á sjúkrahús til að fá bót meina sinna, en í tilfelli Hildar Stefánsdóttur, var það á sjúkrahúsi sem veikindi hennar hófust. Landspítalinn verður að greiða Hildi Stefánsdóttur tæpar sjö milljónir króna í bætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna meðhöndlunar skaðlegra efna þegar hún vann á spítalanum. 9.3.2006 21:53
Mikill viðbúnaður en lítil hætta Slökkvibílar frá öllum stöðvum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru kallaðar að Engihjalla 17 þar sem reykur stóð af svölum á fimmtu hæð fjölbýlishúss. Ekki reyndist þó mikil hætta á ferð því reykurinn var frá grilli sem stóð á svölunum. 9.3.2006 21:23
Innbrotum snarfækkar í Kópavogi Innbrotum í Kópavogsumdæmi fækkaði um 36% milli áranna 2005 og 2006, þjófnuðum fækkaði um 21% og eignaspjöllum um 28,5%, samkvæmt skýrslu sem Lögreglan í Kópavogi hefur gefið út. Smáralindin er vinsælasta skotmark búðarþjófa. 9.3.2006 20:18
Ísland er fimmta skuldugasta ríki í heimi Bankamenn fullyrða að skýrsla verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch sé óvönduð og full af rangfærslum, en skýrslan, ásamt uggvænlegum tölum um viðskiptahalla, hafa þrýst gengi krónunnar niður. Einungis fjögur ríki í heiminum, þar af þrjú í Afríku, skulda nú meira en Íslendingar. 9.3.2006 19:29
Tómt mál að ganga í EMU en vera utan ESB Bæði Evrópusinnar og andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu, segja tómt mál að tala um að taka upp evruna án þess að ganga í sambandið, eins og viðskiptaráðherra hefur reifað. 9.3.2006 19:14
Deilt um vatnalög Frumvarp um vatnalög er meingallað og hefur þegar sett störf þingsins úr skorðum, segir forysta stjórnarandstöðunnar, en frumvarpið hefur verið rætt í 25 klukkustundir samtals. Þingmenn stjórnarandstöðu eru æfir vegna ákvörðunar þingforseta um að kalla þingið saman á morgun og laugardag til að ljúka umræðunni. 9.3.2006 19:09
Evran á alþingi Ekki er einhugur innan ríkisstjórnarinnar um hvort skoða eigi aðild að Myntbandalagi Evrópu eins og viðskiptaráðherra vill. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á evrunni á alþingi í dag en hann segir viðskiptaráðherra hafa bilað á taugum vegna sviptinga í fjármálalífinu. 9.3.2006 19:04
Tónlistarhús fyrir 24 milljarða Ríki og borg skuldbundu sig í dag til að leggja fram tæpar sjö hundruð milljónir króna á ári í 35 ár , eða um 24 milljarðakróna, þegar samningur um nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús við Reykjavíkurhöfn var undirritaður með pompi og pragt. 9.3.2006 19:02
Átta mánaða fangelsi fyrir rán Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í átta mánaða fangelsi fyrir rán sem hann framdi í félagi við annan mann í verslun tíu-ellefu í Kópavogi í apríl í fyrra. Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa ógnað starfsstúlku verslunarinnar með skrúfjárni og skipað henni að opna peningakassanna en hann hafði 35 þúsund krónur upp úr krafsinu. 9.3.2006 18:45