Innlent

Sluppu lítið meiddir úr bílveltu

Bíllinn valt þegar hann var nýkominn yfir Gullinbrú.
Bíllinn valt þegar hann var nýkominn yfir Gullinbrú. MYND/Heiða

Þrír menn sluppu lítið meiddir þegar bíll þeirra valt og endaði á hvolfi rétt fyrir ofan Gullinbrú á leið í Grafarvog snemma í kvöld. Meiðsl mannanna virðast vera minniháttar en einn þeirra er nú til rannsóknar á slysadeild Landspítalans.

Ekki er vitað um tildrög slyssins að svo stöddu en bíllinn lenti á ljósastaur á leið sinni út af veginum og braut hann niður.

Þá var ekið á gangandi vegfaranda við Langarima í Grafarvogi en meiðsl hans reyndust minniháttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×