Innlent

Grasalyf gegn fuglaflensu

Íslenskur vísindamaður er að þróa bóluefni gegn fuglaflensu úr plöntum. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Efnaverkfræðingurinn Örn Aðalsteinsson fer fyrir hópi vísindamanna, en hann er forstjóri InB:Biotechnologies í Bandaríkjunum.

Örn segir í samtali við blaðið að hann telji að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hættunni sem fylgi fuglaflensunni. Og einnig að ef flensuveiran stökkbreytist og verði að heimsfaraldri gæti komið til skorts á eggjum til að framleiða bóluefni úr. Hann og fyrirtæki hans sérhæfir sig í að framleiða vörur semunnar eru úr plöntum og eru að þróa nýja tækni sem gerði vísindamönnum kleift að vinna bóluefni úr plöntum.

Samkvæmt blaðinu myndi þessi tækni verða mun fljótvirkari en hefðbundin aðferð fyrir utan að ekki þyrfti að nota fugla og egg við hana heldur plöntur. Gangi þessi þróun þeirra eftir verða vísindamenn í þeirri stöðu að geta framleitt lyf í gríðarlega stórum skömmtum segir Örn við Fréttablaðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×