Innlent

Mikill viðbúnaður vegna væntanlegs Kötlugoss

Ef Katla gýs gæti fylgt gosinu gríðarstórt jökulhlaup sem talið er geta verið nærri sjö sinnum stærra en hlaupið á Skeiðarársandi árið 1996. Undirbúningsvinna vegna væntanlegrar rýmingar stendur yfir en rýma gæti þurft svæðið frá Þykkvabæ og austur fyrir Meðalland.

Rauði krossin, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Landsbjörg vinna nú að viðmikilli viðbragðsáætlun fari Katla að gjósa. Fundir hafa verið haldnir víða þar sem hætta er talin vera fyrir hendi því ekki er einungis um að ræða eldgosið sem slíkt heldur gæti fylgt því gríðarstórt jökulflóð sem gæti náð yfir svæði sem um tvö þúsund manns búa á. Þetta svæði þarf að rýma á mjög stuttum tíma ef gos hefst.

Gyða Helgadóttir, fræðslufulltrúi hjá Rauða krossinum, segir mikilvægt fyrir íbúa á hættusvæðinu að huga að sínum tryggingum við fyrsta tækifæri og skipuleggja hvernig þeir ætli að bregast við boðum um rýmingu því stórhættulegt ástand getur skapast.

Boð verða send út í gegnum kerfi neyðarlínunnar með sms skilaboðum og talskilaboðum, þeir sem næst eru hættusvæðum fá boðin fyrst. Unnið er að því að koma skálavörðum á vinsælum ferðamannastöðum í viðvörunarhópinn og gæti það orðið þannig að þeir skjóti upp blysum sem eiga að segja ferðalöngum að hlaupa upp á hæðir og hóla. Íbúar eru mishræddir við það sem koma kann






Fleiri fréttir

Sjá meira


×