Erlent

Tævanir mótmæla vopnakaupum

MYND/AP

Tugþúsundir Tævana gengu fylktu liði um götur Tæpei í dag til þess að mótmæla því að nefnd um sameiningu við Kína hafi verið lögð niður.

Það að nefndin hafi verið lögð niður eru skýr skilaboð til stjórnvalda í Kína um að Tævanar hafi engan hug á að gefa eftir kröfur sínar um sjálfstæði en Kína telur eyjuna til síns landsvæðis og viðurkennir ekki sjálfstæði hennar. Stjórnvöld í Peking hafa sagst munu beita vopnavaldi ef með þurfi, ef Tævanir færa sig upp á skaftið í sjálfstæðisbaráttunni.

Á spjöldum sem menn báru mátti lesa slagorð gegn sjálfstæðisstefnu Chens Shuibians forseta Tævans og var þess krafist að minni peningum yrði varið til vopnakaupa og hærri fjárhæðum yrði þess í stað veitt til uppbyggingar og menntunar barna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×