Innlent

Undirbúningur að hátæknisjúkrahúsi kominn á skrið

MYND/NFS
Undirbúningur að hátæknisjúkrahúsi við Hringbraut komst á fullan skrið í dag þegar heilbrigðisráðherra undirritaði samninga við danska vinningshafa í samkeppni um skipulag spítalans.

Fyrir hálfu ári ákvað ríkisstjórnin að verja skyldi 18 milljörðum af söluandvirði Símans til að byggja nýjan spítala við Hringbraut. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við hið nýja hátæknisjúkrahús eftir 2 ár. Það gæti orðið allt að 170 þúsund fermetrar. En málinu var formlega hleypt af stokkunum með undirskriftum í dag. Það var Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, sem skrifaði undir 2 samninga fyrir hönd íslenska ríkisins við danska fyrirtækið C.F. Möller, annars vegar samning um deiliskipulagsvinnu og hins vegar samning um þarfagreiningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×