Innlent

Ekkert lát á flóðunum

Ekkert lát er á flóðunum í Nyrðri-Þrændalögum í Noregi. Í dag bárust yfirvöldum yfir 150 tilkynningar um tjón á byggingum og nokkur til viðbótar á bifreiðum en dæmi eru um að heilu húsin hafi skolast á haf út í vatnselgnum.

Björgunarsveitir hafa í allan dag leitað árangurslaust af ökumanni bifreiðar sem féll ofan í beljandi stórfljót eftir að brú sem hann ók yfir gaf sig í gær. Hundruð manna hafa verið flutt af heimilum sínum og er ekki vitað hvenær fólkið getur snúið aftur til síns heima.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×