Innlent

Fimm taka þátt í hugmyndasamkeppni

MYND/Þorvaldur

Búið er að velja fimm hópa sem taka þátt í hugmyndasamkeppni um hönnun Háskólans í Reykjavík. Auglýst var í desember forval um þátttöku í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun á háskólabyggingum á nýju svæði Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýrinni.

Samkeppnin tekur til hönnunar á allt að 32.000 fermetra svæði háskólabygginga og þar að auki til skipulagshugmynda á um 20 hektara svæði í nágrenni skólans. Það voru 35 innlendir og erlendir aðilar sem óskuðu eftir að taka þátt í samkeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×