Fleiri fréttir

4 mánuðir skilorðsbundnir fyrir vörslu barnakláms

Karlmaður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tæplega 800 ljósmyndir af barnaklámi og 60 hreyfimyndir með samskonar efni í fórum sínum, og að veita öðrum aðgang að því.

Fyrirtæki í eigu Baugs byggir 200 orlofshús í Tyrklandi

Danska fasteignafyrirtækið Keops, sem Baugur eignaðist þriðjungs hlut í nýverið, er að ráðast í byggingu tvö hundruð orlofshúsa í Istanbúl í Tyrklandi. Það ætlar auk þess að reisa þar nýjar höfuðstöðvar félagsins.

Réðst með hnífi á fólk í bænahúsi

Átta manns særðust, þar af fjórir alvarlega, þegar maður réðst að fólki með hnífi þegar skammt var liðið á kvöldbænir í bænahúsi gyðinga í miðborg Moskvu í gær. Utanríkisráðuneyti Rússlands fordæmdi árásina, sagði hana ögrun og eina tilgang hennar að efna til kynþáttahaturs.

Færeyska lögreglan rannsakar meint landhelgisbrot í íslenskri lögsögu

Lögreglan í Þórshöfn í Færeyjum rannsakar nú meint landhelgisbrot togara frá Færeyjum í íslenskri efnahagslögsögu fyrir tæpri viku. Þá flaug flugvél Landhelgisgæslunnar yfir togarann að veiðum Íslandsmegin við miðlínuna á milli Færeyja og Íslands og reyndi án árangurs að ná sambandi við skipstjórann.

Sharon sýnir ótrúlega hröð batamerki

Læknar Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, segja hann sýna ótrúlega hröð batamerki. Hann er talinn úr lífshættu en er enn á gjörgæsludeild.

Heildarafli minnkar um 61 þúsund tonn milli ára

Heildarafli ársins 2005 var 1.667.287 tonn samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Það er 61 þúsund tonnum minni afli en árið áður. 157 þúsund tonnum minni kolmunnaafli skýrir þennan samdrátt segir í tilkynningu frá Fiskistofu.

Björgúlfur vildi hætta útgáfu DV skömmu fyrir jól

Mikil umræða hefur spunnist um fréttaflutning DV síðasta sólarhring eftir að maður á Ísafirði svipti sig lífi, í kjölfar myndbirtingar og ásakana á hendur honum í blaðinu. Hörð gagnrýni á DV er þó ekki ný af nálinni, þótt sviptingarnar hafi ekki alltaf komist upp á yfirborðið. Blaðið er hluti fjölmiðlasamsteypunnar 365, eins og Fréttablaðið, Stöð 2 og NFS. Allt er þetta í eigu móðurfélagsins Dagsbrúnar, þar sem Baugur ræður mestu, en Landsbankinn á líka lítinn hlut í Dagsbrún.

Mikið annríki hjá Hafnafjarðarlögreglu

Óvenju mörg umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi Hafnarfjarðarlögreglu. Flest þeirra má rekja til óvarkárni en mjög hált hefur verið þar í allan dag. Engin meiðsl hafa verið á fólki en lögreglan vill minna fólk á að fara varlega.

Sandra Bullock vinsælust og Angelina Jolie ólétt

Það er alltaf eitthvað um að vera í heimi ríka og fræga fólksins. Í dag voru verðlaun englafólksins eða Los Angeles People's Choise award voru afhent og gleðifréttir af ofurparinu Angelinu Jolie og Brad Pit voru ofarlega á baugi.

Ráðherrar Likud-flokksins segja af sér

Ráðherrar Likud-flokksins í Ísrael hafa ákveðið að segja af sér á morgun. Leiðtogi flokksins, Benjamin Netanyah, segir að til hefði staðið að ganga úr stjórnarsamstarfinu í síðustu viku en ákveðið hefði verið að fresta því vegna veikina Ariel Sharons forsætisráðherra landsins.

Kanínur alls engin plága

Kanínur eru alls engin plága nema í lundabyggð segir formaður Skotveiðifélagsins. Hann telur upplagt fyrir bændur í ferðaþjónustu að koma upp stofni sem megi veiða enda sé kanínan skemmtileg bráð og dýrindismatur, maríneruð í rauðvíni.

Pílagrímar grýta steinvegginar í Mína

Pílagrímatími múslíma stendur sem hæst og í dag grýttu tugþúsundir trúaðra steinveggina í Mína, skammt utan við Mekka í Sádi-Arabíu. Ríflega tvær og hálf milljón múslíma hafa lagt leið sína til hinnar helgu borgar núna um hadsj-tímann. Al-Jamarat-veggirnir eru tákn djöfulsins og trúa pílagrímarnir því að þeir fái syndaaflausn með grjótkastinu. Margir rökuðu af sér hárið að því loknu til marks um að þeir hefðu farið í pílagrímsför, en í slíka ferð verður hver múslími að fara að minnsta kosti einu sinni á ævinni.

Vinsældir Kadima-flokksins aukast

Vinsældir Kadima-flokksins hafa aukist eftir að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fékk heilablóðfall. Skoðanakönnun dagblaðsins Haaretz sýnir að Kadima, undir stjórn Ehuds Olmerts, fengi fjörutíu og fjögur sæti á ísraelska þinginu Knesset væri kosið nú. Bæði Likud-bandalagið og Verkamannaflokkurinn eru rétt hálfdrættingar á við Kadima. Enn er verið að vekja Sharon úr dáinu, en læknar segja hann úr lífshættu.

Náttúrufræðistofnun fær styrk

Skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins segir að framvegis fái Náttúrfræðistofnun styrk úr veiðikortasjóði með sama hætti og aðrir. Stofnunin fékk greitt úr sjóðnum í lok síðasta árs þótt umsóknafrestur sé ekki útrunninn - og renni ekki út fyrr en um miðjan febrúar.

Þrotabú Slippstöðvarinnar eiit hið stærsta

Kröfur í þrotabú Slippstöðvarinnar á Akureyri nema rúmum einum komma fjórum milljörðum króna. Gjaldþrotið er eitt hið stærsta í sögu Akureyrar og segir skiptastjóri eignir hrökkva skammt á móti kröfum.

Bókun stjórnar Lögmannafélags Íslands

Stjórn Lögmannafélags Íslands hefur sent frá sér bókun frá fundi stjórnarinnar í dag vegna fréttaflutnings um aðgengi Fjármálaeftirlitsins að bankareikningum lögmanna. Hún er svohljóðandi:

Fuglaflensa að verða landlæg í Tyrklandi?

Fuglaflensa getur orðið landlæg í Tyrklandi og breiðst út til nágrannaríkjanna að mati Sameinuðu þjóðanna. Rússneski þjóðernissinninn Vladímír Sírínovskí vill að herinn skjóti farfugla frá Tyrklandi.

Undirskriftalistar til að mótmæla ritstjórn DV

Mál málanna í dag hefur verið umfjöllun DV um grunaðan kynferðisbrotamann, sem svipti sig lífi eftir að blaðið hafði samband við hann. Lögreglan á Ísafirði hefur ekki ákveðið hvort rannsókn á meintu kynferðislegu ofbeldi hans gegn tveimur unglingspiltum verði haldið áfram, þótt hann sé látinn. Lögmenn segja rannsókninni þó sjálfhætt samkvæmt íslenskum réttarreglum.

Efnafræðingur sem fann upp LSD 100 ára

Albert Hofmann er 100 ára í dag. Hofmann sem er þekktastur fyrir að hafa fundið upp ofskynjunarlyfið LSD seint á fjórða áratugnum, hélt upp á afmælið sitt í dag og sagði við það tækifæri að veislan hefði verið yndisleg og hefði víkkað sjóndeildarhring sinn þrátt fyrir að hann væri ekki á LSD.

Hluthafalisti Íslandsbanka eftir viðskipti undanfarinna daga

Íslandsbanki hefur birt áætlaðan hluthafalista eftir undangengin viðskipti og hlutfjárhækkun síðustu daga. Frágangi útboðs lýkur í næstu viku og þá verður nýr hluthafalisti gefinn út. Þess ber að geta að hlutur Þáttar/Milestone er skv. tilkynningu á Kauphöll um viðskipti innherja og telur því með framvirka samninga. Hlutur Íslandsbanka er að frádregnum framvirkum samningum.

Fyrsta kvenkyns árekstrardúkkan

Svíar eru hanna dúkku sem líkist kvenmanni til að nota í árekstrarprófum. Fram að þessu hafa allar dúkkur sem notaður hafa verið í slíkum prófum verið í karlmannsmynd eða barnsmynd og því hafa niðurstöður slíkra prófa ekki getað sagt til um hvaða áhrif árekstrar hafa á kvenlíkama.

KLH rannsóknastofa öðlast faggildingu

Klínísk lífefnafræðistofa Holtasmára, eða KLH hefur tekið við vottorði frá SWEDAC, faggildingarstofnun Svíþjóðar, því til staðfestingar að algengustu mælingar KLH væru faggildar. KLH er fyrsta íslenska rannsóknastofa á heilbrigðissviði sem öðlast faggildingu.

Þrettán þúsund undirskriftir hafa safnast

Um þrettánd þúsund manns hafa skráð nafn sitt í undirskriftasöfnun á vegum ungliðafylkinga stjórnmálaflokkanna og nokkurra annarra aðila þar sem skorað á blaðamenn og ritstjóra DV að endurskoða ritstjórnarstefnu sína.

Arnaldur Indriðason á útlánamet bókasafnanna síðasta ár

Enginn slær Arnaldi Indriðasyni við í útlánum hjá bókasöfnum landsins. Hann er efstur líkt og undanfarin ár samkvæmt útlánatölum frá Landskerfi bókasafna. Landskerfi bókasafna hefur tekið saman lista yfir þær bækur sem mest voru lánaðar út í bókasafnskerfinu Gegni á síðastliðnu ári. Í ljós kom að Arnaldur Indriðason á 7 útlánahæstu titlunum í flokki íslenskra skáldsagna.

Færeyskur togari staðinn að ólöglegum veiðum

Áhöfn Sýnar, flugvélar Landhelgisgæslunnar, stóð færeyskan togara að meintum ólöglegum veiðum í íslensku efnahagslögsögunni í lok síðustu viku. Togarinn var gripinn rétt innan við miðlínuna milli Íslands og Færeyja en deilur hafa staðið um legu hennar.

Vörubíl ekið aftan á annan vörubíl á Krísuvíkurvegi

Vörubíl var ekið aftan á annan vörubíl á Krísuvíkurvegi upp við Vatnsskarð á fjórða tímanum. Lögregla og sjúkrabíll eru á vettvangi en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Hafnarfirði eru ökumenn vörubílanna ekki alvarlega slasaðir og þykja hafa sloppið mjög vel. Vörubílinn sem ekið var aftan á hinn er mikið skemmdur en ekki er talið að tafir verið á umferð um Krísuvíkurveg af þessum sökum.

Ótækt að DV starfi ekki eftir siðareglum Blaðamannafélagsins.

Blaðamannafélag Íslands harmar þann atburð sem leitt hefur til umræðu um vinnubrögð og ritstjórnarstefnu DV. Þetta segir í álytkun frá stjórninni og jafnframt leggur stjórnin leggur áherslu á það að í siðareglum Blaðamannafélagsins stendur að blaðamenn skuli sýna fyllstu tilitsemi í vandasömum málum, forðast allt sem valdið geti saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda óþarfa sársauka eða vanvirðu.

Vill lögfestingu rammaáætlunar um virkjanaframkvæmdir

Kristinn H. Gunnarsson, fulltrúi Framsóknarflokks í umhverfisnefnd Alþingis, segist reiðubúinn að beita sér fyrir lögfestingu rammaáætlunar um virkjanaframkvæmdir hér á landi. Þá líst honum ekki á að ráðast í gerð fjögurra stórra álvera á næstu sjö árum eins og rætt hefur verið um að gera

Landsbjörg sjósetur tvö ný björgunarskip

Slysavarnafélagið Landsbjörg sjósetti í gær tvö ný ARUN-björgunarskip sem félagið festi kaup á frá breska sjóbjörgunarfélaginu RNLI. Munu þau koma í stað eldri skipa á Vopnafirði og Siglufirði. Skipin eru 18 ára gömul en voru endurbyggð fyrir um 3 árum og eru því nánast eins og ný.

Mál DV rætt á stjórnarfundi Dagsbrúnar á föstudag

Stjórn Dagsbrúnar, móðurfélags 365 miðla sem gefa út DV, mun ræða þá umfjöllun sem átt hefur sér stað um frétt DV á áður boðuðum stjórnarfundi á föstudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórdísi Sigurðardóttur, stjórnarformanni Dagsbrúnar.

Aukin framlög til þróunaraðstoðar

Framlög úr ríkissjóði til þróunaraðstoðar verða aukin jafnt og þétt næstu ár. Þetta kemur fram kemur í ársskýrslu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands fyrir árið 2004.

Skorað á fulltrúa á Launamálaráðstefnu

Samflot bæjarstarfsmannafélaga skorar á fulltrúa á Launamálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður þann 20. janúar næstkomandi að tryggja að sambærileg og jafnverðmæt störf verði launuð á sama hátt, óháð kynferði eða búsetu þess er starfinu gegnir. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi formanna samflotsfélaganna í gær.

Mikilvægast að losa koltvíoxíð úr andrúmsloftinu

Wallace S. Broecker, sem talinn er með einum fremstu vísindamönnum heims í rannsóknum á umhverfis- og loftslagsbreytingum jarðarinnar, telur mikilvægast að losa koltvíoxíð úr andrúmsloftinu til að sporna gegn gróðurhúsaáhrifunum. Hann flytur fyrirlestur um gróðurhúsaáhrifin í Öskju, Náttúruvísindahúsi Háskóla Íslands á föstudag.

Glæpum fækkar í Ísrael

Glæpum hefur fækkað um meira en helming í Ísrael eftir að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, var fluttur á sjúkrahús í Jerúsalem í síðustu viku vegna alvarlegs heilablóðfalls. Segir lögreglan skýringuna vera þá að glæpamenn, líkt og aðrir, sitji límdir við sjónvarpsskjáinn og fylgist með líðan forsætisráðherrans.

Íranar ætla að halda áfram með kjarnorkuáætlanir sínar

Ríkisstjórnir Evrópusambandsríkjanna og Bandaríkjanna fordæma ákvörðun Íransstjórnar um halda áfram með kjarnorkuáætlanir sínar. Bandaríkjamenn hafa hvatt Sameinuðu þjóðirnar til að beita refsiaðgerðum gegn Írönum.

Úrskurður um athugun á reikningum ógnar trúnaðarsambandi

Formaður Lögmannafélagsins telur það ógna trúnaðarsambandi lögmanna og skjólstæðinga þeirra, að Fjármálaeftirlitið skuli með dómsúrskurði geta skoðað vörslureikninga lögmanna. Stjórn Lögmannafélagsins ætlar að fjalla um málið á fundi í dag.

Sjá næstu 50 fréttir