Innlent

Efnafræðingur sem fann upp LSD 100 ára

Albert Hofmann er 100 ára í dag. Hofmann sem er þekktastur fyrir að hafa fundið upp ofskynjunarlyfið LSD seint á fjórða áratugnum, hélt upp á afmælið sitt í dag og sagði við það tækifæri að veislan hefði verið yndisleg og hefði víkkað sjóndeildarhring sinn þrátt fyrir að hann væri ekki á LSD.

Seint á fjórða áratugnum var Hofmann að vinna á rannsóknarstofu sinni þegar hann fyrir tilviljun uppgötvaði efnið lysergic acid diethylamine eða LSD. Hann prófaði efnið síðar við bakka Rínarfljóts og minnti sú reynsla hann á æskudrauma. Seinna, er heim var komið, lagðist hann niður og lokaði augunum og sá fyrir sér fallegar myndir, ótrúlega liti sem hringsnérust fyrir hugskotsjónum hans og form af öllum stærðum og gerðum.

LSD var mjög vinsælt á sjöundaáratugnum sérstaklega meðal listamanna. Um tíma töldu menn hjá Bandarísku leyniþjónustunni, CIA, að lyfið væri hið eina sanna sannleikslyf.

Seinna viðurkenndi Hofmann að efnið gæti verið hættulegt ef það væri notað á rangan hátt eða við vitlausar aðstæður. Hann sagði þó fyrir skömmu að hann tryði því að lyfið yrði notað í framtíðinni til að lina kvalir krabbameins- og alnæmissjúkra og annarra sem eru við dauðans dyr.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×