Innlent

Fyrirtæki í eigu Baugs byggir 200 orlofshús í Tyrklandi

Danska fasteignafyrirtækið Keops, sem Baugur eignaðist þriðjungs hlut í nýverið, er að ráðast í byggingu tvö hundruð orlofshúsa í Istanbúl í Tyrklandi. Það ætlar auk þess að reisa þar nýjar höfuðstöðvar félagsins. Jótlandspósturinn segir að húsin verði styrkt til að standast jarðskjálfta og að framkvæmdin hlaupi á milljörðum danskra króna. Jafnframt að Danir bíði í röðum eftir að fá að fjárfesta í húsnæði í Tyrklandi eftir að stjórnvöld þar afléttu banni við að útlendingar gætu eignast fasteignir í landinu. Ekki fylgir sögunni hvort Íslendingar komist í biðröðina í nafni Baugs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×