Erlent

Íranar ætla að halda áfram með kjarnorkuáætlanir sínar

Ríkisstjórnir Evrópusambandsríkjanna og Bandaríkjanna fordæma ákvörðun Íransstjórnar um halda áfram með kjarnorkuáætlanir sínar. Bandaríkjamenn hafa hvatt Sameinuðu þjóðirnar til að beita refsiaðgerðum gegn Írönum.

Ráðamenn í Bandaríkjunum og í Evrópusambandinu brugðust illa við því þegar Íransstjórn greindi frá því í gær að hún hefði bundið enda á tveggja ára bann við auðgun úrans. Evrópusambandið hefur árangurslaust leitað eftir fundi með fulltrúum Íransstjórnar síðan í ágúst á síðasta ári, þegar fundarhöld um bann við auðgun úrans, sigldu í strand. Íranar segjast ætla að smíða kjarnavopn til að geta unnið að því að nýta kjarnorku til raforkuframleiðslu, það sé þeirra réttur og vilji almennings í landinu. Bandaríkjamenn óttast hins vegar að ætlun Írana sé að framleiða kjarnavopn. Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði á dögunum að framleiðslan yrði ekki liðin en ráðamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi sögðust hins vegar ekki hafa nein áform uppi um að ráðast með vopnavaldi gegn Írönum vegna deilunnar. Talsmaður Hvíta hússins sagði í gær að Bandaríkin hvetji Sameinuðu þjóðirnar til að beita refsiaðgerðum gegn stjórnvöldum í Íran en hverjar eða hvort þær verða, hefur ekki fengist staðfest. Rússar, sem hafa boðið Íransstjórn að auðga úran frá landinu í Rússlandi til málamynda, segja ákvörðun stjórnvalda í Íran vonbrigði en hvort þeir eru samþykkir refsiaðgerðum segja stjórnmálaskýrendur ekki vera öruggt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×