Innlent

Færeyska lögreglan rannsakar meint landhelgisbrot í íslenskri lögsögu

ÚR MYNDASAFNI Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
ÚR MYNDASAFNI Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. MYND/Tryggvi Sigurðsson

Lögreglan í Þórshöfn í Færeyjum rannsakar nú meint landhelgisbrot togara frá Færeyjum í íslenskri efnahagslögsögu fyrir tæpri viku. Þá flaug flugvél Landhelgisgæslunnar yfir togarann að veiðum Íslandsmegin við miðlínuna á milli Færeyja og Íslands og reyndi án árangurs að ná sambandi við skipstjórann. Auk þess hafði togarinn vanrækt tilkynningaskyldu. Óvíst er um framvindu málsins þar sem ekki var hægt að færa togarann til hafnar á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×