Innlent

Færeyskur togari staðinn að ólöglegum veiðum

TF-SÝN
TF-SÝN MYND/LHG

Áhöfn Sýnar, flugvélar Landhelgisgæslunnar, stóð færeyskan togara að meintum ólöglegum veiðum í íslensku efnahagslögsögunni í lok síðustu viku. Togarinn var gripinn rétt innan við miðlínuna milli Íslands og Færeyja en deilur hafa staðið um legu hennar.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni var hún ekki með varðskip í nágrenninu og þar af leiðandi var ekki hægt að færa togarann til hafnar. Áhöfn Sýnar reyndi ítrekað að ná sambandi við togarann með fjarskiptum og ljósmerkjum en fékk ekkert svar. Málið hefur vertið sent til lögreglunnar í Þórshöfn en óvíst er hvert framhald málsins verður á þessari stundu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×