Innlent

Ótækt að DV starfi ekki eftir siðareglum Blaðamannafélagsins.

Blaðamannafélag Ísland hefur sent frá sér ályktun vegna umfjöllun DV um mál manns sem blaðið sagði grunaðan kynferðisofbeldismann, en maðurinn svipti sig lífi eftir að blaðið kom út í gær.

Í ályktuninni segir að stjórn Blaðamannafélags Íslands harmi þann atburð sem leitt hefur til umræðu um vinnubrögð og ritstjórnarstefnu DV. Stjórnin leggur áherslu á það að í siðareglum Blaðamannafélagsins stendur að blaðamenn skuli sýna fyllstu tilitsemi í vandasömum málum, forðast allt sem valdið geti saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda óþarfa sársauka eða vanvirðu.

Þar segir jafnframt að ritstjóri DV hefur áður lýst því að blaðið fari eftir eigin siðareglum þótt þær stangist á við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Stjórn Blaðamannafélagsins telur þetta ótækt og álítur að hverjum blaðamanni sé skylt að starfa í samræmi við siðareglur félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×