Innlent

Hluthafalisti Íslandsbanka eftir viðskipti undanfarinna daga

MYND/Pjetur

Íslandsbanki hefur birt áætlaðan hluthafalista eftir undangengin viðskipti og hlutfjárhækkun síðustu daga. Frágangi útboðs lýkur í næstu viku og þá verður nýr hluthafalisti gefinn út. Þess ber að geta að hlutur Þáttar/Milestone er skv. tilkynningu á Kauphöll um viðskipti innherja og telur því með framvirka samninga. Hlutur Íslandsbanka er að frádregnum framvirkum samningum.

Þáttur/Mileston/Sjóvá 22,83%

FL Group 16,14%

Straumur Burðarás 4.54%

Ario safnreikningur 4,69%

Rauðatorg ehf. 3,38%

Hrómundur ehf. 2,60%

Ker hf. 1,90%

Gildi - Lífeyrissjóður 1,84%

Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 1,76%

Hafsilfur ehf. 1,62%

Samherji 1,40%

Sameinaði lífeyrissjóðurinn 1,01%

Aðrir hluthafar sem eiga minna en eitt prósent eru Bjarni Ármannsson og hans félög, Fjárfestingarfélagið Fjörður, Fjárfestingarsjóður Búnaðarbanka hf. Einar Sveinsson, Tammuz ehf. Lífeyrissjóðir lækna, Íslandsbanki hf. og Benedikt Sveinsson.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×