Innlent

Fyrsta kvenkyns árekstrardúkkan

MYND/hari

Svíar eru hanna dúkku sem líkist kvenmanni til að nota í árekstrarprófum. Fram að þessu hafa allar dúkkur sem notaður hafa verið í slíkum prófum verið í karlmannsmynd eða barnsmynd og því hafa niðurstöður slíkra prófa ekki getað sagt til um hvaða áhrif árekstrar hafa á kvenlíkamann.

Tækniháskóli Chalmers í Gautaborg og Rannsóknarstofnun vega og samgangna í Svíþjóð standa að hönnuninni og þarf til byrja með að rannsaka hvernig kvenlíkaminn hreyfir sig. Í yfirlýsingu sem rannsóknarstofnunin sendi frá sér vegna þessa segir að hætta á háls-, bakmeiðslum sé tvöfalt meiri hjá konum en körlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×