Innlent

Bókun stjórnar Lögmannafélags Íslands

Stjórn Lögmannafélags Íslands hefur sent frá sér bókun frá fundi stjórnarinnar í dag vegna fréttaflutnings um aðgengi Fjármálaeftirlitsins að bankareikningum lögmanna.

Hún er svohljóðandi:

Af gefnu tilefni vill stjórn Lögmannafélags Íslands ítreka skoðun félagsins á mikilvægi trúnaðarskyldu lögmanna við skjólstæðinga sína sem grundvallarreglu í réttarríki. Þetta grundvallaratriði endurspeglast m.a. í ákvæðum 22. gr lögmannakaga nr. 77/1998 og 17. gr. Siðareglna lögmanna. Stjórn félagsins telur brýnt að fyrrgreind grundvallarregla sé í  heiðri höfð af hálfu þeirra sem með opinbert vald fara og að viðkomandi lögmönnum sé avallt gefinn kostur á að gæta hagsmuna skjólstæðinga sienna, sem og sinna eigin meðferð mála. Þá skal þess ávallt gætt að upplúsingaskylda lögmanna í tengslum við slík mál gangi aldrei lengra en nauðsynlegt er í þágu viðkomandi stjórnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×