Innlent

Kanínur alls engin plága

MYND/stefan_karlsson

Kanínur eru alls engin plága nema í lundabyggð segir formaður Skotveiðifélagsins. Hann telur upplagt fyrir bændur í ferðaþjónustu að koma upp stofni sem megi veiða enda sé kanínan skemmtileg bráð og dýrindismatur, maríneruð í rauðvíni.

Umhverfisstofnun lét í veðri vaka í fréttum okkar í gærkveldi að hætta steðjaði að lífríki Íslands vegan mikillar fjölgunar á villtum kanínum vítt og breitt um landið. Talað var um yfirvofandi plágu. Sigmar B. Hauksson, formaður skotveiðifélagsins, er ósammála þessu.

Sigmar segir að í harðindakafla hrynji stofnin. Hin eina sanna plága hér sé loðdýraræktin, því minnkar og refir sleppi oft útí náttúruna og valdi henni miklum skaða. Hann er á því að það væri upplagt fyrir íslenskan bændur að koma sér upp kanínustofni þar sem skilyrði eru hagstæð og gefa síðan skotleyfi á þessi loðnu, sætu, yndi. Veiðin væri hin mesta skemmtan og bráðin hollur og fitusnauður matur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×