Innlent

Orkuveitan gerir samning við sjónvarpsfyrirtækið Bonnie og Fast TV

MYND/Teitur

Orkuveita Reykjavíkur hefur gert samning við evrópska sjónvarpsfyrirtækið Bonnie og íslenska kvikmyndaleyfishafann SAM um að sjónvarpsstöðvar Fast TV verði aðgengilegar heimilum sem tengd eru ljósleiðarakerfi Orkuveitunnar. Hún stefnir að því að tengja öll heimili í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, Akranesi og í Hveragerði við ljósleiðaranetið og reka það sem „opið net" með síma, internetþjónustu, sjónvarpi, myndefni, öryggisvöktun og fleiru. Samningurinn felur í sér miðlun á sífellt vaxandi vöruframboði Fast TV og SAM-félagsins sem samanstendur af sjónvarpsrásum og kvikmyndum sem hægt verður að leigja á gagnvirkan hátt í gegnum sjónvarp með einfaldri aðgerð á fjarstýringu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×