Fleiri fréttir

Vetrarveður í Chicago olli töluverðum vandræðum

Vitlaust veður á bandarískan mælikvarða olli töluverðum vandræðum víða vestan hafs í gær. Frost og allt að 25 sentimetra jafnfallinn snjór voru til vandræða en alvarlegasta atvikið var án efa þegar Boeing 737 farþegaþota með 90 manns innanborðs brunaði út af flugbraut í lendingu í Chicago.

Íslendingar á förum frá Afganistan

Íslendingar eru á förum frá Afganistan er Norðmenn ætla að fjölga í liði sínu. Tilgangurinn er að veita friðargæsluliðum aukna vörn, en Stoltenberg sagði ekki hversu margar þotur yrðu sendar.

Tekjur af stimpilgjöldum fasteignaviðskipta rjúka upp

Tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum vegna fasteignaviðskipta hafa rokið upp. Árið 2003 voru þær rúmir 3,7 milljarðar en í fyrra rúmir 6,4 milljarðar. Fyrstu tíu mánuði þessa árs námu þær 7,6 milljörðum króna.

Eldsupptök í tauklæddum stól í stofu

Rannsókn á eldsupptökum í eldsvoðanum á Ísafirði á mánudaginn var er nú lokið. Ljóst er að eldurinn kom upp í tauklæddum stól í stofu, út frá opnum eldi. Einn maður lést í eldsvoðanum en maðurinn fannst í stofunni skammt frá staðnum þar sem eldurinn kom upp. Réttarkrufning hefur farið fram og í ljóst kom að maðurinn lést af völdum reyks sem myndaðist í eldsvoðanum.

Mjólkurverð breytist um áramótin

Samkomulag hefur náðst um breytingar á verði mjólkur og mjólkurvara um næstu áramót. Verð til bænda hækkar um 2,9%, eða um 1,28 krónur lítrinn, og því samhliða mun heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða einnig breytast.

Ekið á konu í Hafnarfirði

Ekið var á fullorðna konu á bílaplaninu við Samkaup í Hafnarfirði fyrr í dag. Konan, sem er íbúi í þjónustuíbúðum aldraðra í Miðvangi, var á gangi eftir bílaplaninu þegar bíll keyrði á hana. Konan hlaut minniháttar áverka.

Dagur genginn í Samfylkinguna

Dagur B. Eggertsson, hefur skráð sig í Samfylkinguna samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofuna rétt í þessu vildi Dagur sjálfur þó ekki staðfesta þetta, en neitaði því ekki heldur.

Ekki dugar að dusta af hvítflibbanum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir dóminn sem féll í gær gegn Árna Magnússyni, félagsmálaráðherra, mjög alvarlegan. Ráðherran verði að gefa greinagóð svör um hvað hann ætli að gera í framhaldinu og ekki dugi nú að dusta málið af eins og kusk á hvítflibbanum.

Strípuðu fjallabíl og skildu eftir við Rauðavatn

Bífrænir þjófar þurftu ekki langan tíma til að strípa jeppa sem þeir þeir stálu í Árbænum á þriðjudag. Flestallt nýtilegt var hreinsað úr honum á rúmum sólarhring að líkindum til þess að nýta í aðra bíla. Eigandi bílsins segir tjónið tölvuert.

Vill að málið verði tekið til efnislegrar meðferðar

Baugsmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi og verjendur sakborninga kröfðust þess á ný að málinu væri vísað frá og tiltóku þrjár ástæður fyrir að slíkt ætti að gera. Settur saksóknari vísaði þeim öllum á bug og sagði kominn tíma til að taka málið til efnislegrar meðferðar.

Landspítalinn stóð við sinn enda samkomulagsins

Landspítali – háskólasjúkrahús segist hafa staðið við sinn enda samkomulags síns við yfirlækni í æðaskurðlæknum og því hafi uppsögn hans verið réttmæt. Í yfirlýsingu spítalans segir að í starfslýsingu sem Stefán E. Matthíasson undirritaði við ráðningu í starf yfirlæknis í æðaskurðlæknum komi skýrt fram að yfirmenn Landspítala-háskólasjúkrahúss stundi ekki sjálfstæðan atvinnurekstur.

Enn hálka víða

Hellisheiði eystri er enn lokuð vegna flughálku og hvassviðris en einnig er varað við flughálku á Ströndum norðan Bjarnarfjarðar, á nokkrum sveitavegum í Húnavatnssýslum og á Lágheiði samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Enn er hálka eða hálkublettir að einhverju marki í flestum landshlutum, - þó síst á Suðausturlandi.

Réttað á ný í Baugsmálinu

Þinghald hófst rétt í þessu í Baugsmálinu. Héraðsdómari boðaði tvo saksóknara í dómssal, hvort tveggja Boga Nilsson ríkissaksóknara og Sigurð Tómas Magnússon, sérstakan saksóknara, en ekki hefur fengist úr því skorið hvor þeirra fer með ákæruvald í málinu.

Trúnaðarbrestur milli stjórnvalda og bótaþega

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að trúnaðarbrestur hafi orðið milli stjórnvalda, aldraðra og öryrkja. Umræður um öryrkjaskýrslu Stefáns Ólafssonar endurspeglaði það. Hún vildi vita á Alþingi í dag hvort forsætisráðherra vildi beita sér fyrir fimm ára áætlun í samvinnu við fulltrúa lífeyrisþega í málefnum þessara hópa.

Slökkviliðið var í næstu götu

Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsi í Faxafeni í Reykjavík en útskrifaðir skömmu síðar. Slökkviliðsmenn voru á fundi í næstu götu og því fljótir á staðinn.

Hundruð myrt í Darfur

Mörg hundruð manns hafa verið myrtir í Darfur-héraði í Súdan undanfarnar vikur og margt bendir til að ástandið þar fari í sama farið ef ekki verður brugðist við hið allra fyrsta.

Snákar og byssur fundust í Kópavogi

Tveir snákar, skammbyssur og töluvert af hassi var meðal þess sem lögreglan í Kópavogi fann við húsleit í bænum í nótt. Snákarnir eru yfir hálfur metri á lengd hvor, en blátt bann liggur við innflutningi þessháttar dýra bæði vegna þess að bit þeirra geta reynst hættuleg og svo geta þau borið með sér sjúkdóma, enda fara þau ekki í sóttkví, ef þeim er smyglað.

Spenna um framtíðarsýn Símans

Eitt stærsta viðskiptaleyndarmálið þessa dagana er, í hverju síminn ætlar að fjárfesta eftir að hann eykur hlutafé sitt um 35 milljarða króna, eins og allt stefnir í.

Hlýtur að hugleiða að segja af sér

Árni Magnússon hlýtur að hugleiða að segja af sér vegna dóms sem féll gegn honum í Hæstarétti í gær, sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, neitar að tjá sig frekar um málið og vísar til yfirlýsingar sem hann sendi frá sér í gær.

Slapp ómeidd úr bílveltu

Kona slapp óslösuð þegar bíll sem hún ók valt í hálku á Eyrarbakkavegi laust fyrir klukkan átta í morgun. Hálka er á nokkrum stöðum á Suðurlandi en að sögn lögreglu er útlit fyrir að hálkublettirnir hverfi þegar líður á daginn.

Kristinn fær engin svör

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, fær ekkert svar við fyrirspurn sinni um íbúðalán banka og sparisjóða. Hann spurði meðal annars hversu mikið hver banki og sparisjóður hefði lánað gegn veði í húsnæði, hversu margir væru í viðskiptum hjá hverjum bankanna í sig og á hvaða kjörum þeir væru.

Gary Glitter segist saklaus

Fyrrum poppstjarnan Gary Glitter hefur viðurkennt fyrir Víetnömskum yfirvöldum að hafa haft ellefu ára gamla stúlku í rúmi sínu en neitar að hafa misnotað hana. Hinum sextíu og eins árs gamla Glitter er haldið í fangelsi fyrir utan strandborgina Vung Tau, ásakaður um svívirðilegt athæfi með barni en hann er talinn hafa haft kynmök með allnokkrum stúlkum undir lögaldri, þar á meðal er ein ellefu ára og önnur tólf.

Bjarni Hafþór ráðinn til KEA

Bjarni Hafþór Helgason hefur verið ráðinn fjárfestingastjóri KEA og hefur hann störf um áramót. Hann mun annast framkvæmdastjórn fjárfestingafélaganna Hildings og Upphafs en þau eru dótturfélög KEA.

Verður líklega fyrsti kvenkyns forseti Chile

Michele Bachelet verður fyrsti kvenkyns forseti Chile, nái hún kjöri í í forsetakosningum á sunnudag. Til að ná kjöri verður forseti að hafa yfir 51 % atkvæða en Bachelet hefur forystuna í skoðanakönnunum með 48% atkvæða.

Tveir á sjúkrahús með reykeitrun

Eldur kviknaði í einu Bláu húsanna svokölluðu við Faxafen í Reykjavík fyrir um klukkustund síðan og var tvennt flutt á slysadeild vegna gruns um að það væri með reykeitrun.

Bíll skorðaðist þversum á Blöndubrú

Það var lán í óláni þegar ungur maður missti stjórn á bíl sínum á leið yfir brúna yfir Blöndu í Blöndudal í gærkvöldi að bíllinn skorðaðist þversum á brúnni á milli handriðanna í stað þess að fara út af öðru hvoru megin.

Hreindýrum fjölgar ört á Grænlandi

Hreindýr í Grænlandi hafa aldrei verið fleiri en nú og ef fram fer sem horfir getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir bæði dýr og menn. Politiken greinir frá því að samkvæmt nýjustu talningu Náttúrfræðistofnunar Grænlands hafi hreindýrum í landinu fjölgað um fjórðung á síðustu fimm árum og telur hreindýrastofninn nú um 125 þúsund dýr.

Hellisheiði eystri lokað vegna hálku

Hellisheiði eystri hefur verið lokað fyrir umferð en þar er flughált. Vegagerðin varar einnig við flughálku á Nesjavallavegi, á Ströndum norðan Bjarnarfjarðar, á Þverárfjallsvegi, Lágheiði, Mývatnsöræfum og á Öxi.

Verslunum lokað í Kasmír í mótmælaskyni við skopmyndir

Fleiri þúsundum búða og verslana var lokað í gær í indverska hluta Kasmír í mótsmælaskyni við skopmyndir af Múhameð spámanni sem birtust í Jótlands-Póstinum fyrir rúmum tveimur mánuðum. Frá þessu greina fjölmiðlar á svæðinu.

Fimmtán fá ríkisborgararétt

Fimmtán fá ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi áður en þingi verður frestað fram yfir jól samkvæmt tillögu allsherjarnefndar Alþingis. 21 sótti um að fá ríkisborgararétt, orðið var við beiðni fimmtán en sex hafnað.

Samþykktu samning við gæsluna

Kjarasamningur skipstjórnarmanna hjá Landhelgisgæslu Íslands var samþykktur með áttatíu og einu prósentu atkvæða. Tuttugu og einn félagi í Félagi skipstjórnarmanna hafði atkvæðisrétt og greiddu allir nema einn atkvæði.

Sjúkraliðar samþykkja kjarasamning

Sjúkraliðar í Reykjavík hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning Sjúkraliðafélags Íslands og Reykjavíkurborgar. 28 af 57 á kjörskrá greiddu atkvæði. 27 þeirra greiddu atkvæði með samningnum en einn á móti.

Tveir saksóknarar boðaðir í réttarsal

Baugsmálið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag og hafa hvort tveggja Bogi Nilsson ríkissaksóknari og Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari verið boðaðir í þinghaldið.

Lögregla fann snáka í Kópavogi

Tveir stórir snákar, skammbyssur og töluvert af hassi voru meðal þess sem lögreglan í Kópavogi fann við húsleit í bænum í nótt. Hún naut meðal annars aðstoðar sérsveitarmanna frá Ríkislögreglustjóra við aðgerðina.

Drengur í bíl fórst í flugslysi

Sex ára gamall drengur lést þegar flugvél rann út af flugbraut á Midway-flugvellinum í Chicago í gærkvöld og út á götu. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 737 og var notuð í innanlandsflugi, var í lendingu þegar slysið var.

Segir mann ekki hafa sagst vera með sprengju

Maðurinn sem var skotinn til bana í flugvél í Miami í fyrradag hrópaði ekki yfir vélina að hann væri með sprengju á sér. Þetta fullyrðir einn farþegi vélarinnar í viðtali við tímaritið Time. Farþeginn segir að lögreglumennirnir hafi verið allt of fljótir að grípa til þess ráðs að skjóta manninn, enda hafi hann verið á leiðinni út úr vélinni og aldrei notað orðið sprengja.

Varað við fljúgandi hálku

Vegagerðin varar við að flughált er á Þverárfjalli, Lágheiði, Mývatnsöræfum og á Hellisheiði eystri. Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum auk fleiri staða á Suðurlandi, hálka í Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði auk þess sem hálka og hálkublettir eru víða um allt norðanvert landið frá Vestfjörðum til Austurlands.

Sjá næstu 50 fréttir