Erlent

Verslunum lokað í Kasmír í mótmælaskyni við skopmyndir

Fleiri þúsundum búða og verslana var lokað í gær í indverska hluta Kasmír í mótsmælaskyni við skopmyndir af Múhameð spámanni sem birtust í Jótlands-Póstinum fyrir rúmum tveimur mánuðum. Frá þessu greina fjölmiðlar á svæðinu. Mikil reiði hefur kraumað meðal múslíma vegna myndanna sem þeir telja móðgun við sig. Víða hefur komið til mótmæla og svo var einnig á nokkrum stöðum í Kasmír í gær. Nokkur helstu múslímaríki heims hafa farið fram á afsökunarbeiðni frá Dönum vegna málsins en danska ríkisstjórnin hefur þvertekið fyrir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×