Innlent

Millifærði þýfi inn á tvo einkareikninga

Hörður Jóhannesson vísar á bug fréttum um að sá handtekni sé milliliður.
Hörður Jóhannesson vísar á bug fréttum um að sá handtekni sé milliliður.

Þær rétt rúmu tvær milljónir króna, sem 25 ára maður er grunaður um að hafa stolið úr heimabönkum fjögurra einstaklinga fóru inn á tvo reikninga sem eru í eigu hans, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Maðurinn sem handtekinn var fyrr í vikunni situr í gæsluvarðhaldi og sætir yfirheyrslum.

Um er að ræða fjögur þjófnaðarmál, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Fyrsta og stærsta upphæðin sem stolið var með þessum hætti úr heimabanka nam um það bil 1,5 milljónum króna. Sá þjófnaður átti sér stað í lok sumars. Síðasta málið af þessu tagi kom upp í fyrri viku, þegar millifærðar voru 100 þúsund krónur úr heimabanka ungs manns. Þær upphæðir sem stolið var í þessum fjórum málum fóru í öllu tilvikum inn á reikninga mannsins sem nú situr í gæsluvarðhaldi.

@Mynd -FoMed 6,5p CP:HEIMABANKAR Kynntar voru í gær öryggisleiðbeiningar fyrir tölvunotendur til að forðast "trójuhesta" og aðra vírusa í tölvum sínum, ekki síst ef vista á heimabanka fólks.

Meðal þess sem Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú er hvaða aðferðir hafi verið notaðar til að komast inn í heimabanka þeirra sem stolið var frá. Beinast sjónir einkum að aðferð sem notuð er í útlöndum þar sem tölvuþrjótar búa til lítil forrit sem þeir fela á heimasíðum. Ef tölvunotandi fer inn á þá heimasíðu, fer forritið yfir á tölvu hans, liggur þar í leyni, fylgist með því ef farið er inn á netbanka í tölvunni, skráir hjá sér aðgangsorð og lykilorð og sendir svo sjálft sig til baka með þeim upplýsingum. Þetta er svokallaður "trójuhestur," sem kom við sögu í þjófnaðarmálunum.

g

Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn í Lögreglunni í Reykjavík vísaði í gær á bug fréttum í fjölmiðlum þess efnis að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi sé milliliður sem hafi millifært fjármuni yfir á reikning þriðja aðila. Hörður sagði, að yfirheyrslur yfir honum stæðu yfir og meðan rannsókn málsins væri ekki lokið myndi lögreglan ekki tjá sig um einstök efnisatriði þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×