Fleiri fréttir

Mynt með mynd Benedikts XVI

Benedikt sextándi páfi fetaði í fótspor forvera síns, Jóhannesar Páls páfa annars, þegar myntslátta Páfagarðs gaf út evrumyntir með mynd Benedikts sextánda á framhliðinni.

Barónessa heiðursgestur á tónleikum

Frú Valerie Amos barónessa, talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar í Lávarðadeildinni verður heiðursgestur Ólafs Ragnars Grímssonar forseta á hátíðartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands annað kvöld.

Kæra CIA fyrir að nema Þjóðverja á brott

Bandarísk mannréttindasamtök hafa kært CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, fyrir hönd Þjóðverja sem var tekinn höndum og haldið í leynilegu fangelsi í Afganistan í hálft ár.

Sjálfstæðismenn á Ísafirði halda prófkjör í febrúar

Sjálfstæðisfélögin í Ísafjarðarbæ hafa ákveðið að halda prófkjör vegna sveitarstjórnarkosninga á komandi vori 11. febrúar. Þetta kemur fram á vef héraðsfréttablaðsins Bæjarins besta. Búið er að semja reglur vegna prófkjörsins, en framboðsfrestur rennur út 21. janúar.

Met í kaupum á erlendum verðbréfum

Hrein kaup íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða á erlendum verðbréfum hafa aldrei verið meiri en í október síðastliðnum. Þá námu kaupin tæpum tuttugu og átta milljörðum króna að því er fram kemur í Morgunkornum Greiningardeildar Íslandsbanka.

Vilja úttekt á símanotkun Ísafjarðarbæjar

Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur lagt til að gerð verði úttekt á símanotkun sveitarfélagsins og að á grundvelli hennar verði kannað verð og tilhögun á símaþjónustu með það að leiðarljósi að lækka kostnað sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði.

Rottugangur í safnkössum sem ekki eru með vottun frá Svaninum

Rottugang í safnkössum má rekja til þess að fólk kaupir kassa sem ekki eru vottaðir af Norræna umhverfismerkinu Svaninum, segir Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi. Safnkassar með vottun frá Svaninum eilítið dýrari en aðrir og velja því margir ódýrari kostinn. Það getur þó reynst dýrkeypt því slíkir kassar eiga það til gliðna og hleypa inn músum og rottum. Samþykktir kassar eru á hinn bóginn einangraðir og hafa engar rifur sem eru breiðari en 7 millimetrar.

Segir Mjólkursamsöluna hafa hlunnfarið sig

Bóndi hefur stefnt Mjólkursamsölunni fyrir að hafa hlunnfarið sig við uppgjör á stofnfjársjóði Samsölunnar. Sams konar mál varða um 500 aðra bændur sem samanlagt ættu tugmilljóna króna kröfu á Samsöluna ef dómstólar fallast á kröfu bóndans.

Heimabankaþjófur aðeins milliliður

Maður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um þjófnað úr heimabanka. Hann mun þó aðeins vera milligöngumaður. Bankar og sparisjóðir hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart þjófnaði sem þessum.

Þúsundir flýja yfirvofandi eldgos

Þúsundir íbúa á eynni Vanuatu, í Suður-Kyrrahafi, hafa verið fluttir frá heimilum sínum vegna yfirvofandi eldgoss. Óttast er að flytja þurfi alla íbúa eyjarinnar á brott.

Öll undir sama þak

1.100 fermetra viðbygging við Breiðagerðisskóla í Reykjavík var formlega tekin í notkun í morgun. Með tilkomu nýju viðbyggingarinnar gerist það í fyrsta sinn í allmörg ár að nemendur Breiðagerðisskóla eru allir í sama húsnæði. Undanfarin ár hefur verið kennt í flytjanlegu húsnæði á lóð skólans og í gömlu leikskólahúsnæði.

Samningar BÍ og SA samþykktir í gær

Nýir kjarasamningar Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins vegna Árvakurs og 365 miðla, voru samþykktir í almennri atkvæðagreiðslu í gær. Fylgjandi samningunum voru rúm 73 prósent en andvíg rúm 24 prósent.

26 þúsund velja fyrirtæki ársins

Um 26 þúsund manns taka þátt í viðamestu vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd hefur verið hér á landi þegar Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, sameinast um könnun á ánægju, starfsskilyrðum og líðan fólks á vinnustað í byrjun næsta árs.

Dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir kynferðisglæpi gegn fjölda barna

Finnskur maður á fimmtugsaldri var dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir yfir 160 kynferðisglæpi gegn börnum. Dómurinn þykir sérlega þungur en maðurinn, Juoko Petri Jaatinen, framdi fleiri tugi glæpa gegn fjöldamörgum börnum á 10 ára tímabili. Kynferðisglæpirnir, sem flestir voru framdir á taílenskum vændisbörnum, þóttu sérlega grófir og niðurlægjandi í mörgum tilfellum og voru 6 fórnarlamba hans yngri en 10 ára. Samkvæmt finnskum lögum má sækja fólk til saka fyrir barnaníð þótt það hafi framið glæpinn í öðru ríki.

Þeim seku verður refsað

Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að refsa þeim sem bera ábyrgð á sprengingu í efnaverksmiðju á dögunum sem varð til þess að hundrað tonn af eiturefnum láku í Songhua-ána og spilltu drykkjarvatni milljóna manna.

Mesta veðurhamfaraár sögunnar

Árið 2005 er mesta veðurhamfaraár sem skráð hefur verið samkvæmt skýrslu sem lögð var fram á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Montreal í Kanada.

Banna pyntingar innan og utan Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnvöld hafa bannað öllum bandarískum erindrekum að beita fanga sína grimmd við yfirheyrslur, sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Úkraínu þar sem hún er í opinberri heimsókn.

Sýknaður af hryðjuverkaákærum

Bandarískur prófessor, Sami al-Arian, sem talað hefur fyrir réttindum Palestínumanna var sýknaður af hryðjuverkaákærum í Flórída í gær. Þetta er talinn mikill ósigur fyrir löggæsluna en bæði al-Arian og þrír aðrir sem tengdust málinu voru úrskurðaðir saklausir. Verjendur Arian segja málið vera fyrst og fremst pólitískt.

Stríðsglæpir fortíðar skulu ekki hafa áhrif á framtíðina

Japan á að hugsa um þann sársauka sem það hefur valdið Kína og Suður-Kóreu á árum áður en sagan á þó ekki að hindra framtíðarsamstarf, segir japanski utanríkisráðherrann Taro Aso. Samband Japan við Kína og Suður-Kóreu hefur beðið skaða að undanförnu vegna árlegra pílagrímsferða forsætisráðherrans, Junichiro Koizumi, til Yasukuni hofsins í Tókíó sem er tákn liðinna herátaka.

Allir velkomnir til Karmelsystra

Það eru margir sem heimsækja Karmelsystur í Hafnarfirði fyrir jólin enda taka þær öllum opnum örmum. Í lítilli verslun í klaustrinu gætir ýmissa grasa.

Hafnar ásökunum um staðreyndavillur

Skýrsla Stjórnhátta hf. um stöðu Byggðastofnunar inniheldur ekki staðreyndavillur eins og stjórn Byggðastofnunar hefur haldið fram segir Sigurður H. Helgason, framkvæmdastjóri Stjórnhátta.

Pakistanar búa sig undir veturinn

Hundruð þúsunda Pakistana undirbúa sig nú fyrir kaldasta tíma vetrarins sem senn gengur í garð. Lítil sem engin hjálp hefur borist stórum hluta þessa fólks eftir jarðskjálftana í síðasta mánuði sem urðu um sjötíu þúsund manns að bana.

Telur sig hafa fundið flakið af Goðafossi

Tómas J. Knútsson sportkafari telur sig hafa fundið flakið af Goðafossi sem þýskur kafbátur grandaði á Faxaflóa í síðari heimsstyrjöldinni. Með skipinu fórust margir farþegar og skipverjar en nokkrir björguðust.

Stefna á framboð í sex sveitarfélögum

Frjálslyndir stefna á framboð í minnst sex sveitarfélögum næsta vor. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum buðu þeir fram lista í þremur sveitarfélögum og komu manni í bæjar- eða borgarstjórn í tveimur þeirra.

Fundað vegna fréttar af heimabankaþjófnaði

Fulltrúar banka og sparisjóða sitja nú á fundi til að fara yfir öryggismál vegna fréttar Fréttablaðsins í morgun af þjófnaði úr heimabönkum. 25 ára karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um að hafa millifært milljónir króna úr heimabönkum fólks inn á eigin reikning og að sögn Fréttablaðins eru fjögur einstök þjófnaðarmál úr heimabönkum til rannsóknar hjá lögreglu.

Þremur bílum stolið í viku hverri

Þremur bílum er stolið í Reykjavík í viku hverri en lögreglan kemur aðeins höndum yfir einn af hverjum tíu sem stunda þessa iðju.

Sterkur ríkissjóður eða lök hagstjórn

Gert er ráð fyrir nítján milljarða króna afgangi á ríkissjóði í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem verður að lögum í dag. Stjórnarliða og stjórnarandstæðinga greinir þó á um hvort þau séu til marks um sterka stöðu ríkissjóðs eða að ekki sé tekið á óróa í efnahagslífinu.

Lögregla leitar enn manns sem beraði sig

Lögreglan í Reykjavík leitar enn að manni sem beraði sig framan nokkrar stúlkur við Grímsbæ við Bústaðaveg í fyrrakvöld. Stúlkurnar hlupu dauðskelkaðar heim og hringdu á lögreglu en maðurinn forðaði sér og hefur ekki fundist þrátt fyrir leit og eftirgrennslan.

Pyntingar eða háþróaðar yfirheyrslur?

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi að CIA flytti grunaða hermdarverkamenn án dóms og laga á milli landa til yfirheyrslna en þvertók fyrir að þeir væru pyntaðir. Yfirheyrsluaðferðir CIA eru hins vegar vafasamar svo ekki sé meira sagt.

Maraþonumræða um fjárhagsáætlun í gær

Maraþonumræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar lauk ekki fyrr en undir miðnætti en hún hófst klukkan tvö í gær. Þar kynnti R-listinn meðal annars áform um að flýta næsta skrefi í átt að gjaldfrjálsum leikskóla.

Í gæsluvarðhald vegna innbrota í heimabanka

25 ára karlmaður var úrskurðaður í gærluvarðhald í gær vegna gruns um að hafa millifært milljónir króna úr heimabönkum fólks inn á eigin reikning. Að sögn Fréttablaðsins var maðurinn handtekinn í fyrrakvöld og snýst rannsóknin um að minnsta kosti fjóra þjófnaði með þessum hætti, allt upp í hálfa aðra milljón í einu tilvikanna.

Rice viðurkennir mistök

Condoleezza Rice hóf för sína til fjögurra Evrópulanda í Berlín í gær þar sem hún átti viðræður við Angelu Merkel kanzlara. Rice hét því á fundinum að Bandaríkjastjórn myndi bæta úr þeim mistökum sem henni yrði á í stríðinu gegn hryðjuverkum. Merkel sagðist eftir fundinn vænta þess að leikreglur lýðræðisins væru virtar í baráttunni gegn hryðjuverkahættunni.

Stal fyrir tæpa hálfa milljón

Tvítugri stúlku var ekki veitt sérstök refsing fyrir innbrot sem hún framdi í Garðabæ í sumar, en kveðinn var upp yfir henni dómur í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun vikunnar. Stúlkan játaði en brotið þótti ekki þess eðlis að leitt hefði til þyngingar á þremur öðrum dómum sem kveðnir voru upp yfir henni í millitíðinni fyrir fleiri þjófnaði.

Mikil sorg í Íran eftir flugslys

Mikil sorg ríkir nú í Íran eftir að flugvél skall á íbúðarbyggingu í suðurhluta Teheran, höfuðborg landsins, í gær með þeim afleiðingum að 130 manns fórust. Flugvélin var nýtekin á loft þegar bilunar varð vart og ætlaði flugstjórinn að reyna nauðlendingu.

Skemmdu jólaskreytingu við Akureyrarkirkju

Tveir unglingsstrákar, 15 og 16 ára, réðust á jólaskreytingu á tröppunum fyrir framan Akureyrarkirkju um þrjúleytið í nótt og brutu þar og skemmdu allt sem hönd á festi. Lögreglu var tilkynnt um athæfið og kom á vettvang, en piltarnir reyndu þá að komast undan.

Vesturbakka og Gaza lokað

Ísraelsk yfirvöld hófu í gær refsiaðgerðir gegn Palestínumönnum fyrir sjálfsmorðs­árás samtakanna Heilagt stríð í bænum Netanya í fyrradag sem kostaði fimm mannslíf. Vesturbakkanum og Gaza-svæðið voru lokuð af og fimm­tán herskáir Palestínumenn voru teknir höndum.

Felldu níu talibana í Afganistan

Afganskar lögreglusveitir felldu níu talibana í þriggja klukkustunda skotbardaga í suðurhluta landsins í gær. Þá voru sex uppreisnarmenn handteknir. Í nærliggjandi héraði keyrðu vígamenn upp að hópi lögreglumanna og vegfarenda og skutu á þá. Tveir vegfarendur féllu og einn lögregluþjónn. Þá særðust tveir í árásunum.

Setti svefnlyf í bananatertu

Tæplega fertug kona í Óðinsvéum hefur verið handtekin fyrir tilraun til manndráps en hún stakk sextán ára son sinn með hníf í brjóstið. Konan hefur ítrekað reynt að myrða son sinn, meðal annars hefur hún sett svefnlyf í banana­tertu og pottrétt.

Þurfa að skríða til Reykjavíkur

"Ef flugvöllurinn fer og þá allur aðflugsbúnaður með er væntanlega ekkert annað að gera en að fljúga aðflugið til Keflavíkur og skríða svo til Reykjavíkur í sjónflugi," segir Jón K. Björnsson, flugrekstrarstjóri hjá Þyrlu­þjónustunni í Reykjavík.

Enn óljóst hvað olli brunanum á Ísafirði

Ekki liggur enn fyrir hvað olli eldsvoða í íbúðarhúsi við Aðalstræti á Ísafirði í fyradag, þar sem einn íbúi hússins fórst. Lögreglumenn frá Ísafirði ásamt tæknimönnum frá lögreglunni í Reykjavík unnu að rannsókn málsins fram á kvöld í gærkvöldi, en niðurstaða liggur ekki fyrir.

Rúmensk stjórnvöld hafa ekkert að fela

Forseti Rúmeníu, Traian Basescu, segir engin fangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hafa verið í landinu. Sagði forsetinn að hann myndi leyfa utanaðkomandi rannsókn til að sanna að þarlens stjórnvöld hefðu ekkert að fela.

Gera ekki samninga í Eystrasaltsríkjum

Rúmlega tíu prósent af starfsfólki íslenskra fyrirtækja í Eystrasaltslöndunum eru í stéttarfélögum og þá helst starfsmenn matvælafyrirtækja. Kjarasamningar eru fátíðir. Forystumenn þriggja landssambanda hittast í dag til að ákveða aðgerðir.

Sjá næstu 50 fréttir