Innlent

Leikskólagjöld eiga að lækka

Leikskólagjöld í borginni munu lækka um fimm þúsund á mánuði frá næstu áramótum.
Leikskólagjöld í borginni munu lækka um fimm þúsund á mánuði frá næstu áramótum.

Gert er ráð fyrir í nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í fyrradag að leikskólagjöld í borginni lækki strax eftir næstu áramót. Mun almennt leikskólagjald fyrir átta tíma vistun þannig lækka um fimm þúsund á mánuði eða 55 þúsund krónur á ári.

Sem fyrr munu einstæðir foreldrar, öryrkjar og námsmenn njóta hagstæðustu kjaranna og greiða milli 11 og 13 þúsund krónur hvern mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×