Innlent

Íslendingar eiga erfitt með að fóta sig í dönskunni

Margir Íslendingar í Danmörku eiga í erfiðleikum með að fóta sig í dönskunni og tala ensku í staðinn. Geti þeir stundað nám sitt á ensku hafa þeir minni þörf fyrir dönskuna í daglega lífinu. Sighvatur Jónsson, fréttamaður NFS, kannaði tungu Íslendinga í Danmörku.

Trausti Skúlason tölvuteiknari er einn þessara Íslendinga. Hann valdi sér nám á ensku og þarf því lítið að bregða fyrir sig dönskunni. Hann segir þá dönsku sem hann lærði í grunnskóla á Íslandi rétt hafa nýtt sér til að lesa einfalda texta. Framburðurinn flækist líka fyrir honum en Trausti segir að þetta sé allt að koma. Hann er nú farinn að vinna og þarf því að nota dönskuna meira. Hann segir líka eins gott, ef hann ætli að vera í Danmörku í einhver ár í viðbót, að hætta „þessu rugli" og fara að tala „rétta" tungumálið í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×