Innlent

Níu bílaþjófar af tíu sleppa

Lítill árangur lögreglu. Bílþjófar sleppa frá lögreglu í níu tilvikum af hverjum tíu.
Lítill árangur lögreglu. Bílþjófar sleppa frá lögreglu í níu tilvikum af hverjum tíu.
Aðeins tekst að hafa hendur í hári bílþjófa í einu tilviki af hverjum tíu, að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík. Greint er frá þessu á NFS en þar kemur fram að um 150 bifreiðum hafi verið stolið á þessu ári. Flestir bílanna koma í leitirnar yfirleitt lítið skemmdir, en bílþjófarnir sjálfir sleppa í níu skipti af hverjum tíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×