Lokka fólk austur 7. desember 2005 22:27 Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð ætla að lokka til sín fólk af suðvesturhorninu með því að byggja upp íþróttamannvirki fyrir fjárhæð sem samsvarar einni milljón króna á hverja fjölskyldu í bæjarfélaginu. Stærsta íþróttahöll Austurlands og ný sundlaug eru meðal þess sem á að fá fólk til að flytja austur. Áhrif stóriðjuframkvæmdanna á Austurlandi koma hvað sterkast fram í þéttbýlinu á Reyðarfirði þar sem þegar er flutt inn í fyrsta háhýsið og háhýsi nú tvö er að spretta upp úr jörðinni. Þar skammt fyrir ofan mótar nú fyrir útlínum stærsta íþróttamannvirkis fjórðungsins, níuþúsund fermetra íþróttahöll sem hýsa mun knattspyrnuvöll í fullri stærð. Á Reyðarfirði er jafnframt verið að byggja líkamsræktarstöð við gamla íþróttahúsið en alls er verið að reisa íþróttamannvirki í Fjarðabyggð fyrir þrettán hundruð milljónir króna. Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri segir ástæður fyrir þessari miklu uppbyggingu einfaldlega þær að ná þurfi fólki austur, af suðvesturhorninu. Á Eskifirði er verið leggja hitaveitu um bæinn en heitt vatn fannst fyrir þremur árum inn af botni Eskifjarðar. Fundur heita vatnsins hvatti menn til að ráðast í sundlaugarsmíði og eru Íslenskir aðalverktakar nú að byggja laugina fyrir Eignarhaldsfélagið Fasteign, sem verður eigandi hennar. Norðfirðingar munu einnig njóta framkvæmda á þessu sviði en í Neskaupstað er verið að endurbyggja gömlu laugina og þar er jafnframt að hefjast lagning gervigrasvallar. bæjarstjórinn segir framkvæmdirnar lyftistöng fyrir bæjarfélagið þó þær séu dýrar og því sé verið að skoða kosti einkavæðingar. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð ætla að lokka til sín fólk af suðvesturhorninu með því að byggja upp íþróttamannvirki fyrir fjárhæð sem samsvarar einni milljón króna á hverja fjölskyldu í bæjarfélaginu. Stærsta íþróttahöll Austurlands og ný sundlaug eru meðal þess sem á að fá fólk til að flytja austur. Áhrif stóriðjuframkvæmdanna á Austurlandi koma hvað sterkast fram í þéttbýlinu á Reyðarfirði þar sem þegar er flutt inn í fyrsta háhýsið og háhýsi nú tvö er að spretta upp úr jörðinni. Þar skammt fyrir ofan mótar nú fyrir útlínum stærsta íþróttamannvirkis fjórðungsins, níuþúsund fermetra íþróttahöll sem hýsa mun knattspyrnuvöll í fullri stærð. Á Reyðarfirði er jafnframt verið að byggja líkamsræktarstöð við gamla íþróttahúsið en alls er verið að reisa íþróttamannvirki í Fjarðabyggð fyrir þrettán hundruð milljónir króna. Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri segir ástæður fyrir þessari miklu uppbyggingu einfaldlega þær að ná þurfi fólki austur, af suðvesturhorninu. Á Eskifirði er verið leggja hitaveitu um bæinn en heitt vatn fannst fyrir þremur árum inn af botni Eskifjarðar. Fundur heita vatnsins hvatti menn til að ráðast í sundlaugarsmíði og eru Íslenskir aðalverktakar nú að byggja laugina fyrir Eignarhaldsfélagið Fasteign, sem verður eigandi hennar. Norðfirðingar munu einnig njóta framkvæmda á þessu sviði en í Neskaupstað er verið að endurbyggja gömlu laugina og þar er jafnframt að hefjast lagning gervigrasvallar. bæjarstjórinn segir framkvæmdirnar lyftistöng fyrir bæjarfélagið þó þær séu dýrar og því sé verið að skoða kosti einkavæðingar.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira