Innlent

Samsæri gagnvart útrásinni

Jón Helgi Guðmundsson. "Við erum fullfær um að passa okkar fólk og semja við það eftir þeim grundvallarreglum sem við förum eftir," segir Jón Helgi Guðmundsson, stjórnarformaður Byko, um þá fyrirætlan verkalýðshreyfingarinnar að óska eftir samstarfi við íslensku fyrirtækin í Eystrasaltsríkjunum eftir áramót.
Jón Helgi Guðmundsson. "Við erum fullfær um að passa okkar fólk og semja við það eftir þeim grundvallarreglum sem við förum eftir," segir Jón Helgi Guðmundsson, stjórnarformaður Byko, um þá fyrirætlan verkalýðshreyfingarinnar að óska eftir samstarfi við íslensku fyrirtækin í Eystrasaltsríkjunum eftir áramót.

Jón Helgi Guðmunds­son, stjórnarformaður Byko, hafnar samstarfi við íslensku verkalýðshreyfinguna í Eystrasaltslöndunum. Hann segir að íslensku fyrirtækin Byko Lat og CED séu þekkt fyrir að búa vel að sínum starfsmönnum og hafi ekkert með samstarf við íslensku verkalýðshreyfinguna að gera.

"Þetta er gersamlega út í hött. Við erum að vinna í allt öðru umhverfi en verkalýðshreyfingin er í og mér finnst umræðan um þetta alveg fáránleg. Ég lít á þetta sem samsæri gagnvart útrás íslensku fyrirtækjanna. Þeir eru bara að reyna að búa sér til stöðu gagnvart okkur," segir Jón Helgi.

"Verkalýðshreyfingin hefur engan skilning á þessu umhverfi sem þarna er. Mér finnst að starfsmenn í Eystrasaltslöndunum eigi að fá að ráða sínum málum sjálfir án afskipta íslenskrar verkalýðshreyfingar. Við erum fullfær um að passa okkar fólk og semja við það eftir þeim grundvallarreglum sem við förum eftir," segir hann. Fréttablaðið greindi frá því í gær að þrjú sambönd innan ASÍ myndu eftir áramót óska eftir samstarfi við eigendur íslensku fyrirtækjanna tólf í Eystrasaltslöndunum um kjarasamninga og aðild starfsfólks að stéttarfélögum. Fáir starfsmenn í byggingageiranum eru í stéttarfélögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×