Erlent

Eldur í tjaldi á hamfarasvæðunum í Pakistan

Sjö létust, þar af fjögur börn, þegar eldur kviknaði í tjaldi á hamfarasvæðunum í norðurhluta Pakistans í gærkvöld. Samkvæmt fréttum AP kviknaði í tjaldinu úr frá kerti og létust fjórir á staðnum en þrír á sjúkrahúsi skömmu síðar.

Þrjár milljónir manna misstu heimili sín í jarðskjálftanum sem skók Pakistan 8. október síðastliðinn og í síðustu viku greindu hjálparsamtök frá því að þau tjöld sem dreift hefði verið á hamfarasvæðinu þyldu ekki hinn harða vetur sem nú er að ganga í garð í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×