Erlent

Heimildarmaðurinn ákærður

Einn af leynilegum heimildarmönnum sænsku lögreglunnar hefur verið handtekinn og ákærður fyrir þátttöku í árás á brynvarðan peningaflutningabíl Securitas í Stokkhólmi í lok ágúst. Ræningjarnir höfðu hátt í 250 milljónir upp úr krafsinu.

Lögreglan hafði samband við heimildarmanninn eftir ránið til að fá hjá honum upplýsingar. Aftonbladet sagði í gær að fljótlega hefði vaknað grunur gegn manninum og sími hans því verið hleraður. Maðurinn og tveir aðrir unnu saman á bílaverkstæði og þaðan koma meðal annars nokkur sönnunargögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×