Erlent

Vill lengri tíma til að rannsaka morðið á Hariri

Frá vettvangi tilræðisins við Hariri í febrúar síðastliðnum.
Frá vettvangi tilræðisins við Hariri í febrúar síðastliðnum. MYND/AP

Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sem rannsakar morðið á Rafiq Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, hefur farið fram á það að rannsóknartíminn verði lengdur um hálft ár vegna samstarfstregðu sýrlenskra yfirvalda í málinu. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem Reuters-fréttastofan vitnar til og er unnin fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna segir einnigað sýrlensk yfirvöld verði að handtaka þá menn sem nefndin telji að hafi komið að tilræðinu, en Hariri lést í febrúar síðastliðnum þegar sprengja sprakk við bíl hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×