Erlent

Félagar í hryðjuverkaneti handteknir

Franska lögreglan hefur handtekið að minnsta kosti 20 manns í og við París sem grunaðir eru um aðild að íslömsku hryðjuverkaneti. Lögregla segir mennina, sem flestir eru af túniskum og marokkóskum uppruna, tengjast hugsanlegum hryðjuverkum í Frakklandi en þeir voru handteknir í áhlaupi á bæði heimili og netkaffihús í höfuðborginni. Mennirnir höfðu verið undir eftirliti í nokkrar vikur að sögn franskra embættismanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×