Fleiri fréttir Lögregla rannsakar tildrög banaslyss Lögreglan á Akureyri vinnur nú að rannsókn banaslyss sem varð þegar bíll valt út af Svalbarðsstrandarvegi við Eyjafjörð snemma í morgun og varð alelda. Lögreglan hefur yfirgefið vettvang slyssins og vinnur að því að ræða við þá sem komu fyrst á slysstað. Enn liggja tildrög slyssins ekki fyrir. 12.12.2005 15:17 Flensuyf til fyrir þriðjung þjóðarinnar Í landinu eru til 89 þúsund skammtar af Tamiflú og Relensa inflúensulyfjum sem gripið verður til komi til heimsfaraldurs inflúensu og duga skammtarnir fyrir um þriðjung þjóðarinnar. 12.12.2005 15:15 Þorskstofninn gefur eftir milli ára Stofnvísitala þorsks er lægri í haustmælingu Hafrannsóknastofnunar í ár en í fyrra og er það í fyrsta sinn frá árinu 2001 sem stofnvísitala þorsksins hækkar ekki á milli ára. 12.12.2005 14:52 Tólf milljónir til viðbótar vegna hamfara í Pakistan Íslenska ríkið hefur ákveðið að auka framlag sitt til hjálparstarfs vegna jarðskjálftans í Pakistan í október síðastliðnum. Áætlað er að 12 milljónum verði varið til fjármögnunar á flutningi Atlantshafsbandalagsins á hjálpargögnum til nauðstaddra í norðurhluta landsins. 12.12.2005 14:51 Verðbólgan 4,1% síðasta árið Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,36 prósent á milli mánaða og stendur nú í desember í 248,9 stigum. Síðastliðið ár hefur því vísitalan hækkað um 4,1 prósent en ef húsnæðisliði vísitölunnar er sleppt hefur hún einungis hækkað um 0,7 prósent. 12.12.2005 14:42 Teknir til við að slökkva eldana Breskir slökkviliðsmenn byrjuðu í dag að dæla milljónum lítra af kvoðu og vatni á eldana sem enn loga í olíubirgðastöðinni norðan við Lundúnir. 12.12.2005 14:40 Villandi samanburður Formaður Landssambands Eldri borgara sakar fjármálaráðuneytið um villandi samanburð í frétt sem birtist í vefriti fjármálaráðuneytisins, þar sem fullyrt var að ráðstöfunartekjur aldraðra væru hæstar á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 12.12.2005 12:51 Tólf handteknir í kynþáttaóeirðum Tólf unglingar voru handteknir í miklum kynþáttaóeirðum í Sidney í Ástralíu í gær. Þúsundir hvítra unglinga söfnuðust saman í strandhverfum borgarinnar og gerðu aðsúg að hópi ungmenna af arabískum uppruna og létu öllum illum látum. 12.12.2005 12:30 Atkvæðagreiðslan hafin Atkvæðagreiðsla í sögulegum þingkosningum í Írak hefst í dag. Stjórnvöld í Írak hafa gripið til víðtækra öryggisaðgerða í aðdraganda kosninganna, þar sem óttast er að uppreisnarmenn geri fjölmargar árásir. 12.12.2005 11:30 Pólverjar rannsaka leynifangelsi Pólsk stjórnvöld hafa ákveðið að hefja formlega rannsókn á því hvort leynifangelsi á vegum CIA hafi verið rekin í landinu. Stjórnvöld í Póllandi hafa alltaf harðneitað sögusögnum um leynifangelsin, en segja að málið verði að rannsaka, því annars gæti það skaðað orðstýr landsins. 12.12.2005 11:19 Þingmaður myrtur Líbanskur þingmaður var ráðinn af dögum í Beirút í morgun. Aðrir þingmenn ásaka Sýrlendinga um að bera ábyrgð á morðinu. Þingmaðurinn Gebran tueni lést ásamt þrem öðrum þegar bílsprengja sprakk nærri bifreið hans. Tíu manns slösuðust í sprengingunni, sem var mjög öflug og skemmdi nærliggjandi byggingar töluvert. 12.12.2005 11:14 Þjóðverjar fá einir þjóða að reka herstöð í Úsbekistan Þjóðverjar fá að halda áfram rekstri herstöðvar sinnar í Úsbekistan, ólíkt öðrum NATO-þjóðum. Á dögunum lýstu stjórnvöld í Úsbekistan því yfir við fjölmörg þeirra ríkja sem eru með hersveitir í landinu að þau fengju ekki áframhaldandi leyfi fyrir slíku, en Úsbekistan hefur meðal annars landamæri að Afganistan. 12.12.2005 09:36 Jón Páll í mestum metum Aflraunagarpurinn Jón Páll Sigmarsson er í mestum metum yfir afreksíþróttamenn hér á landi, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Visa Europe og Morgunblaðið britir í dag. Jón Páll, sem lést fyrir um þrettán árum, hefur nokkra yfirburði í könnuninni. 12.12.2005 09:28 Innbrotsþjófar handsamaðir í Breiðholti Húsráðendur í einbýlishúsi í Breiðholti vöknuðu við þann vonda draum í nótt að einhverjir ókunnugir voru í húsinu. Styggð kom á innbrotsþjófana, sem voru tveir, þegar þeir urðu húsráðenda varir. Þeir lögðu á flótta en lögreglumenn gripu þá glóðvolga skömmu síðar. 12.12.2005 09:08 Sjö fíkniefnamál í Hafnarfirði Sjö fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina sem er óvenju mikið. Flest málanna komu upp við venjulegt umferðareftirlit. 12.12.2005 08:21 Sjónhimnuígræðslur í heila Parkinsons-sjúklinga lofa góðu Sex sjúklingar sem þjást af Parkinsons sjúkdómnum hafa sýnt miklar framfarir eftir að skurðlæknar græddu frumur úr innra lagi sjónhimna í heila þeirra. Ári eftir ígræðslunar mældust sjúklingarnir 48% hærra á prófum sem mæla hreyfingu þeirra og samhæfingu og tveimur árum síðar höfðu þeir ekki glatað þeirri getu. 12.12.2005 08:15 Banaslys á Svalbarðsstrandarvegi í morgun Banaslys varð þegar bíll valt út af Svalbarðsstrandarvegi við Eyjafjörð upp úr klukkan fimm í morgun og varð alelda. Vegfarandi tilkynnti um slysið og voru lögregla og slökkvilið þegar send á vettvang en þá var maðurinn, sem var einn í bílnum, látinn. Lögreglan á Akureyri rannsakar tildrög slyssins. 12.12.2005 08:07 Öflug sprengja í pósthúsi í Aþenu Öflug sprengja varð í pósthúsi í miðborg Aþenu í Grikklandi í morgun. Töluverðar skemmdir urðu á byggingunni og gler úr rúðum dreifðist yfir stórt svæði. Ekki liggur enn fyrir hvort fólk hafi slasast í sprengingunni. 12.12.2005 08:02 Meðalverð íbúðarhúsnæðis lækkaði Meðalverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu og víðast hvar annars staðar í þéttbýli lækkaði í síðustu viku í samanburði við meðalverð síðastliðinna tólf vikna. Samkvæmt þinglýstum kaupsamningum lækkaði það um þréttán hundruð þúsund á höfuðborgarsvæðinu, um fjórar milljónir á Akureyri og um þrjár og hálfa milljón á Árborgarsvæðinu. 12.12.2005 07:48 Fann sprautur á bílastæði Hún var heldur ófögur sjónin sem blasti við Daða Hreinssyni þegar hann lagði bílnum sínum á bílastæði við húsnæði sem eitt sinn hýsti veitingastaðinn Glóðina í Keflavík um tvö leytið á föstudaginn. Sprautur og áhöld, sem notuð eru við fíkniefnaneyslu, smokkar og sleipiefni lágu þar fyrir allra augum. 12.12.2005 07:45 Töluverður eldur logar enn Töluverður eldur logar enn í einni stærstu olíubirgðastöð í Bretlandi þar sem miklar sprengingar urðu í gær. Reykmökkurinn frá stöðinni nær mörg hundruð metra upp í loftið. Talið er að erfitt verði að komast að orsökum sprenginganna þar sem flestallar vísbendingar hafi brunnið. 12.12.2005 07:27 Brottfluttir eru kosningabærir Fjölmargir Írakar sem eru búsettir utan heimalands síns fá á þriðjudag að kjósa í þingkosningum landsins. Kosningarnar fara fram í Írak á fimmtudag en atkvæði verða greidd erlendis á þriðjudag og miðvikudag. 12.12.2005 07:15 Genginn til liðs við Sharon Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt skilið við Likud-flokkinn og gengið til liðs við miðflokk Ariels Sharon forsætisráðherra. Mofaz segir að hægri öfgamenn hafi rænt Likud-flokknum og því hefði hann ekki getað unað. Mofaz var einn öflugasti leiðtogi Likud-flokksins. 12.12.2005 07:15 Maður og barn sluppu ómeidd Bílvelta varð norðan við vegasjoppuna Baulu rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Ökumann og barn sem var í bílnum sakaði ekki en bifreiðin er talin vera ónýt. Vegurinn á þessum slóðum er mjög illa farinn og þá var einnig mikil hálka þegar slysið varð. 12.12.2005 07:15 Hraðahindrun flutt úr stað Hann var nokkuð bíræfinn náunginn sem stal hraðahindrun í Búðardal aðfaranótt laugardags en henni var síðan raðað upp á graskant fyrir framan stjórnsýsluhús bæjarins. 12.12.2005 07:15 Skuldir aukist um 30 milljarða Skuldir sveitarfélaganna í landinu fyrir skuldbindingar hafa aukist um tæpa 30 milljarða króna frá árinu 1997 samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hluti vandans felst í að margar stofnanir sveitarfélaga sem eiga sjálfar að standa undir skuldum sínum með gjöldum eða öðrum tekjum gera það ekki og verða því mörg sveitarfélög sjálf að axla þá bagga og nota til þess skattfé. 12.12.2005 07:00 Stjórnvöld höfðu ekki lagaheimildir Umboðsmaður alþingis telur að íslenska ríkið hafi ekki haft lagalega heimild til þess að setja komubann á iðkendur Falung Gong sumarið 2002. Hann segir það íslenskra dómstóla að skera úr um hvort ríkið hafi bakað sér skaðabótaskyldu. 12.12.2005 07:00 Húnavatnshreppur orðinn til Nýju sveitarfélagi í Austur-Húnavatnssýslu á að gefa nafnið Húnavatnshreppur, samkvæmt niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga sem fram fóru á laugardag, en þá var kosið um nýtt nafn á hreppinn. 12.12.2005 06:45 Kynjakvóti í stjórnum Lög sem skylda skráð hlutafélög til að hafa að minnsta kosti fjóra af hverjum tíu stjórnarmönnum konur ganga í gildi um áramótin í Noregi. Félögin fá tvö ár til að auka hlutfallið þannig að í ársbyrjun 2008 eiga konur að sitja í öðru hverju stjórnarsæti, annars geta félögin misst starfsleyfi. 12.12.2005 06:30 Pyntingar verði bannaðar Öldungadeild Bandaríkjaþings og Hvíta húsið munu á næstunni samþykkja tillögu um að banna pyntingar til að fá mikilvægar upplýsingar hjá grunuðum hryðjuverkamönnum. Þessu heldur Bill Frist, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, fram. 12.12.2005 06:15 Ekkert vitað um afdrif gísla Yfirvöld í Írak segjast ekki hafa neinar upplýsingar um þá sjö vestrænu gísla sem hafa verið í haldi í landinu undanfarið. Í síðasta mánuði var þýskum fornleifafræðingi rænt í Bagdad og nokkrum dögum síðar var fjórum kristnum friðarsinnum rænt í borginni. 12.12.2005 06:15 Tólf handteknir Þúsundir hvítra ungmenna efndu til mótmæla í Sydney í Ástralíu í gær og þurfti lögreglan að hafa hendur í hári þó nokkurra ólátabelga. Mótmælin áttu sér stað á ströndinni Cronulla og höfðu mótmælendurnir flestir áfengi um hönd. 12.12.2005 06:15 Afurðir virðast meiri en í fyrra Fyrstu tölur benda til að afurðir sláturtíðarinnar í haust séu talsvert meiri en í fyrra. Fyrstu yfirlitstöflur um niðurstöður úr fjárræktarfélögunum haustið 2005 eru nú aðgengilegar á vef Bændasamtakanna, www.bondi.is. Þar kemur fram að uppgjöri sé lokið fyrir rúmlega 66 þúsund ær frá haustinu. 12.12.2005 06:15 Feitum börnum fjölgar ört Brussel Yfir 400 þúsund börn á aldrinum fimm til ellefu ára bætast í hóp offitusjúklinga í Evrópu á ári hverju, samkvæmt nýjum tölum Evrópusambandsins. Um fjórtán milljónir barna innan sambandsins eru talin vera vel yfir kjörþyngd. Þar af eru þrjár milljónir taldar þjást af offitu. 12.12.2005 06:00 Fann fyrir nærveru ömmu Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, nýkjörin Ungfrú heimur, er enn að átta sig á sigrinum en hlakkar til að takast á við verkefnin sem fylgja titlinum. Fram undan eru spennandi tímar með ferðalögum um allan heim. 12.12.2005 06:00 Landi og þjóð til sóma Þegar ljós urðu úrslit í keppninni Ungfrú heimur sendu forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff nýkrýndri fegurðardrottingu eftirfarandi heillaóskir: "Ungfrú heimur, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, Sanya, Kína. Við óskum þér til hamingju með glæsilegan árangur. Þú ert landi og þjóð til sóma. Heillaóskir til fjölskyldunnar." 12.12.2005 06:00 Tekjuháir fá minna Þak sem sett var á fæðingarorlofsgreiðslur veldur því að útgjöld fæðingarorlofssjóðs voru 25 milljónum króna lægri fyrstu níu mánuði ársins en ráð var fyrir gert. Eftir breytingu geta greiðslur ekki orðið hærri en sem nemur 80 prósentum af 600 þúsund króna mánaðartekjum. 12.12.2005 05:45 Sigur Bræðralags múslima Bráðabirgðaniðurstöður egypsku þingkosninganna benda til að Bræðralag múslima hafi hlotið fimmtung atkvæða. 12.12.2005 05:00 Tveimur vísað úr landi Stjórnvöld á Ítalíu vísuðu tveimur Norður-Afríkubúum sem þau töldu hættulega úr landi um helgina. Þar á meðal var einn sem tvisvar hefur verið sýknaður af ákærum um hryðjuverk, Marokkóbúinn Mohamed Daki. 12.12.2005 04:45 Stunda sjóböð á hverjum sunnudagsmorgni Tilhugsunin um að stinga sér til sunds við strendur Íslands gefur mörgum hroll. Því er þó ekki svo farið með meðlimi í sjósundsfélaginu "Skítkalt" sem mæta stundvíslega klukkan ellefu á hverjum sunnudagsmorgni til að stinga sér til sunds við Gróttu. 11.12.2005 18:41 Tugþúsundir manna sýna Gotovina stuðning Tugþúsundir manna hafa safnast saman á götum úti í Króatíu til þess að sína meinta stríðsglæpamanninum Ante Gotovina stuðning. Hann var í gærmorgun fluttur með spænskri herflugvél áleiðis til stríðsglæpadómstólsins í Haag. 11.12.2005 18:15 Andi jólanna í hættu Andi jólanna er í hættu vegna gegndarlausrar efnishyggju víða um heim. Þetta sagði Benedikt páfi í vikulegri blessum sinni á Péturstorginu í Róm. Páfinn sagði að jólin liðu fyrir auglýsingaeitrun, sem tröllriði öllu í hinum vestræna heimi á þessum árstíma. 11.12.2005 17:15 Steingrímur talar mest Þrátt fyrir að þing sé nú einungis hálfnað hefur sá þingmanna sem lengst hefur staðið í ræðustól, talað í rúman hálfan sólarhring. Það kemur ef til vill fáum á óvart að formaður Vinstri Grænna, Steingrímur J Sigfússon, skuli fara þar fremstur í flokki. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði hins vegar minnst. 11.12.2005 16:15 Öflugur skjálfti á Nýju Gíneu Jarðskjálfti upp á sex komma átta á Richter skók Nýju Gíneu á þriðja tímanum í dag. Skjálftinn varð í þeim hluta landsins sem liggur norður af Ástralíu og austur af Indónesíu. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í skjálftanum. 11.12.2005 16:13 Pryor látinn Grínleikarinn frægi Richard Pryor lést í gærkveldi. Hjartaáfall varð honum að fjörtjóni að sögn eftirlifandi eiginkonu hans. Richard Pryor var sextíu og fimm ára að aldri og hafði glímt við MS sjúkdóminn í um tvo áratugi. 11.12.2005 15:45 Sjá næstu 50 fréttir
Lögregla rannsakar tildrög banaslyss Lögreglan á Akureyri vinnur nú að rannsókn banaslyss sem varð þegar bíll valt út af Svalbarðsstrandarvegi við Eyjafjörð snemma í morgun og varð alelda. Lögreglan hefur yfirgefið vettvang slyssins og vinnur að því að ræða við þá sem komu fyrst á slysstað. Enn liggja tildrög slyssins ekki fyrir. 12.12.2005 15:17
Flensuyf til fyrir þriðjung þjóðarinnar Í landinu eru til 89 þúsund skammtar af Tamiflú og Relensa inflúensulyfjum sem gripið verður til komi til heimsfaraldurs inflúensu og duga skammtarnir fyrir um þriðjung þjóðarinnar. 12.12.2005 15:15
Þorskstofninn gefur eftir milli ára Stofnvísitala þorsks er lægri í haustmælingu Hafrannsóknastofnunar í ár en í fyrra og er það í fyrsta sinn frá árinu 2001 sem stofnvísitala þorsksins hækkar ekki á milli ára. 12.12.2005 14:52
Tólf milljónir til viðbótar vegna hamfara í Pakistan Íslenska ríkið hefur ákveðið að auka framlag sitt til hjálparstarfs vegna jarðskjálftans í Pakistan í október síðastliðnum. Áætlað er að 12 milljónum verði varið til fjármögnunar á flutningi Atlantshafsbandalagsins á hjálpargögnum til nauðstaddra í norðurhluta landsins. 12.12.2005 14:51
Verðbólgan 4,1% síðasta árið Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,36 prósent á milli mánaða og stendur nú í desember í 248,9 stigum. Síðastliðið ár hefur því vísitalan hækkað um 4,1 prósent en ef húsnæðisliði vísitölunnar er sleppt hefur hún einungis hækkað um 0,7 prósent. 12.12.2005 14:42
Teknir til við að slökkva eldana Breskir slökkviliðsmenn byrjuðu í dag að dæla milljónum lítra af kvoðu og vatni á eldana sem enn loga í olíubirgðastöðinni norðan við Lundúnir. 12.12.2005 14:40
Villandi samanburður Formaður Landssambands Eldri borgara sakar fjármálaráðuneytið um villandi samanburð í frétt sem birtist í vefriti fjármálaráðuneytisins, þar sem fullyrt var að ráðstöfunartekjur aldraðra væru hæstar á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 12.12.2005 12:51
Tólf handteknir í kynþáttaóeirðum Tólf unglingar voru handteknir í miklum kynþáttaóeirðum í Sidney í Ástralíu í gær. Þúsundir hvítra unglinga söfnuðust saman í strandhverfum borgarinnar og gerðu aðsúg að hópi ungmenna af arabískum uppruna og létu öllum illum látum. 12.12.2005 12:30
Atkvæðagreiðslan hafin Atkvæðagreiðsla í sögulegum þingkosningum í Írak hefst í dag. Stjórnvöld í Írak hafa gripið til víðtækra öryggisaðgerða í aðdraganda kosninganna, þar sem óttast er að uppreisnarmenn geri fjölmargar árásir. 12.12.2005 11:30
Pólverjar rannsaka leynifangelsi Pólsk stjórnvöld hafa ákveðið að hefja formlega rannsókn á því hvort leynifangelsi á vegum CIA hafi verið rekin í landinu. Stjórnvöld í Póllandi hafa alltaf harðneitað sögusögnum um leynifangelsin, en segja að málið verði að rannsaka, því annars gæti það skaðað orðstýr landsins. 12.12.2005 11:19
Þingmaður myrtur Líbanskur þingmaður var ráðinn af dögum í Beirút í morgun. Aðrir þingmenn ásaka Sýrlendinga um að bera ábyrgð á morðinu. Þingmaðurinn Gebran tueni lést ásamt þrem öðrum þegar bílsprengja sprakk nærri bifreið hans. Tíu manns slösuðust í sprengingunni, sem var mjög öflug og skemmdi nærliggjandi byggingar töluvert. 12.12.2005 11:14
Þjóðverjar fá einir þjóða að reka herstöð í Úsbekistan Þjóðverjar fá að halda áfram rekstri herstöðvar sinnar í Úsbekistan, ólíkt öðrum NATO-þjóðum. Á dögunum lýstu stjórnvöld í Úsbekistan því yfir við fjölmörg þeirra ríkja sem eru með hersveitir í landinu að þau fengju ekki áframhaldandi leyfi fyrir slíku, en Úsbekistan hefur meðal annars landamæri að Afganistan. 12.12.2005 09:36
Jón Páll í mestum metum Aflraunagarpurinn Jón Páll Sigmarsson er í mestum metum yfir afreksíþróttamenn hér á landi, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Visa Europe og Morgunblaðið britir í dag. Jón Páll, sem lést fyrir um þrettán árum, hefur nokkra yfirburði í könnuninni. 12.12.2005 09:28
Innbrotsþjófar handsamaðir í Breiðholti Húsráðendur í einbýlishúsi í Breiðholti vöknuðu við þann vonda draum í nótt að einhverjir ókunnugir voru í húsinu. Styggð kom á innbrotsþjófana, sem voru tveir, þegar þeir urðu húsráðenda varir. Þeir lögðu á flótta en lögreglumenn gripu þá glóðvolga skömmu síðar. 12.12.2005 09:08
Sjö fíkniefnamál í Hafnarfirði Sjö fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina sem er óvenju mikið. Flest málanna komu upp við venjulegt umferðareftirlit. 12.12.2005 08:21
Sjónhimnuígræðslur í heila Parkinsons-sjúklinga lofa góðu Sex sjúklingar sem þjást af Parkinsons sjúkdómnum hafa sýnt miklar framfarir eftir að skurðlæknar græddu frumur úr innra lagi sjónhimna í heila þeirra. Ári eftir ígræðslunar mældust sjúklingarnir 48% hærra á prófum sem mæla hreyfingu þeirra og samhæfingu og tveimur árum síðar höfðu þeir ekki glatað þeirri getu. 12.12.2005 08:15
Banaslys á Svalbarðsstrandarvegi í morgun Banaslys varð þegar bíll valt út af Svalbarðsstrandarvegi við Eyjafjörð upp úr klukkan fimm í morgun og varð alelda. Vegfarandi tilkynnti um slysið og voru lögregla og slökkvilið þegar send á vettvang en þá var maðurinn, sem var einn í bílnum, látinn. Lögreglan á Akureyri rannsakar tildrög slyssins. 12.12.2005 08:07
Öflug sprengja í pósthúsi í Aþenu Öflug sprengja varð í pósthúsi í miðborg Aþenu í Grikklandi í morgun. Töluverðar skemmdir urðu á byggingunni og gler úr rúðum dreifðist yfir stórt svæði. Ekki liggur enn fyrir hvort fólk hafi slasast í sprengingunni. 12.12.2005 08:02
Meðalverð íbúðarhúsnæðis lækkaði Meðalverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu og víðast hvar annars staðar í þéttbýli lækkaði í síðustu viku í samanburði við meðalverð síðastliðinna tólf vikna. Samkvæmt þinglýstum kaupsamningum lækkaði það um þréttán hundruð þúsund á höfuðborgarsvæðinu, um fjórar milljónir á Akureyri og um þrjár og hálfa milljón á Árborgarsvæðinu. 12.12.2005 07:48
Fann sprautur á bílastæði Hún var heldur ófögur sjónin sem blasti við Daða Hreinssyni þegar hann lagði bílnum sínum á bílastæði við húsnæði sem eitt sinn hýsti veitingastaðinn Glóðina í Keflavík um tvö leytið á föstudaginn. Sprautur og áhöld, sem notuð eru við fíkniefnaneyslu, smokkar og sleipiefni lágu þar fyrir allra augum. 12.12.2005 07:45
Töluverður eldur logar enn Töluverður eldur logar enn í einni stærstu olíubirgðastöð í Bretlandi þar sem miklar sprengingar urðu í gær. Reykmökkurinn frá stöðinni nær mörg hundruð metra upp í loftið. Talið er að erfitt verði að komast að orsökum sprenginganna þar sem flestallar vísbendingar hafi brunnið. 12.12.2005 07:27
Brottfluttir eru kosningabærir Fjölmargir Írakar sem eru búsettir utan heimalands síns fá á þriðjudag að kjósa í þingkosningum landsins. Kosningarnar fara fram í Írak á fimmtudag en atkvæði verða greidd erlendis á þriðjudag og miðvikudag. 12.12.2005 07:15
Genginn til liðs við Sharon Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt skilið við Likud-flokkinn og gengið til liðs við miðflokk Ariels Sharon forsætisráðherra. Mofaz segir að hægri öfgamenn hafi rænt Likud-flokknum og því hefði hann ekki getað unað. Mofaz var einn öflugasti leiðtogi Likud-flokksins. 12.12.2005 07:15
Maður og barn sluppu ómeidd Bílvelta varð norðan við vegasjoppuna Baulu rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Ökumann og barn sem var í bílnum sakaði ekki en bifreiðin er talin vera ónýt. Vegurinn á þessum slóðum er mjög illa farinn og þá var einnig mikil hálka þegar slysið varð. 12.12.2005 07:15
Hraðahindrun flutt úr stað Hann var nokkuð bíræfinn náunginn sem stal hraðahindrun í Búðardal aðfaranótt laugardags en henni var síðan raðað upp á graskant fyrir framan stjórnsýsluhús bæjarins. 12.12.2005 07:15
Skuldir aukist um 30 milljarða Skuldir sveitarfélaganna í landinu fyrir skuldbindingar hafa aukist um tæpa 30 milljarða króna frá árinu 1997 samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hluti vandans felst í að margar stofnanir sveitarfélaga sem eiga sjálfar að standa undir skuldum sínum með gjöldum eða öðrum tekjum gera það ekki og verða því mörg sveitarfélög sjálf að axla þá bagga og nota til þess skattfé. 12.12.2005 07:00
Stjórnvöld höfðu ekki lagaheimildir Umboðsmaður alþingis telur að íslenska ríkið hafi ekki haft lagalega heimild til þess að setja komubann á iðkendur Falung Gong sumarið 2002. Hann segir það íslenskra dómstóla að skera úr um hvort ríkið hafi bakað sér skaðabótaskyldu. 12.12.2005 07:00
Húnavatnshreppur orðinn til Nýju sveitarfélagi í Austur-Húnavatnssýslu á að gefa nafnið Húnavatnshreppur, samkvæmt niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga sem fram fóru á laugardag, en þá var kosið um nýtt nafn á hreppinn. 12.12.2005 06:45
Kynjakvóti í stjórnum Lög sem skylda skráð hlutafélög til að hafa að minnsta kosti fjóra af hverjum tíu stjórnarmönnum konur ganga í gildi um áramótin í Noregi. Félögin fá tvö ár til að auka hlutfallið þannig að í ársbyrjun 2008 eiga konur að sitja í öðru hverju stjórnarsæti, annars geta félögin misst starfsleyfi. 12.12.2005 06:30
Pyntingar verði bannaðar Öldungadeild Bandaríkjaþings og Hvíta húsið munu á næstunni samþykkja tillögu um að banna pyntingar til að fá mikilvægar upplýsingar hjá grunuðum hryðjuverkamönnum. Þessu heldur Bill Frist, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, fram. 12.12.2005 06:15
Ekkert vitað um afdrif gísla Yfirvöld í Írak segjast ekki hafa neinar upplýsingar um þá sjö vestrænu gísla sem hafa verið í haldi í landinu undanfarið. Í síðasta mánuði var þýskum fornleifafræðingi rænt í Bagdad og nokkrum dögum síðar var fjórum kristnum friðarsinnum rænt í borginni. 12.12.2005 06:15
Tólf handteknir Þúsundir hvítra ungmenna efndu til mótmæla í Sydney í Ástralíu í gær og þurfti lögreglan að hafa hendur í hári þó nokkurra ólátabelga. Mótmælin áttu sér stað á ströndinni Cronulla og höfðu mótmælendurnir flestir áfengi um hönd. 12.12.2005 06:15
Afurðir virðast meiri en í fyrra Fyrstu tölur benda til að afurðir sláturtíðarinnar í haust séu talsvert meiri en í fyrra. Fyrstu yfirlitstöflur um niðurstöður úr fjárræktarfélögunum haustið 2005 eru nú aðgengilegar á vef Bændasamtakanna, www.bondi.is. Þar kemur fram að uppgjöri sé lokið fyrir rúmlega 66 þúsund ær frá haustinu. 12.12.2005 06:15
Feitum börnum fjölgar ört Brussel Yfir 400 þúsund börn á aldrinum fimm til ellefu ára bætast í hóp offitusjúklinga í Evrópu á ári hverju, samkvæmt nýjum tölum Evrópusambandsins. Um fjórtán milljónir barna innan sambandsins eru talin vera vel yfir kjörþyngd. Þar af eru þrjár milljónir taldar þjást af offitu. 12.12.2005 06:00
Fann fyrir nærveru ömmu Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, nýkjörin Ungfrú heimur, er enn að átta sig á sigrinum en hlakkar til að takast á við verkefnin sem fylgja titlinum. Fram undan eru spennandi tímar með ferðalögum um allan heim. 12.12.2005 06:00
Landi og þjóð til sóma Þegar ljós urðu úrslit í keppninni Ungfrú heimur sendu forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff nýkrýndri fegurðardrottingu eftirfarandi heillaóskir: "Ungfrú heimur, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, Sanya, Kína. Við óskum þér til hamingju með glæsilegan árangur. Þú ert landi og þjóð til sóma. Heillaóskir til fjölskyldunnar." 12.12.2005 06:00
Tekjuháir fá minna Þak sem sett var á fæðingarorlofsgreiðslur veldur því að útgjöld fæðingarorlofssjóðs voru 25 milljónum króna lægri fyrstu níu mánuði ársins en ráð var fyrir gert. Eftir breytingu geta greiðslur ekki orðið hærri en sem nemur 80 prósentum af 600 þúsund króna mánaðartekjum. 12.12.2005 05:45
Sigur Bræðralags múslima Bráðabirgðaniðurstöður egypsku þingkosninganna benda til að Bræðralag múslima hafi hlotið fimmtung atkvæða. 12.12.2005 05:00
Tveimur vísað úr landi Stjórnvöld á Ítalíu vísuðu tveimur Norður-Afríkubúum sem þau töldu hættulega úr landi um helgina. Þar á meðal var einn sem tvisvar hefur verið sýknaður af ákærum um hryðjuverk, Marokkóbúinn Mohamed Daki. 12.12.2005 04:45
Stunda sjóböð á hverjum sunnudagsmorgni Tilhugsunin um að stinga sér til sunds við strendur Íslands gefur mörgum hroll. Því er þó ekki svo farið með meðlimi í sjósundsfélaginu "Skítkalt" sem mæta stundvíslega klukkan ellefu á hverjum sunnudagsmorgni til að stinga sér til sunds við Gróttu. 11.12.2005 18:41
Tugþúsundir manna sýna Gotovina stuðning Tugþúsundir manna hafa safnast saman á götum úti í Króatíu til þess að sína meinta stríðsglæpamanninum Ante Gotovina stuðning. Hann var í gærmorgun fluttur með spænskri herflugvél áleiðis til stríðsglæpadómstólsins í Haag. 11.12.2005 18:15
Andi jólanna í hættu Andi jólanna er í hættu vegna gegndarlausrar efnishyggju víða um heim. Þetta sagði Benedikt páfi í vikulegri blessum sinni á Péturstorginu í Róm. Páfinn sagði að jólin liðu fyrir auglýsingaeitrun, sem tröllriði öllu í hinum vestræna heimi á þessum árstíma. 11.12.2005 17:15
Steingrímur talar mest Þrátt fyrir að þing sé nú einungis hálfnað hefur sá þingmanna sem lengst hefur staðið í ræðustól, talað í rúman hálfan sólarhring. Það kemur ef til vill fáum á óvart að formaður Vinstri Grænna, Steingrímur J Sigfússon, skuli fara þar fremstur í flokki. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði hins vegar minnst. 11.12.2005 16:15
Öflugur skjálfti á Nýju Gíneu Jarðskjálfti upp á sex komma átta á Richter skók Nýju Gíneu á þriðja tímanum í dag. Skjálftinn varð í þeim hluta landsins sem liggur norður af Ástralíu og austur af Indónesíu. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í skjálftanum. 11.12.2005 16:13
Pryor látinn Grínleikarinn frægi Richard Pryor lést í gærkveldi. Hjartaáfall varð honum að fjörtjóni að sögn eftirlifandi eiginkonu hans. Richard Pryor var sextíu og fimm ára að aldri og hafði glímt við MS sjúkdóminn í um tvo áratugi. 11.12.2005 15:45