Fleiri fréttir

Skæruliðar felldir í Afganistan

Bandarískar hersveitir í Afganistan felldu tólf skæruliða sem réðust á hermenn í eftirlitsleiðangri við landamærin að Pakistan á laugardag, að því er talsmaður hersins greindi frá í gær. Jafnframt fordæmdi talsmaður Sameinuðu þjóðanna misþyrmingu fanga sem uppvíst hefur orðið að voru stundaðar í herstöð Bandaríkjahers í landinu.

Hermannaveiki á norsku sjúkrahúsi

Staðfest var í gær að banamein þriggja aldraðra sjúklinga á sjúkrahúsi í Fredrikstad í Noregi hefði verið hermannaveiki.

Schröder boðar kosningar í haust

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagðist í gær vilja að kosningum til Sambandsþingsins yrði flýtt um heilt ár, til komandi hausts, í kjölfar mikils ósigurs jafnaðarmannaflokks hans í héraðsþingkosningum í Nordrhein-Westfalen. Kristilegir demókratar unnu þar afgerandi sigur.

Stærsta skip landsins í höfn

"Ég býst að geta skilað einhverjum afla í land," segir Þórður Magnússon, skipstjóri Engeyjarinnar, stærsta skips íslenska flotans. Engey RE 1 lagði að bryggju við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn í gær. Skipið, sem er í eigu HB Granda, er engin smásmíð; 105 metra langt, 20 metra breitt og 7.800 brúttótonn að þyngd.

Samið við austfirsk fyrirtæki

Verktakafyrirtækið Bechtel, sem byggir álver Alcoa–Fjarðaáls við Reyðarfjörð, hefur gert tvenna samninga um flutning á starfsfólki til og frá vinnu. Samningarnir voru gerðir að undangengnu lokuðu útboði í vor.

Krefjast bóta vegna vanrækslu

Talsverðar skemmdir hafa komið fram á nýlegu húsi í Grafarholti. Íbúarnir vilja bætur en lenda í vanda þar sem verktakinn er í gjaldþrotameðferð. Algengt er að byggingarstjórar ræki ekki skyldur sínar, segir byggingarfulltrúi Reykjavíkur. </font /></b />

Sterkasta vígi þýskra krata fallið

Kristilegir demókratar unnu í gær langþráðan sigur í héraðsþingkosningum í Nordrhein-Westfalen, sem með um 18 milljónir íbúa er langfjölmennast þýsku sambandslandanna 16. Þeir stefna á að taka einnig við stjórnartaumunum í Berlín í haust.

Hollendingar á móti ESB-sáttmála

Í það virðist stefna að hollenskir kjósendur hafni stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins með öruggum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu 1. júní næstkomandi.

Fox verst gagnrýni á ummæli

Vicente Fox, forseti Mexíkó, reyndi í gær að skýra ummæli sem hann lét falla og fulltrúar bandarískra blökkumanna tóku mjög illa. Fyrr í mánuðinum var haft eftir Fox í útvarpsviðtali að Mexíkanar í Bandaríkjunum tækju þar að sér störf "sem ekki einu sinni svartir vilja".

Björgun æfð á Pollinum

Um 600 manns voru á Akureyri á laugardag og föstudag í tengslum við fimmta landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þinginu lauk síðdegis á laugardag en fyrr um daginn var björgunaræfing á Akureyrarpolli með þátttöku fimm stórra björgunarskipa, varðskipsins Týs, þyrlu Landhelgisgæslunnar og fjölda smærri björgunarbáta.

Næturfrost dregur úr sprettu

Veðurstofa Íslands segir frostanætur hafa verið alltíðar það sem af er maímánuði, en gróður vex hægar af þeim sökum. "Lætur nærri að í innsveitum hafi mælst frost aðra hverja nótt," segir í tilkynningu Veðurstofunar.

Skipt um alla forystusveitina

Forysta Samfylkingarinnar er gerbreytt og nýtt fólk í trúnaðarstöðum flokksins metur stöðuna á næstunni eftir sögulegan landsfund. Málefnavinnu, sem kynnt var á landsfundinum, verður haldið áfram næstu mánuði og misseri.</font /></b />

Olíufélögin fá á baukinn

Stóru olíufélögin þrjú fá á baukinn í könnun sem tveir nemendur Háskólans í Reykjavík gerðu um ímynd fyrirtækja. Olíufélögin reyndust með afar slæma ímynd. Nemendurnir kenna samráði félaganna þar um.

Gekk beinbrotinn að næsta bæ

Ökumaður sýndi fádæma hreysti eftir að sandflutningabíl sem hann ók hvolfdi á Þjórsárdalsvegi í bítið á sunnudagsmorgun. Bíllinn lenti út af veginum og tættist nánast í sundur. Maðurinn komst út úr sundurtættu flakinu og gekk eftir hjálp tæpa þrjá kílómetra á næsta bæ.

Bíðum ekki lengur eftir breytingum

Klíkuskapur er samtrygging þröngra hópa um eigin hagsmuni án tillits til hagsmuna heildarinnar sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar þegar hún sleit landsfundi flokksins í gær. Hún kvað Samfylkinguna hafa tekið afstöðu gegn klíkum í formannskjöri flokksins.</font /></b />

Sterk staða nýkjörins formanns

"Kjörið var afgerandi. Í kjarna Samfylkingarinnar stóð þetta áreiðanlega tæpar. Umboð hennar er hins vegar mjög skýrt og það þýðir að valdastaða hennar gagnvart öðrum forystumönnum Samfylkingarinnar er sterk," segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor um kjör Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem formanns Samfylkingar.

Vó aðeins 300 grömm við fæðingu

Stúlkubarn sem fæddist rúmum þremur mánuðum fyrir tímann í Bandaríkjunum í síðustu viku vegur aðeins rúmlega þrjú hundruð grömm. Læknar telja góðar líkur á að barnið lifi.

Steingrímur væntir góðs samstarfs

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs segist vænta góðs af samstarfi við nýjan formann og nýja forystu Samfylkingarinnar.

Nýir tímar í sjávarútvegi

Íslendingar eru í auknum mæli að nýta sér reynslu úr sjávarútvegi til að tryggja sér sæti í efnahagshraðlestinni í Kína. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir er í fylgdarliði forsetans í austurvegi.

Atkvæði hafa verið talin

Atkvæði í formannskjörinu á landsfundi Samfylkingarinnar hafa verið talin. Úrslitin verða tilkynnt á hádegi og er Stöð 2 með sérstakan aukafréttatíma vegna þessa klukkan tólf þar sem sýnt verður beint frá fundinum.

Á sex ára fangelsi yfir höfði sér

Fyrrverandi afleysingamaður íslenska kirkjusafnaðarins í Noregi á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm samkvæmt norskum refsilögum. Maðurinn viðurkenndi við yfirheyrslur lögreglu að hafa dregið sér sex milljónir króna úr sjóðum safnaðarins.

Björguðu hollensku skipi

Tvö hundruð og fimmtíu tonna hollensku skipi var bjargað þegar það varð vélarvana um hálfa mílu suðsuðvestur af Garðskaga um sjöleytið í gærkvöldi. Samkvæmt fyrstu heimildum fréttastofunnar var um skip í eigu Grænfriðunga að ræða en svo reyndist ekki vera.

Efnavopna-Ali á baðsloppnum

Myndir sem birtar voru af Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, á nærklæðunum einum fata í breska götublaðinu <em>The Sun</em> í gær hafa vakið hörð viðbrögð. Nýjar myndir voru birtar í blaðinu í dag sem meðal annars sýna einn nánasta samstarfsmann Saddams, Ali Hassan al-Majid, betur þekktan sem „Efnavopna-Ali“, í baðslopp haldandi á handklæði.

Gæsluvarðhald vegna bílainnbrota

Kona og karlmaður voru úrskurðuðí gæsluvarðhald í eina viku vegna innbrota í bíla í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Parið er grunað um að hafa brotist inn í um 30 bíla upp á síðkastið. Þau voru staðin að verki við Rauðavatn í gær og í bifreið þeirra fundust 15 til 20 geislaspilarar og útvarpstæki úr bílum.

Skar liminn af eiginmanninum

Kona á Indlandi skar getnaðarliminn af eiginmanni sínum í gærkvöldi eftir að hann hafði komið drukkinn heim með vændiskonu undir arminum. Hún sætti færis þegar eiginmaðurinn sofnaði værum svefni eftir kvöldskemmtunina, batt hann á höndum og fótum og skar svo hans allra heilagasta af með eldhúshníf.

Ingibjörg Sólrún kjörin formaður

Tilkynnt var um það á landsfundi Samfylkingarinnar rétt í þessu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði næsti formaður flokksins. Alls bárust 12.015 atkvæði í póstkosningu Samfylkingarinnar um formann flokksins og fékk Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 7997 atkvæði, eða tæp 67%, en sitjandi formaður, Össur Skarphéðinsson, hlaut 3970 atkvæði, eða 33% atkvæða.

Þrír í kjöri til varaformanns

Þrír munu verða í framboði til varaformanns Samfylkingar í dag. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flugumferðarstjórnar, tilkynnti framboð sitt fyrir stundu. Áður höfðu Ágúst Ólafur Ágústsson og Lúðvík Bergvinsson, þingmenn flokksins, boðið sig fram.

Úrslitin ekki aðalatriðið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, nýkjörin formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni eftir að úrslitin í formannskjörinu voru kunngjörð að úrslitin væru ekki aðalatriðið því hugur flokksins stefndi annað og lengra; það væri verkefni Samfylkingarinnar í næstu þingkosningum sem skipti máli.

Ætlar að vera lengi í stjórnmálum

Össur Skarphéðinsson sagði meðal annars í ræðu sinni eftir að úrslitin í formannskjöri Samfylkingarinnar lágu fyrir að úrslitin væru afgerandi og sterk, bæði fyrir flokkinn en þó sérstaklega fyrir Ingibjörgu Sólrúnu sem leiðtoga samfylkingarfólks. Hennar biði nú það verk að koma flokknum alla leið.

Ágúst Ólafur kjörinn varaformaður

Ágúst Ólafur Ágústsson var afgerandi kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar á þriðja tímanum. Af 839 greiddum atkvæðum hlaut Ágúst 519 atkvæði, eða 61,4%. Lúðvík Bergvinsson fékk 297 atkvæði, eða 35,4% atkvæða.

Samgönguráðherra í veikindaleyfi

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gekkst í gær undir uppskurð vegna brjóskloss í baki á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi. Í kjölfar aðgerðarinnar verður ráðherrann í veikindaleyfi um óákveðinn tíma.

Lífs eða liðin?

Enn ríkir óvissa um afdrif ítalska hjálparstarfsmannsins Clementinu Cantoni sem rænt var í Afganistan í vikunni. Í gær sagði einn mannræningjanna að hún hafi verið drepin. Það furðulega við málið er að annar maður, sem talað hefur verið við í sama símanúmeri og nú síðast í morgun, segir Cantoni enn vera á lífi.

Helena kjörin ritari

Helena Karlsdóttir var kjörin ritari Samfylkingarinnar á landsfundinum nú síðdegis. Hún bar sigurorð af Stefáni Jón Hafstein og Valgerði Bjarnadóttur.

Ari gjaldkeri Samfylkingarinnar

Ari Skúlason hefur verið kosinn gjaldkeri Samfylkingarinnar. Greint var frá því á landsfundinnum í Egilshöll fyrir stundu. Aðrir í framboði voru Kristinn Bárðason, Kristinn Karlsson og Sigríður Ríkharðsdóttir.

27 látnir eftir flóð

Að minnsta kosti tuttugu og sjö eru látnir eftir mikið flóð í Eþíópíu í dag. Flóðið gekk á land í bænum Dire Dawa í austurhluta landsins í kjölfar mikilla rigninga. Margir bæjarbúa voru í fastasvefni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar voru sex börn á meðal látinna.

70% Ísfirðinga í góðum málum

Sjö af hverjum tíu íbúum Ísafjarðarbæjar telja andlega og líkamlega heilsu sína góða eða mjög góða. Þetta kemur fram í niðurstöðum heilsufarskönnunar sem gerð var í bæjarfélaginu í vetur og greint er frá á vef Bæjarins besta.

Líka pyntingar í Afganistan?

Bandarískir hermenn eru sakaðir um að hafa pyntað afganska fanga í aðalherstöð Bandaríkjahers skammt frá Kabúl árið 2002. Bandaríska stórblaðið <em>The New York Times</em> birti grein um þetta í gær þar sem vitnað er í leyniskýrslu hersins.

Saddam í mál við The Sun

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, hefur ákveðið að fara í mál við breska götublaðið <em>The Sun</em> sem birti myndir af honum á nærklæðunum og í baðsloppi í fangaklefa sínum. Lögfræðingur Saddams segir að allir sem komu að myndbirtingunni verði sóttir til saka en forsvarsmenn Sun segjast ekkert óttast og boða fleiri myndir af Saddam.

Aldrei fleiri kosið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er nýr formaður Samfylkingarinnar. Hún hlaut tvo þriðju allra atkvæða í póstkosningu meðal tólf þúsund félaga flokksins. Aldrei hafa fleiri kosið í formannskosningum hjá íslenskum stjórnmálaflokki.

Stefnir á stórsókn á miðjunni

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er talin líklegust til þess að leiða Samfylkinguna til sigurs í næstu þingkosningum. Hún er sögð stefna á stórsókn á miðjunni og ætla sér að verða næsti forsætisráðherra þjóðarinnar. </font /></b />

Alcan lánar Norðuráli súrál

Alcan á Íslandi lánar Norðuráli 10.000 tonn af súráli, að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa Alcan.

Ný stjórn skipuð

Ný stjórn Samkeppniseftirlits hefur verið skipuð af viðskiptaráðherra og tekur stjórnin til starfa hinn 1. júlí næstkomandi samkvæmt nýjum samkeppnislögum.

Oftast óvitar að verki

Aðfaranótt laugardags var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út vegna sinuelds við Rauðavatn. Vel gekk að slökkva eldinn og engin slys urðu af honum.

Pólitískt uppgjör við auðjöfur?

Búist er við að réttarhaldinu yfir Mikhaíl Khodorkovskí ljúki með sakfellingu fyrir skattsvik og auðgunarglæpi. Margir segja það pólitískt uppgjör Pútíns Rússlandsforseta við auðjöfurinn, aðrir maklegan dóm í sakamáli. </font /></b />

Styrkir fórnarlömb flóðbylgjunnar

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Austurbær hefur ákveðið að styrkja fórnarlömb flóðbylgjunnar í Asíu og gefur fjóra báta ásamt veiðarfærum til fiskimannafjölskyldna í Andra Pradesh-héraði á Indlandi.

Sjá næstu 50 fréttir