Bíðum ekki lengur eftir breytingum 22. maí 2005 00:01 Íslenskt samfélag þolir ekki lengur bið eftir breytingum, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar þegar hún sleit landsfundi flokksins í gær. "Við verðum að spartsla strax og tækifæri gefst í sárustu sprungurnar sem myndast hafa eftir allt of langa valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Forgangsmál í þeim verkum eru úrbætur í málefnum barnafólks, aldraðra og endurbætur í menntakerfinu," sagði Ingibjörg jafnframt. Hún gerði klíkuskap að umtalsefni í ávarpi sínu og sagði að einstaklingar ættu ekki að þurfa að eiga rétt sinn og stöðu undir stofnunum og kenjum valdsmanna. "Af þessu eru klíkur það versta. Klíkur eru samtrygging þröngra hópa um eigin hagsmuni án tilllits til hagsmuna heildarinnar." Hún kvað Samfylkinguna hafa tekið afstöðu gegn klíkum og kenjum valdhafa en með lýðræðinu. Flokkurinn hefði gert það í hverju málinu á fætur öðru á alþingi; í Íraksmálinu, við skipan hæstaréttardómara, í fréttastjóramálinu, fjölmiðlamálinu og einnig í formannskjöri Samfylkingarinnar. "Hún gerði það þegar hún lét skilaboð, um hvað væri valdsmönnum í öðrum flokkum þóknanlegt, sem vind um eyru þjóta. Hún treysti almennum flokksmönnum til þess að meta hvað væri best fyrir flokkinn og fór í gegn um lýðræðislegasta ferli í leiðtogakjöri sem nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hefur farið í gegn um." Ingibjörg Sólrún kvað Samfylkinguna ekki geta gert allt fyrir alla. Vinna yrði að brýnustu viðfangsefnum með skipulegum hætti og úrbætur gætu tekið tíma. Hún nefndi jafnframt að í stórum og breiðum flokki yrðu menn að vera tilbúnir til þess að horfa á mál frá mismunandi sjónarhornum landsbyggðar og þéttbýlis, kvenna og karla, ungra og aldinna sem og umhverfisverndar og auðlindanýtingar. Mikil endurnýjun varð í forystu Samfylkingarinnar á landsfundinum eins og fram hefur komið. Í gær var kosið í framkvæmdastjórn flokksins og náðu Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Grendal, Tryggvi Felixson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Ingileif Ástvaldsdóttir og Karl V.Mattíasson kjöri. Formaður framkvæmdastjórnarinnar er Gunnar Svavarsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
Íslenskt samfélag þolir ekki lengur bið eftir breytingum, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar þegar hún sleit landsfundi flokksins í gær. "Við verðum að spartsla strax og tækifæri gefst í sárustu sprungurnar sem myndast hafa eftir allt of langa valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Forgangsmál í þeim verkum eru úrbætur í málefnum barnafólks, aldraðra og endurbætur í menntakerfinu," sagði Ingibjörg jafnframt. Hún gerði klíkuskap að umtalsefni í ávarpi sínu og sagði að einstaklingar ættu ekki að þurfa að eiga rétt sinn og stöðu undir stofnunum og kenjum valdsmanna. "Af þessu eru klíkur það versta. Klíkur eru samtrygging þröngra hópa um eigin hagsmuni án tilllits til hagsmuna heildarinnar." Hún kvað Samfylkinguna hafa tekið afstöðu gegn klíkum og kenjum valdhafa en með lýðræðinu. Flokkurinn hefði gert það í hverju málinu á fætur öðru á alþingi; í Íraksmálinu, við skipan hæstaréttardómara, í fréttastjóramálinu, fjölmiðlamálinu og einnig í formannskjöri Samfylkingarinnar. "Hún gerði það þegar hún lét skilaboð, um hvað væri valdsmönnum í öðrum flokkum þóknanlegt, sem vind um eyru þjóta. Hún treysti almennum flokksmönnum til þess að meta hvað væri best fyrir flokkinn og fór í gegn um lýðræðislegasta ferli í leiðtogakjöri sem nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hefur farið í gegn um." Ingibjörg Sólrún kvað Samfylkinguna ekki geta gert allt fyrir alla. Vinna yrði að brýnustu viðfangsefnum með skipulegum hætti og úrbætur gætu tekið tíma. Hún nefndi jafnframt að í stórum og breiðum flokki yrðu menn að vera tilbúnir til þess að horfa á mál frá mismunandi sjónarhornum landsbyggðar og þéttbýlis, kvenna og karla, ungra og aldinna sem og umhverfisverndar og auðlindanýtingar. Mikil endurnýjun varð í forystu Samfylkingarinnar á landsfundinum eins og fram hefur komið. Í gær var kosið í framkvæmdastjórn flokksins og náðu Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Grendal, Tryggvi Felixson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Ingileif Ástvaldsdóttir og Karl V.Mattíasson kjöri. Formaður framkvæmdastjórnarinnar er Gunnar Svavarsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent